Morgunblaðið - 27.02.2015, Side 67

Morgunblaðið - 27.02.2015, Side 67
FRÉTTIR 67innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Toyota Corolla-bifreið er vinning- urinn í nýju áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins. Bifreiðin verður dregin úr potti með nöfnum áskrif- enda blaðsins 22. apríl næstkom- andi. Morgunblaðið er óvenjulegt í dag, af þessu tilefni, það hefst á baksíðunni og endar á forsíðunni. Raunar lesa margir blaðið þannig enn, af gömlum vana, frá því bak- síðan var forsíða innlendra frétta. Á morgun verður blaðið aftur með venjubundnum hætti. Ánægjulegar viðtökur „Þetta er annar bíllinn sem við gefum í áskrifendahappdrætti í ár. Viðtökur áskrifenda hafa verið mjög ánægjulegar og fyrir okkur er skemmtilegt að geta brugðið svona á leik með áskrifendum og þakkað þeim fyrir viðskiptin. Svo hlökkum við til að afhenda heppn- um áskrifanda þennan glæsilega bíl í apríl,“ segir Haraldur Johann- essen, ritstjóri Morgunblaðsins. Leikurinn með blaðið og happ- drættið er samstarfsverkefni Morgunblaðsins og Toyota á Ís- landi. Toyota fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því fyrsta Toyotan var flutt til lands- ins. Bílar af þessari tegund hafa því verið hér á markaði í hálfa öld. „Við erum líka að fagna því að ár- ið 2014 var 25. árið í röð sem Toyota var mest seldi bíllinn á Ís- landi. Við erum afskaplega þakklát fyrir það og þökkum traustið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýs- ingafulltrúi Toyota á Íslandi. Virðulegur fjölskyldubíll Bíllinn sem einn heppinn áskrif- andi vinnur 22. apríl næstkomandi er af nýjustu kynslóð Toyota Corolla. Hann er að sögn Páls rúmgóður og virðulegur fjöl- skyldubíll af millistærð. Corolla er einn mest seldi bíll í heimi. Yfir 40 milljónir hafa selst frá því fram- leiðslan hófst 1966. Fyrsta Coroll- an kom til Íslands 1970 og hún hef- ur verið með vinsælustu bílum hér og var um árabil mest seldi bíllinn á landinu. Corolla hefur verið merkisberi Toyota á Íslandi í lang- an tíma, ásamt Land Cruiser-jepp- anum. Corolla í happdrætti áskrifenda  Morgunblaðinu snúið við í dag Morgunblaðið/RAX Happdrættisbíll Corolla-bíllinn sem dreginn verður út í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins er í sýningarsal Toyota í Kauptúni. Hjá honum standa sölu- ráðgjafar Toyota, f.v. Gunnar Eggertsson, Garðar Már Garðarsson, Arnar Jónsson og Hlynur Ólafsson. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Miðað við alla rútuumferðina, sem oft er við mjög tvísýnar aðstæður, óttast ég að vont rútuslys geti orðið. Ekki endilega á Þingvöllum heldur einhvers staðar á fjölförnustu leið- unum. Við höfum séð margar rútur skrika út af í vetur á leiðinni frá Reykjavík og að Gullfossi og Geysi. Í mínum huga er það bara spurning hvenær einhver rúllar á hliðina með mögulegum slysum á fólki,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Hann hélt í gær erindi á málþingi Rótarýklúbbs Rangæinga, Farar- heill eða feigðarflan, í Gunnarsholti. Þar var fjallað um öryggi ferða- manna og náttúruvernd. „Til okkar streyma farartæki í öll- um veðrum, hvort heldur rútur, smábílar eða bílaleigujeppar,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Fjöldi ferðamanna sem kemur á veturna er orðinn eins og á góðum sumardegi. Á málþinginu kom fram að sum stór rútufyrirtæki hefðu sent jafn margar rútur með ferðamenn nú í janúar og í ágúst í fyrra.