Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 57

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 57
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega 350 manns leita nú reglulega til Fjölskylduhjálparinnar í Reykja- nesbæ, eða ríflega tvöfalt fleiri en leituðu þangað eftir efnahagshrunið. Anna Valdís Jónsdóttir, forstöðu- maður Fjölskylduhjálparinnar í Reykjanesbæ, segir aldrei jafn marga hafa óskað eftir aðstoð síðan aðstoðinni var komið á legg 2009. „Það bætist stöðugt í hópinn. End- ar ná ekki saman hjá mörgu fólki. Margir eru búnir með peningana fyrir miðjan mánuðinn. Ástandið er mjög slæmt. Það er mikið rætt um að atvinnuleysi sé að minnka. Stað- reyndin er hins vegar sú að margir hafa dottið út af atvinnuleysisskrá og eru í staðinn komnir með fjárhags- aðstoð frá sveitarfélögunum,“ segir Anna Valdís um atvinnuhorfurnar. Samkvæmt vef Vinnumálastofn- unar varð atvinnuleysi í Reykja- nesbæ mest í febrúar 2010 eða um 15%. Það var til samanburðar 5,8% í janúar og hefur því minnkað mikið. Anna Valdís telur það hins vegar ekki segja alla söguna. Hundruð bæjarbúa hafi ekki tekjur til að framfleyta sér. „Það hafa margir hringt í mig vegna ferminga sem eru framundan. Fjöldi umsækjenda er orðinn slíkur að við eigum fullt í fangi með að eiga nóg af mat.“ Ástandið er ekki að batna Anna Valdís segir félagsmálafull- trúa sveitarfélaganna gjarnan vísa á Fjölskylduhjálpina varðandi mat og aðrar nauðþurftir. „Við höfum reynt að láta eldri borgara njóta góðs af matarkortum, til dæmis eldri karla sem eru einstæðingar.“ Hún segir verulega farið að þrengja að hinum tekjulægstu. „Ég get ekki merkt að ástandið sé að batna hér suðurfrá. Síður en svo. Hér er mikið af atvinnulausu fólki sem á undir högg að sækja. Það sama má segja um eldri borgara og öryrkja. Eldri borgarar sem hafa fengið inni í húsnæði fyrir sinn ald- urshóp geta ekki látið enda ná sam- an. Þegar búið er að greiða húsaleigu og lyf er ekkert eftir til þess að kaupa mat. Um jólin hringdi í mig kona sem var þungt haldin á sjúkrahúsi. Hún hringdi daginn fyrir úthlutun og hafði miklar áhyggjur af því að fjöl- skyldan fengi ekki úthlutun um jólin, að hún yrði sjálf á spítala. Að fjöl- skyldan hefði ekki mat um jólin. Konan var á dánarbeðinum. Hún lést nokkrum dögum síðar. Svona eru áhyggjurnar hjá fólki. Þetta er auð- vitað hræðilegt. Margir foreldrar leituðu hingað fyrir jól fyrir börnin sín. Stoltið er svo mikið hjá mörgum að þeir koma ekki sjálfir. Ég er sann- færð um að fátækin sé falin,“ segir Anna Valdís um stöðu bágstaddra í íslensku samfélagi í dag. Hægt að styðja tekjulága Hún bendir á að Fjölskylduhjálpin í Reykjanesbæ sé útibú frá Fjöl- skylduhjálpinni í Reykjavík. Starf- semin er fjármögnuð með sjálfsafla- fé og styrkjum. Hægt er að gerast Íslandsforeldri og láta mánaðarlega fasta upphæð af hendi rakna til matarkaupa handa efnalitlum fjöl- skyldum. „Við fáum enga styrki frá sveitarfélögunum hér í kring,“ segir Anna Valdís og rifjar upp að Fjöl- skylduhjálpin sé einnig með úthlut- un í Reykjavík og Kópavogi. Þess má geta að íbúum Reykja- nesbæjar er að fjölga. Þar bjuggu 14.172 í ársbyrjun 2009 og 14.930 í lok árs 2014. Þar af fjölgaði íbúunum um 410 í fyrra og um 300 árið 2012. Vaxandi neyð í Reykjanesbæ  Um 350 manns reiða sig reglulega á matargjafir og nauðþurftir frá Fjölskylduhjálp Reykjanesbæjar  Deyjandi kona hafði áhyggjur af því að fjölskylda hennar ætti ekki nóg að borða yfir jólahátíðina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Fjöldi fólks hefur flutt frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar vegna lægra húsnæðisverðs. Hera Ósk Einarsdóttir Anna Valdís Jónsdóttir FRÉTTIR 57Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 www.danco.is Heildsöludreifing Decoris-Metal Ljós Svart 110cm Decoris-Metal Ljós Hvítt 