Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 63
FRÉTTIR 63Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Þann 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið. Í upphafi skyldi endinn skoða. VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Búast má við að hlýindakafla sem hófst í kringum 1990 fari senn að ljúka og við taki um 30 ára kulda- skeið. Umhleyp- ingar í vetur hafa ekki verið óvenju- legir, að öðru leyti en því að lítið hef- ur borið á norðan- áttum. Þetta er mat Páls Bergþórs- sonar, fv. veð- urstofustjóra, sem enn fylgist mjög vel með tíðarfarinu þó að hann sé kominn á tí- ræðisaldur, verður 92 ára í sumar. Páll segir veturinn að mörgu leyti hafa verið hefðbundinn miðað við undanfarin ár. Suðvestanáttir ríkjandi „Framan af vetri hefur þetta verið hefðbundið og tiltölulega milt og hlýtt allan tímann. Að vísu var kalt í desember en að jafnaði ekki verið ólíkt því tíðarfari sem hefur verið frá aldamótum, sem er hlýjasta tímabil sem hefur komið,“ segir Páll. Hann bendir á að suðvestanáttir hafi verið ríkjandi, stundum með köldu lofti frá Kanada og stundum hlýrra þess á milli. „Það hefur hins vegar ekki verið neitt skemmtilegt útivistarveður. Hafáttinni á Suður- og Vesturlandi hefur fylgt mikil úrkoma, á þessum tíma ýmist slydda eða snjókoma og þá hvasst, og þess á milli útsynningur með éljaveðri. Kalt loft kemur þá frá Kanada sem hlýnar yfir sjónum. Í því myndast hjarðir af skúra- og bólstra- skýjum með éljagangi,“ segir Páll en minnir þó á að milli lægðagangsins hafi komið góðir dagar, líkt og í gær. „Segja má að þetta séu umhleyp- ingar en þó ekki af dæmigerðustu sort þegar vindur kemur af öllum átt- um. Að undanförnu hefur verið held- ur minna um norðanáttir,“ segir Páll og vill ekki meina að veturinn hafi verið sérlega óvenjulegur. „Tímabilið frá aldamótum hefur verið hlýrra en nokkru sinni. Ég er þeirrar skoðunar að það muni fara að kólna. Undanfarin 100 ár hefur þetta gengið í sviptingum. Þá hafa ýmist komið 30 ár tiltölulega hlý og síðan 30 ár nokkuð köld. Við höfum verið með hlýindi síðan um 1990 þannig að það er langt komið þetta hlýja tíma- bil núna. Það er hafísinn sem veldur þessum sveiflum. Í hlýindaskeiðum minnkar hann mikið og það eru ýmis merki um að hann hafi verið einna minnstur fyrir 2-3 árum, og sé held- ur farinn að vaxa aftur. Við getum því reiknað með að veðrið fari kóln- andi á næstu árum. Ofan á þetta allt saman bætist hlýnun jarðar sem stafar af gróðurhúsalofttegundum sem við spýjum út í loftið, sér- staklega koltvísýringi sem veldur hlýindum. Hann gleypir geislun frá sólinni og hindrar að hún hverfi aftur út í geiminn. Þetta hefur í för með sér að hvert hlýindaskeið verður hlýrra en það síðasta og hvert kulda- skeið hlýrra en það síð- asta. Þannig gengur þetta,“ segir Páll Berg- þórsson, sem reiknar með að um miðja þessa öld fari aftur að hlýna verulega á jörð- inni. Kuldaskeið framundan  Páll Bergþórsson segir veturinn að mestu hafa verið hefðbundinn þrátt fyrir umhleypinga  Lítið borið á norðanáttum  Hlýindakafli frá 1990 senn á enda Morgunblaðið/RAX Veðrið Leiðindaveður hefur verið í febrúar. Páll Bergþórsson telur okkur vera á leiðinni inn í 30 ára kuldaskeið. „Þetta hefur verið umhleypinga- samt veður í febrúar og þreyt- andi, eiginlega mjög þreytandi,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur um tíðarfarið í febrúar. Mánuðurinn hefur verið í kaldara lagi og meðalvindhraði á landinu ekki verið meiri síðustu 25 ár. Það sem af er febrúar er meðalhitinn í Reykjavík 0,3 stig- um undir meðaltali áranna 1961- 1990 og 1,7 stigum undir með- altali síðustu 10 ára. Úrkoman hefur verið 50% umfram með- allag og sólskinsstundir fáar. Á Akureyri hefur meðalhitinn verið 1,1 stigi yfir meðaltali ár- anna 1961-1990 og 0,5 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Úrkoman á Akureyri hefur verið 40% umfram meðallag í febrúar. Að sögn Trausta hefur úrkoman á Austfjörðum verið í meðallagi og hlýjast verið þar á landinu í mánuðinum. Trausti segir að mjög litlu muni á meðalvindhraða á land- inu öllu nú og í sama mánuði í fyrra. Í febrúar 2014 hafi verið mun hlýrra og veðurlag öðruvísi, þá hafi tíðin verið verst á Austur- landi, öfugt