Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 4
* Íslenska heilbrigðiskerfið getur í dag ekki boðiðkrabbameinssjúklingum hér heima upp á samskonarkosti og nágrannaþjóðirnar og það hefur snarbreyst.ÞjóðmálJÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Gæti skipt heimsbyggðina máli Sigurður Yngvi Kristinsson,einn yngsti maður hérlendistil að verða prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er í framvarðasveit á heimsvísu í far- aldsfræði blóðsjúkdóma. Í vikunni hlaut hann verðlaun úr verðlauna- sjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem námu 3,5 milljónum króna og eru það einhver stærstu verðlaun sem veitt eru til einstakra vísindamanna hérlendis. Sigurður Yngvi hefur verið að vinna að merkilegum rannsóknum síðustu árin tengdum blóðkrabbameinum og í startholunum hjá honum er að koma í framkvæmd tímamótaskim- un á Íslendingum, 50 ára og eldri, fyrir forstigi mergæxlis. „Já, það er gríðarlega þýðing- armikið að fá þessi verðlaun. Bæði er þetta með hæstu verðlaunum sem einstaka vísindamenn geta fengið frá íslenskum sjóðum og svo er þetta hvatning og viðurkenning á því að við séum að sinna mik- ilvægum rannsóknum og getum haldið því áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Verðlaunasjóðurinn var stofnaður af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni en þeir voru báð- ir yfirlæknar á Landspítalanum og prófessorar við Háskóla Íslands. Fimm tilnefningar bárust en Sig- urður Yngvi hefur hlotið fjölda við- urkenninga og styrkja í gegnum tíðina og hefur byggt upp sterkt rannsóknateymi við Háskóla Ís- lands og Landspítala. Sigurður Yngvi lauk sérnámi í lyflækningum og blóðsjúkdómafræði við Karol- inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi árið 2006 og doktorsprófi í blóð- sjúkdómafræði árið 2009 og hefur frami hans þótt skjótur í vís- indaheiminum. Eftir að hann varði doktorsritgerðina hefur hann birt niðurstöður fjölda rannsókna og liggja eftir hann á 9. tug vís- indagreina í virtum tímaritum. Hafa þær að mestu leyti snúist um faraldsfræði blóð- og merg- sjúkdóma. „Einhver sagði mér þegar ég var um sex ára að það að vera læknir væri rosalega sniðugt starf og þá bara ákvað ég það, það var nú eng- inn læknir í fjölskyldunni eða neitt en ég sé ekki eftir því. Þetta er mjög skemmtilegt starf og sér- staklega þegar maður getur haft það þannig að stunda rannsóknir og hitta sjúklinga í bland.“ Viðkvæmari bein fólks með forstigið Sigurður Yngvi hefur helgað sig rannsóknum á sjaldgæfu krabba- meini, mergæxli, en forstig þess er hins vegar algengt. Þannig eru um 3-5% fólks yfir fimmtugt með for- stigið en aðeins lítill hluti þeirra þróar með sér krabbamein. En það er þetta forstig og að prófað sé að skima fyrir því hérlendis sem er Sigurði Yngva hugleikið. „Tilvist þessa forstigs er vel þekkt og úti í Svíþjóð bjuggum við til gagnagrunn með þeim ein- staklingum sem forstigið hafði fundist hjá, alls yfir 5.000 manna hóp. Við höfum notað þessi gögn sem módel til að skilja betur mer- gæxli og fylgikvilla þess. Við höfum meðal annars getað sýnt fram á tíðari sýkingar, viðkvæmari bein þannig að fólki hættir frekar til að brjóta sig, fólk fær frekar blóð- tappa og fleira. Þetta á bæði við um þá sem hafa veikst af krabba- meininu og einnig þá sem eru að- eins með forstigið.“ Það verkefni sem Sigurður Yngvi segist hafa hvað mestan eld- móð fyrir að koma í framkvæmd tengt þessum rannsóknum yrði tímamótaverkefni. „Þetta yrði risavaxið verkefni en það snýst um að rannsaka gildi þess að skima fyrir þessu forstigi mergæxlis hjá íslensku þjóðinni. Sumir vísindamenn halda því fram í dag að maður ætti hreinlega að fara út í að skima heilu þjóðirnar á þann hátt meðan aðrir vilja meina að það sé svo algengt í eldra fólki að maður eigi ekkert að vera að spá í þetta. Það væri mjög áhuga- vert að svara þessari spurningu og svarið gæti fengist með því að skima alla Íslendinga, 50 ára og eldri, sem eru þá hátt í 100.000 manns. Íslenska þjóðin er full- komin stærð til að fá niðurstöður í þessar pælingar. Raunar erum við komin með fjármagn til að gera sjálfa blóðrannsóknina en við erum núna að vinna í því að fá rannsókn- arstyrki í verkefnið. Rannsóknin yrði gríðarlega umfangsmikil, bæði varðandi skipulag, gagnaöflun, úr- vinnslu og svo framvegis. Það er þetta sem er svo gefandi við rann- sóknarvinnu, að fá í samvinnu við aðra hugmyndir sem geta af sér nýja þekkingu og geta skipt sköp- um fyrir sjúklinga og meðferð þeirra.