Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 58

Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 58
• ISO 27001 öryggisvottun er tryggð á eftirfarandi hátt: • Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. • Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. • Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. • Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. • Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. • Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt. „Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu“ 1 9 8 9 Umslag var stofnað árið 1989 og er nú leiðandi á sínu sviði sem eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í prentun, pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í upphafi voru þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu, en í tímans rás hefur fyrirtækið stækkað og dafnað. Árið 1997 flutti starfsemi Umslags úr upphaflegu húsnæði sínu, í Lágmúla 5, bakhús. Þar er öll starfsemi fyrirtækisins sem er nú leiðandi á Íslandi í prentun og pökkun gagna. Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is • Vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. • Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál • Með þessari vottun tryggir fyrirtækið að öll efni sem notuð eru við prentun séu vistvæn • Pappír sem notaður er Svansvottaður eða Blómmerktur sé þess kostur. • Með auknu úrvali Svansvottaðrar vöru fyrir neytendur tryggjum við minni álag á umhverfið. Frá því árinu 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Framúrskarandi síðan 2010 • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is 2 0 1 0 2 0 1 1 2 0 1 2 2 0 1 3 2 0 1 4 Friðrik Ólafsson stórmeistara í skák þarf vart að kynna enda fyrstur Íslend- inga til að hljóta útnefningu sem stór- meistari í skák og á að baki farsælan feril á alþjóðavettvangi. Í tilefni af áttatíu ára afmæli Friðriks býður Fisc- hersetur, að Austurvegi 21 á Selfossi, til afmælisveislu þar sem Friðrik mun halda fyrirlestur um skákferil sinn með sérstakri áherslu á þemað: „Að fórna skiptamun í skák.“ Að loknum fyrirlestri Friðriks verður afhjúpað olíumálverk af heimsmeist- aranum Bobby Fischer og Friðriki Ólafssyni sem Sigurður Kr. Árnason hefur nýverið lokið við að mála. Þess má til gamans geta að Friðrik lagði heimsmeistarann sjálfan, Fischer, í tvígang. Málverkið er gjöf höfundar og þeirra Guðmundar G. Þórarinssonar og Einars. S. Einarssonar til Fischer- seturs. Málverkið verður afhent að viðstöddum listamanninum. Þess má geta að listamaðurinn málaði frægt verk af Fischer og Spassky sem sjá má á safninu. Alir eru velkomnir á hátíð- ina sem hefst klukkan 15, næstkom- andi sunnudag þann 1. mars. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson 80 ára Vegleg afmælishátíð í Fischer- setri á Selfossi á sunnudag Morgunblaðið/Golli Námskynning Frá kynningarbás lögfræðideildar Háskólans í Reykjavík á Háskóladeginum 2013. Sífellt fleiri sækja háskólana heim á þessum degi og er boðið upp á ókeypis rútuferðir á milli háskólanna í borginni í tilefni dagsins. Malín Brand malin@mbl.is H vað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ Þetta er spurning sem í sum- um tilvikum verður erfiðara að svara eftir því sem maður nálgast fullorðinsárin. Þá er gott að geta hitt nemendur í hinum ýmsu deildum í háskólum landsins og spurt þá persónulega hvernig þeir hafi farið að því að finna sína hillu í náminu. Tveir nemendur úr Háskól- anum í Reykjavík gáfu sér stund til útskýringa. Viðja Karen Júlíusdóttir er nemi á þriðja ári í heilbrigðisverk- fræði. Heilbrigðisverkfræði er það svið verkfræðinnar sem einna flestar stelpur virðast sækja í og eru í meiri- hluta í HR. Viðja er ein þeirra sem standa vaktina í bás verkfræðideild- ar skólans og kynna námið þar. „Við gerum okkar besta til að svara sem flestum spurningum um námsleið- irnar í verkfræðinni,“ segir Viðja. Hún kynnti námið í verkfræðideild- inni í fyrra líka og hefur auk þess séð um framhaldsskólakynningar. Og hvað svo? Hún segir spurningarnar frá gestum Hásakóladagsins vera marg- víslegar en flestir spyrji þó um hvaða starfsmöguleika þeir eigi sem út- skrifast úr heilbrigðisverkfræði. „Ég útskýri gjarnan að sífellt fleiri spota- fyrirtæki verði til þar sem þörf er á heilbrigðisverkfræðingum og þau verði mörg að almennum fyrir- tækjum þannig að þetta er stækk- andi geiri hér á landi. Auðvitað þarf maður að leita vel.“ Sjálf segist Viðja ekki hafa miklar áhyggur af því að finna starf við hæfi að námi loknu. „Ég er í starfsnámi núna hjá Össuri og kannski fæ ég vinnu þar að námi loknu. Þetta er mjög áhugaverður vinnustaður og áhugavert að fá að fylgjast með ýmiss konar prófunum á gerviútlimum,“ segir Viðja. Snemma beygist krókurinn Önnur spurning sem Viðja fær gjarnan frá áhugasömum er sú hvers vegna hún hafi valið heilbrigðisverk- fræðina. Blaðamaður freistast ein- mitt til að spyrja sömu spurningar. „Ég hafði mjög gaman af stærðfræði og eðlisfræði í menntaskóla og Námið góður grunn- ur fyrir svo margt Háskóladagurinn verður haldinn á morgun, laugar- daginn 28. febrúar. Í Háskólanum í Reykjavík verður þétt dagskrá og munu nemendur og kennarar úr öll- um deildum leggja sig fram um að kynna námsleið- irnar sem standa nemendum til boða. Á vefsíðunni www.skreytumhus.is er að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig má breyta til á heimilinu án stórkostlegrar fyrirhafnar. Þar eru hugmyndir fyrir barnaherbergið, vinnuherbergið, hjónaherbergið og í raun öll þau herbergi heimilisins sem gætu haft gott af tilbreytingu endr- um og sinnum. Síðan, sem bæði fjallar um skreytingar og breytingar, er það sem höfundur kallar heim- ilisblogg en að baki síðunni er kona að nafni Soffia Dögg Garðarsdóttir, sem oft er kölluð Dossa, eins og þar kemur fram. Um sjálfa sig segir Dossa: „Ég er fædd 1976, á seinustu öld. Man eftir sjónvarpslausum fimmtudögum, Dallas og Húsinu á Sléttunni, átti Don Cano-galla, notaði vöfflujárn í hárið á vissu tímabili, gekk í sjálflýsandi fötum og með sjálflýsandi „sólgleraugu og þar fram eftir götum“. Líflegt blogg sem gam- an er að staldra við og skoða í róleg- heitum. Vefsíðan www.skreytumhus.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Skraut Á síðunni eru ýmsar tillögur að einföldum skreytingum og breytingum. Hvernig breyta má heimilinu 58 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.