Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 2
Hvernig er tilfinningin að vera við það að slútta Mið-Íslandi? Við erum bara alls ekki að slútta! Sýningarnar í Leikhúskjall- aranum eru búnar en við erum að fara á Akranes 1. maí, Þor- lákshöfn 6. maí, Akureyri 8. maí, Reykjanesbæ 13. maí og Bol- ungarvík 15. maí og svo munu fleiri staðir bætast við jafnt og þétt út árið. Við getum ekki hver án annars verið og stefnum á að búa aftur til glænýja sýningu í Kjallaranum á næsta ári, líkt og við höfum gert árlega í nokkur ár. Hvort eru Íslendingar eða Danir fyndnari? Það fer örugglega eftir því hvort málið maður talar betur. Danir eru ógeðslega fyndnir þegar þeir taka sig til og miklir meistarar í kaldhæðni. Og það virðist vera mjög hár sársaukaþröskuldur í dönsku gríni; margt af því sem maður hefur séð í Klovn er á heims- mælikvarða hvað ósmekklegheit/snilld varðar. En verð ég ekki að segja að Íslendingar séu fyndnari? Halda með heimaliðinu? Er mikill munur á að skemmta á skjánum eða í leikhúsi? Að skemmta í leikhúsi er eins og að opna kampavínsflösku á skemmti- ferðaskipi. Að skemmta á skjánum er eins og að skjóta upp neyðarblysi í björgunarbát. Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki uppistandari? Ætli ég væri ekki bara að gera það sama og fyrir það: flugþjónn á sumrin og auglýsingagerðarmaður á veturna. Nú ert þú tiltölulega nýbúinn að eignast dóttur, er hún jafnfyndin og þú? Hún er miklu fyndnari. Syngur Prumpulagið allan daginn og breytir text- anum jafnóðum og bætir helstu fjölskyldumeðlimum inn í hann og skellihlær. Og hún er mjög hæfileikarík: við erum mikið að hlusta á gamlar barnaplötur á vínyl og hún er búin að læra algjörlega á plötuspilarann og kann að leggja plötuna á, setja niður nálina, kveikja á mótornum og stilla hraðann; alveg sjálf. Hún er líka með mixerinn á hreinu og kann meira að segja aðeins að skratsa! Ég fullyrði að fá 20 mánaða gömul börn hafi náð svona miklu valdi á Technics SL-1210-plötuspilara! ARI ELDJÁRN SITUR FYRIR SVÖRUM Já, við ætlum að fara í viku í sumarhús á Jót- landi með stórfjölskyldunni. Ásta Sylvía Rönning og Nils Hafsteinn Zimsen. Það er í vinnslu. Við höfum hugsað okkur að fara austur á Norðfjörð í nokkrar vikur í sumar og ferðast um Austurland. Ósk Gunnlaugsdóttir. Já, ég ætla að fara til Tenerife í lok sumars. Þangað til ætla ég að vinna í fiski og safna peningum. Signý Rúnarsdóttir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR ERTU BÚIN(N) AÐ SKIPULEGGJA SUMARFRÍIÐ? Já, að hluta. Ég ætla að fara í nokkurra daga hestaferð frá Akureyri í Þingeyjarsýslur. Og svo ætla ég að fara með barnabörnin í ferða- lag á bíl okkar sem er með camper-húsi. Björn J. Jónsson. Morgunblaðið/Eggert Sólveig Simha frönskukennari segir það að læra nýtt tungumál veita í leiðinni nýja sýn á heiminn. Hún fór með hóp nemenda sinna úr frönskuvali í 9. og 10. bekk Háaleitisskóla í Parísarferð í vor þar sem nemend- urnir spreyttu sig á málinu. Fjölskyldan 16 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Golli Ný rannsókn gefur vísbend- ingar um að gangsetningar hjá barnshafandi konum sem komnar eru yfir setta dagsetn- ingu gætu verið óráð. Auk þess bendir margt til þess að upplýsingar um vitsmuni og þroska megi finna í fæðingar- þyngd. Heilsa 24 Hildur Sumarliðadóttir er hönnuðurinn á bak við fylgihlutalínuna Dark Mood sem unnin er úr leður- og gúmmíólum. Hildur segir hugmyndina á bak við lín- una þá að hana langaði að hanna fylgihluti sem hægt væri að bera án þess að verða væm- inn. Tíska 43 Það getur verið snúið að setjast undir stýri í Bretlandi enda um- ferðin þar „röngum megin“. Þá er gott að þekkja ákveðnar breskar götumerkingar og með nokkur ráð í vasanum ætti dæmið að ganga upp. Ferðalög 20 Ari Eldjárn uppistandari hefur skemmt landsmönnum um nokkurt skeið ásamt félögum sínum í Mið-Íslandi. Mið-Ísland er nú á ferð um landið og mun skemmta landsbyggðinni næstu mánuði. Ari kynnti, ásamt Braga Valdimar Skúlasyni og Guðmundi Pálssyni, nýja íslenska gamanþáttatöð, Drekasvæðið, sem frumsýnd var á Rúv á föstudag. Getum ekki hver án annars verið Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.