110cm Decoris-Járnljós Copper 23x25cm Decoris-Járnljós Svart 23x25cm Loftljós-Copper Glass 30cm Loftljós-Copper Glass 25cm Fyrirtæki - Verslanir 2015 línan í ljósum komin í hús. Alls eru nú 174 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ og hafa um- sækjendur aldrei verið jafn margir. Til samanburðar voru 117 umsækjendur á biðlista fyrir ári og er aukn- ingin 49%. Það setur þessa eftirspurn í samhengi að í nóvember síðastliðnum voru 228 einstaklingar á bið- lista eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði, sem er um tvöfalt fjölmennara sveitarfélag en Reykjanesbær. Hera Ósk Einarsdóttir, forstöðumaður stoðdeildar hjá félagsþjónustunni í Reykjanesbæ, segir að í hópi umsækjenda sé mikið af barnafólki. Hún segir marga sem leita í lægra húsnæðisverð í Reykjanesbæ ekki reikna dæmið til enda. Þótt húsnæðisverð sé lægra komi ýmis útgjöld á móti á borð við eldsneytiskostnað. Margir þurfi að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu. Þá eigi nýir íbúar í Reykjanesbæ ekki rétt á sértækum húsnæðisbótum fyrir tekjulága, enda þurfi að búa í 3 ár í sveitarfélaginu til að öðlast slík réttindi. „Þeir sem leita til okkar hafa áhyggjur af því að það sé erfitt að fá leigt á almenna markaðnum, þótt mikið sé af lausu húsnæði. Hluti hópsins er illa settur vegna þess að hann er á vanskilaskrá og á erfitt með að út- vega fyrirframgreiðslu fyrir húsnæði. Skýringin sem við heyrum hjá fólki sem til okkar leitar er að það leiti hingað í ódýrari leigumarkað. Það er því að flýja hátt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og telur að það eigi auðveldara með að framfleyta sér í ódýrara húsnæði. Fólk sem leitar til okkar er fyrst og fremst lágtekju- fólk eða er á örorku. Það er alls ekki óreglufólk. Málið snýst um það að tekjurnar eru of lágar,“ segir Hera Ósk og nefnir að vegna aðflutnings barnafólks hafi börnum í leikskólum fjölgað. Þá hafi álagið á starfsfólk félags- þjónustunnar aukist og biðtími lengst. Nú taki nokkrar vikur að koma á viðtali. Ljósu punktarnir séu að mörg sumarstörf séu nú auglýst. „Það eru væntingar um að vinnumarkaðurinn sé að taka við sér,“ segir Hera Ósk. Umsóknum fjölgaði um 47% á einu ári BIÐLISTI EFTIR FÉLAGSLEGU HÚSNÆÐI Í REYKJANESBÆ Hagnaður Eimskips eftir skatta fyr- ir árið 2014 var 13,6 milljónir evra sem jafngildir um 2 milljörðum króna og jókst um 25,8% frá árinu 2013. „Fyrsti ársfjórðungur var í samræmi við væntingar með 11,2% vöxt í tekjum frá fjórða ársfjórðungi 2013,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í frétt á vefsvæði félags- ins. Arðgreiðsla 45,7% af hagnaði Gylfi segir stjórn félagsins leggja til að greiddur verði arður til hlut- hafa á árinu 2015 sem nemur 5,00 krónum á hlut. Nemur heildarfjár- hæð arðgreiðslunnar því 933,2 millj- ónum króna, eða 6,2 milljónum evra, sem samsvarar 45,7% af hagnaði árs- ins 2014. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2015 er EBITDA á bilinu 39-44 milljónir evra eða 5,8-6,6 milljarðar króna. Fram kemur í fréttinni að fé- lagið geri ráð fyrir áframhaldandi vexti í innflutningi til Íslands. Meiri óvissa ríki um útflutning frá Íslandi, meðal annars vegna slæmrar loðnu- vertíðar sem af er árinu. Flutningsmagn í áætlunarsigling- um á Norður-Atlantshafi jókst um 7,9% á milli ára. Flutningsmagnið í frystiflutningsmiðlun jókst um 11% á milli ára. Eimskip rekur 55 starfs- stöðvar í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.430 starfsmönnum. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjón- ustu á Norður-Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Eimskip Félagið gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti í innflutningi til Ís- lands en meiri óvissa er sögð ríkja um útflutning frá Íslandi. Hagnaður Eimskips um 2 milljarðar kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.