Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 59

Morgunblaðið - 27.02.2015, Síða 59
Kipptu liðunum í lagmeðOmega3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • SÍ A Verkið Listamaðurinn Sigurður Kr. Árnason við málverkið af meisturunum. Háskóladagurinn verður haldinn í sjö skólum á landinu: Í Háskól- anum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum, Há- skólanum í Reykjavík, Háskóla Ís- lands, Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands. Nálgast má dagskrá skólanna allra á vefsíðunni www.haskoladag- urinn.is þar sem einnig má skoða myndir frá undirbúningi nemenda og kennara í hinum ýmsu skólum fyrir daginn. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í töluverðan tíma enda viðburðurinn stór og alla jafna vel sóttur af þeim fjölmörgu sem vilja kynna sér nám á háskólastigi. Haldinn á sjö stöðum HÁSKÓLADAGURINN 2015 Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugasamar Þær Viðja Karen Júlíusdóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir munu svara spurningum gesta um námið og námsframboðið á morgun. Sólveig er á þriðja ári í lögfræði og Viðja er á þriðja ári í heilbrigðisverkfræði. stefndi á verkfræðina. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera mest spennandi starf í heimi að fá að vinna með tölur og líffræði í bland þannig að ég gæti hjálpað fólki á einhvern hátt. Í heilbrigðisverkfræðinni bland- ast þessir þættir,“ segir Viðja Karen Júlíusdóttir, nemi í heilbrigðisverk- fræði. Sólveig Erla Oddsdóttir er nemi á þriðja ári í lögfræði og er ein þeirra sem svara munu spurningum áhuga- samra um deildina á Háskóladaginn. Sólveig útskrifaðist úr Verzl- unarskóla Íslands og var ákveðin í því að Háskólinn í Reykjavík yrði fyr- ir valinu. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Það sem heillaði mig var skipulagið, hópavinnan og aðgengi nemenda að kennurum. Það skiptir mig miklu máli að geta verið í góðu sambandi við kennarana og fengið skjót svör frá þeim þegar á þarf að halda.“ Auk þess segir hún það kost að hópurinn sem er á hennar ári er ekki of fjölmennur en þau eru tæplega fimmtíu talsins. „Ég hugsaði ekkert um það þegar ég valdi HR að hér ætti ég eftir að verða hluti af nán- um hópi nemenda og grunaði ekki að í skólanum ætti eftir að myndast vin- skapur sem á eftir að endast til fram- tíðar,“ segir Sólveig. Snertir alla fleti Eflaust mun Sólveig, rétt eins og Viðja og aðrir sem kynna munu námsframboð skólans á laugardaginn fá spurningar um það hvernig hún tók ákvörðun um námsleið. „Lög- fræðin er einstakalega góður grunn- ur fyrir svo margt og snertir í raun alla fleti samfélagsins. Sjálf ætla ég að nýta námið í fyrirtækjarekstur með fjölskyldu minni og hef lært mjög margt sem á eftir að koma að góðum notum þar, eins og skattarétt- ur, fjármunaréttur og fleira,“ segir Sólveig Erla Oddsdóttir, nemi á þriðja ári í lögfræði. Hver deild innan skólans verður með kynningarbása í alrými skólans, Sólinni, en auk þess kynnir hver deild í sínum stofum. Til dæmis verður hægt að skoða námskrá næsta skóla- árs í stofum lögfræðinnar. Lego og aðrir töfrar Ómögulegt væri að gera allri dagskrá skil hér og eru áhugasamir eindregið hvattir til að kynna sér vef- slóðina sem kynnt er hér í ramma til hliðar. Hins vegar er ærin ástæða til að koma inn á hvað gert verðu fyrir yngri kynslóðina sem er kannski ekki á leiðinni á háskólanám alveg strax. Á Háskóladeginum verður nefnilega boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga í Lego og töfrum vefhönn- unar. Lego námskeiðið er fyrir 6-12 ára börn og þar verður til dæmis kennt hvernig nota á tannhjól, gírun, mótora og fleira og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel. Námskeiðin verða klukkan 12, 13 og 15 og geta áhugasamir skráð sig í móttöku Há- skólans í Reykjavík. Þeir unglingar sem vilja fá létta kynningu á skapandi heimi vefhönn- unar og þeim tækifærum sem felast í forritun og tækni býðst að taka þátt í opinni vinnustofu Skema og /sys/tra, félags kvenna við tölvunarfræðideild HR. Þar verður sérstök áhersla lögð á gerð hreyfimynda og einfaldra tölvuleikja auk þess sem kynning verður á vefhönnun með HTML og CSS. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru á aldrinum 15-20 ára. Á höfuðborgarsvæðinu hafa há- skólarnir tekið höndum saman og bjóða upp á fríar rútuferðir á Há- skóladeginum á milli Háskóla Ís- lands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Það er stórt skref að kaupa sína fyrstu íbúð. Jafnvel svo stórt að það getur valdið taugaáfalli. Það er að minnsta kosti þannig sem ég hef upplifað íbúðakaup síðustu vikurnar. Fyrir einum og hálfum mánuði sátum við unnusta mín yfir fast- eignavefnum á mbl.is þegar við sáum hina fullkomnu íbúð. Við ætl- uðum okkur ekki að kaupa strax, en fannst samt sem áður gaman að skoða fasteignir. Umrædd fasteign var nýuppgerð, þriggja herbergja íbúð í Vesturbænum, og við féllum fyrir henni strax. Án þess að hugsa okkur um hringdum við í fasteigna- salann og fengum að koma sama dag og skoða hana. Það mátti heyra englasöng þegar við gengum inn í íbúðina: hún var jafnvel fullkomnari en við héldum. Áður en við vissum af vorum við búnar að gera tilboð í hana, og viti menn; því var tekið. Við tók sólar- hringur af taugaveiklunarhlátri í bland við mikið stress – og hausverk yfir því hvernig við ættum nú að geta borgað blessaða íbúðina. Við höfðum þó búið í hálft ár í íbúð þar sem við borguðum ekki leigu, og höfðum því náð að skrapa ágætlega saman fyrir innborgun. Eftir að hafa skoðað málin gaumgæfilega fórum við rakleiðis í bank- ann og gerðum okkar besta til að sannfæra þjónustufulltrúann um það að við værum ábyrgar og hæfar til þess að taka lán. Greiðslumat var sett af stað, og við tók bið eftir niður- stöðum í þrjá langa daga. Það er óhætt að segja að svefninn og matmálstímarnir hafi raskast rækilega þessa þrjá daga og var biðin við símann farin að vera óbærileg. Loksins feng- um við að vita að við hefðum staðist greiðslumatið, en þá tók ekki við minna stress. Við þurftum að hella okkur út í stærstu lánasúpu lífs okkar. Okk- ur var ráðlagt að taka blandað lán, auk þess sem við fengum lán vegna fyrstu kaupa hjá bankanum, og skyndilega vorum við búnar að skrifa undir samtals fimm lán. Fimm lán! Til að kóróna þetta allt saman urðum við nú líka að fá okkur kredit- kort með ansi hárri heimild, svo við gætum keypt okkur húsgögn í nýju íbúðina. Nota bene: við erum konur sem hafa aldrei átt kreditkort, né neinar skuldir. Þið getið ímyndað ykkur viðbrigðin. Næstu vikurnar þeyttumst við um bæinn og keyptum hin ýmsu hús- göng á raðgreiðslum. Við erum þó ekki óábyrgari en það að við borg- uðum eins mikið inn á og við gátum, og reyndum að lágmarka skuldirnar. „Þetta er það sem fylgir því að kaupa sína fyrstu íbúð,“ sagði eldra og vitrara fólkið í kringum okkur og við kyngdum því. Ef allt gengur eftir fáum við íbúðina af- henta um helgina, og byrjum að borga af lánunum á sama tíma. Ég veit ekki hvort við höfum gert stærstu mis- tök lífs okkar, eða tekið bestu ákvörðun sem við munum nokkurn tímann taka, en hvort heldur sem er þá erum við hoppandi kátar og teljum niður mín- úturnar þar til við flytjum inn í okkar eigin íbúð. Ef allt fer fjandans til, þá vonum við bara að við fáum skuldaleið- réttingu eftir nokkur ár. Nei, ég segi nú bara svona. »„Þetta er það semfylgir því að kaupa sína fyrstu íbúð,“ sagði eldra og vitrara fólkið í kringum okkur og við kyngdum því. HeimurIngileifar Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is DAGLEGT LÍF 59 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.