“ Sigurður Yngvi segir að þá tækju við margra ára áframhald- andi rannsókn til að sjá hvaða áhrif það hefur á heila þjóð að skima fyrir þessu á forstigi. Bylting í batahorfum Rannsóknarhópur Sigurðar Yngva samanstendur af 6 doktorsnemum, sumir í Svíþjóð og aðrir við Há- skóla Íslands, og tveir dokt- orsnemar bætast fljótlega í hópinn. „Bæði erum við að vinna áfram með þessi sænsku gögn en erum einnig að viða að okkur nýjum gögnum hér á Íslandi og halda áfram með rannsóknir sem byggja á fyrri niðurstöðum okkar. Gagna- bankinn úti inniheldur mjög dýr- mætar og einstakar upplýsingar sem hægt er að nota til að kort- leggja sjúklingana og ekki aðeins þá heldur höfum við líka upplýs- ingar um heilsufar ættingja sjúk- linganna,“ segir Sigurður Yngvi sem er þannig í raun með aðgang að upplýsingum um stóran hluta af sænsku þjóðinni sem hægt er að nota til að svara mikilvægum spurningum. Bæði um mergæxli en einnig tengd krabbamein. En skimunin hér heima myndi skipta alla heimsbyggðina máli. „Við gætum vonandi svarað því hvort það borgi sig í framhaldinu að gera slíka skimun í öðrum lönd- um. Þrátt fyrir að mergæxli sé ólæknanlegt krabbamein í dag þá eru annað hvert ár að koma lyf með nýja verkunarmáta á mark- aðinn sem virka vel á sjúkdóminn þannig að vonandi, meðan við vær- um að safna í sarpinn og greina forstig þessara sjúkdóma, þá yrði fjöldi nýrra lyfja kominn á markað sem við höfum ekki aðgang að í dag og hægt yrði að gefa þeim sem við hefðum fylgst með og hefðu þróað með sér krabbameinið fyrr en ella.“ Blóðkrabbamein eru margskonar en algjör bylting hefur orðið á síð- ustu árum varðandi batahorfur. Sigurður Yngvi segir að ólíkt mörgum öðrum krabbameinum séu blóðkrabbamein með lítt þekkta áhættuþætti. Rannsóknarhópur Sigurðar Yngva hefur þó meðal annars sýnt fram á ákveðna ætt- lægni vissra sjúkdóma. Engu að síður, þótt ættingjar þeirra sem veikst hafa af blóðkrabbameini séu líklegri til að veikjast en þeir sem hafa slíka sjúkdóma ekki í ættinni, þá er það alls ekki líklegt, tekur Sigurður Yngvi fram. „Fólk með þessi alvarlegu krabbamein lifir lengur í dag og líður betur því nýju lyfin hafa færri aukaverkanir og virka ekki eins og hríðskotabyssa á líkamann heldur þekkja krabbameinsfrumur frá öðr- um frumum líkamans. Það er ekki svo langt síðan lífslíkur þeirra sem fengu blóðkrabbamein voru ekki nema 2-3 ár en nú geta þær stund- um verið jafn góðar og þeirra sem eru ekki með krabbamein. Íslenska heilbrigðiskerfið getur í dag ekki boðið krabbameinssjúkl- ingum hér heima upp á samskonar kosti og nágrannaþjóðirnar og það hefur snarbreyst á allra síðustu ár- um. Við vorum með sama framboð af lyfjum en erum það ekki í dag og Ísland er orðið eftirbátur ná- grannaríkjanna að því leyti. Það eru aðallega ný og dýr lyf sem geta oft lengt líf sjúklinga um kannski ½-1 ár og bjóðast ekki hér. Það er dýrmætur tími og við þurf- um að velta því fyrir okkur hvort við viljum virkilega hafa þetta svona.“ „Þetta yrði risavaxið verkefni en það snýst um að rannsaka gildi þess að skima fyrir þessu forstigi mergæxlis hjá íslensku þjóðinni,“ segir Sigurður Yngvi Kristinsson. Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR YNGVI KRISTINSSON ER EINN FREMSTI SÉRFRÆÐINGUR Í FARALDSFRÆÐI BLÓÐRANNSÓKNA. HANN SEGIR AÐ ÞAÐ AÐ SKIMA ÍSLENDINGA, 50 ÁRA OG ELDRI, FYRIR FORSTIGI MERGÆXLIS GÆTI MARKAÐ TÍMAMÓT FYRIR KRABBAMEINSLÆKNINGAR Á HEIMSVÍSU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.