“ Einar sagði að snjómokstur á Þingvöllum hefði kostað 4-6 milljón- ir frá því í nóvember sl. og ekkert lát væri á vetrinum. Margir ferðamenn- irnir kunna ekki að fóta sig í snjó og hálku, detta og jafnvel meiða sig. T.d. þurfti að flytja ferðamann á sjúkrahús í síðustu viku eftir byltu. „Það hefur alltaf verið eitthvað um að ferðamenn týnist á Þingvöll- um,“ sagði Einar. Ferðamenn eru gjarnan settir út á Hakinu og eiga svo að ganga niður Almannagjá til móts við rútuna á Völlunum. Það hefur gerst nánast á hverjum degi síðustu sumur og haust að ferða- menn hafi misst af rútunum sínum. Ósjaldan hafa landverðir og starfs- menn þjóðgarðsins þurft að aðstoða þetta fólk. „Við höfum áhyggjur af því að þetta hefur líka gerst nú í vetrar- veðrunum. Það hefur borið nokkuð mikið á þessu. Fólk hefur jafnvel verið skilið eftir við mjög kaldar og vondar aðstæður,“ sagði Einar. Hann sagði að leiðsögumenn bentu ferðamönnum hvert þeir ættu að ganga. Svo gerði él og þá tapaði fólk áttum og villtist. Þegar örtröðin væri sem mest á fjölsóttum stöðum gætu ferðamenn misst af hópunum sínum og verið skildir eftir. Einar sagði að Þjóðgarðurinn vildi vinna með hópferðaþjónustunni að því að skilgreina verkferla og hvern- ig hægt væri að tryggja að farþegar týndust ekki úr hópunum. „Við vilj- um alls ekki að fólk týnist og verði úti á Þingvöllum. Ferðaþjónustufyr- irtæki koma nú orðið í öllum veðrum á Þingvelli og Gullna hringinn,“ sagði Einar. Hann sagði að í vonda veðrinu í fyrradag hefðu ferðamenn meira að segja verið á Þingvöllum. Stefnt er að því að setja upp veg- vísa og auðkenna bílastæðin á Þing- völlum eftir sérstöku kerfi nú í vor. Vonast er til að það auðveldi ferða- mönnunum að rata um þjóðgarðinn. Óttast slæmt rútuslys og slys á farþegum  Villuráfandi ferðamenn skildir eftir á Þingvöllum Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Þingvellir Mikill straumur ferðamanna hefur verið til Þingvalla þrátt fyrir vetr- arríkið. Ekki kunna allir að fóta sig í hálkunni og hafa sumir fengið byltur. Öryggi ferðamanna » Á málþinginu var m.a. fjallað um eldgos á Suðurlandi og hvernig Almannavarnir bregð- ist við fjölgun ferðamanna. » Þá var og fjallað um hvernig björgunarsveitir geti tekist á við ört vaxandi verkefni, ábyrgð ferðaþjónustunnar og umhverfisáhrif ferðamennsku. Skýrar vísbendingar eru um að lækkun vörugjalda á sykri og sæt- indum, svokölluðum sykurskatti, hafi enn ekki skilað sér að fullu að mati ASÍ, sem hefur greint breyt- ingar á vísitölu neysluverðs, sem birt var í gær. Þá hafa bækur hækkað talsvert undanfarna mán- uði umfram það sem hækkun virð- isaukaskatts gefur tilefni til auk þess sem lítil áhrif sjást af afnámi vörugjalda í verðlagi á bílavara- hlutum og byggingarvörum, skv. fréttaskýringu á vef ASÍ. Bent er á sem dæmi að sæta- brauð og kökur hafa hækkað í verði um 3,9% frá áramótum sem ASÍ segir að sé umfram hækkun á virðisaukaskatti og engin sjáanleg áhrif séu af lækkun á vörugjalda á þessum vörum. „Þá hafa sykur, súkkulaði og sætindi samtals lækkað um 4,8% frá því um ára- mót sem er nokkuð minna en áhrif neysluskattsbreytinganna gefa til- efni til en einkum má rekja það til lítillar lækkunar á súkkulaði og sælgæti. Bækur halda áfram að hækka í febrúar og hafa frá því um ára- mót hækkað um 5,6% sem er tals- vert umfram þau 3,7% sem hækk- un á virðisaukaskatti gefur tilefni til.“ »33 Lækkun gjalda ekki skilað sér að fullu  ASÍ gagnrýnir verðlagsbreytingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.