við árið í ár. „Á heildina litið hefur ekki ver- ið mikill snjór í febrúar, þó oft verið alhvít jörð. Mestur hefur snjórinn verið um miðbik norð- anlands og sums staðar á Vest- fjörðum, annars heldur snjólétt,“ segir Trausti. Hann bendir á að þótt veðrið hafi verið leið- inlegt þá hafi ekki verið af- gerandi illviðri um allt heldur frekar staðbundið. Trausti segir mánuðinn einnig sérstakan að því leyti að fólk hafi orðið að sæta lagi til að komast á milli landshluta, sér í lagi um helgar. Mjög þreyt- andi febrúar UMHLEYPINGAR Trausti Jónsson Páll Bergþórsson Búast má við meinlausu veðri víðast hvar á landinu í dag. Gera má ráð fyrir strekkingi og éljum á Vest- fjörðum og um landið norðanvert. Óvissustig vegna snjóflóða á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum var í gildi í gær. Áfram gilti hættustig vegna snjó- flóða á Patreksfirði og Tálknafirði. Á Veðurstofunni var talið í gær- kvöld að hægt yrði að draga úr við- búnaði á sunnanverðum fjörðunum miðað við veðurspá. Það verður þó metið þegar birtir. Þrettán snjóflóð voru skráð á til- kynningasíðu Veðurstofunnar í gær. Sex þeirra féllu á ýmsum stöð- um í Patreksfirði og tvö í Tálkna- firði. Einnig féllu snjóflóð í Hvammsfjalli nágrenni Hörgárdals, í Ytra-Strengsgili í Siglufirði, á Breiðadal í Önundarfirði og á Rauðasandi. Þá féll snjóflóð í Eld- borgargili á skíðasvæðinu í Bláfjöll- um og var talið að maður á vélsleða hefði komið flóðinu af stað. Líklega verður hægt að draga úr viðbúnaði í dag Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vonast er til þess að hægt verði að aflétta rýmingu húsa á Patreksfirði og Tálknafirði í dag, að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, formanns svæðisstjórnar á Patreksfirði. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með til- kynningum frá yfirvöldum varðandi rýminguna. Veður versnaði aftur á Patreks- firði í gærkvöld og var þar lítið skyggni. Í gær féllu 5-6 snjóflóð á þjóðveginn um Raknadalshlíð. Veg- urinn var ruddur og var mokað yfir Kleifaheiði svo menn kæmust í Bald- ur. Aftur féll snjóflóð á veginn á Raknadalshlíð í gærkvöld. Páll Ágúst Sigurðarson flutninga- bílstjóri festist í ófærð á Kleifaheiði í fyrradag. Hann lét fyrirberast í bíln- um í 14 klukkustundir í vitlausu veðri. „Björgunarsveitin á Barðaströnd kom í kringum miðnættið og sótti mig. Ég gisti á Brjánslæk um nóttina í góðu yfirlæti,“ sagði Páll í gær- kvöld. En hvernig var að vera fastur í bílnum? „Það var ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með olíumiðstöð og inni í lokuðu rými,“ sagði Páll. Kleifaheiðin var mokuð í gær og fékk Páll far með flutningabíl frá Brjánslæk til Patreksfjarðar. Þeir voru að aka Raknadalshlíð, innst í Patreksfirði, laust fyrir klukkan 20.00 í gærkvöld. Þá var aftur orðið vitlaust veður og mjög blint. Þeir urðu að nema staðar vegna snjóflóðs sem fallið hafði yfir veginn. Vega- gerðin sendi hjólaskóflu sem kom og opnaði leið í gegnum flóðið. Ætlunin var að sækja flutningabílinn sem Páll ók upp á Kleifaheiði í dag. Vegum lokað vegna ófærðar Vegunum um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið og Lyngdals- heiði var lokað fyrir allri umferð rétt fyrir kvöldmat í gær. Fyrr í gær höfðu björgunarsveitir verið kallað- ar út til að veita vegfarendum að- stoð. Þá sátu þrír flutningabílar fast- ir í Kömbunum, póstbíll hafði farið út af og margir fólksbílar sátu fastir. Flughálka var í Þrengslunum. Vegurinn um Holtavörðuheiði var líka lokaður um tíma í gær en hann var opnaður undir kvöld. Ófært var yfir Fróðárheiði. Á Vestfjörðum var ófært til Flateyrar og Suðureyrar. Einnig var lokað yfir Hálfdán. Súða- víkurhlíð var lokuð vegna snjóflóða- hættu og eins var Raknadalshlíð í Patreksfirði lokuð fram eftir degi í gær. Þungfært var í Ísafjarðardjúpi og þungfært og stórhríð á Hjalla- hálsi. Annars staðar á landinu var víða hálka og snjóþekja á vegum. Snjóflóð lokuðu leið til Patreksfjarðar  Vonast til að rýmingu íbúðarhúsa verði aflétt í dag Ljósmynd/Páll Ágúst Sigurðsson Raknadalshlíð Snjóflóð féll á veginn í gærkvöld og kom hjólaskófla frá Patreksfirði og stakk í gegnum flóðið svo flutningabíll kæmist leiðar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.