Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 13
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 aldanna og forn fræði fremur en klið nútímasamfélagsins. En í raun og sann rímar starfið við hvort tveggja. Örnefnasafn Árnastofnunar er mikið að vöxtum og heimildum hefur verið safnað í áratugi. Og frá degi til dags bætist heilmikið við. „Ég fæ á hverjum degi fjölda fyr- irspurna, ábendinga og tillagna frá fólki sem hefur áhuga á því hvaða nöfn landinu eru gefin,“ segir Hall- grímur og nefnir í þessu sambandi nýafstaðið eldgos norðan Vatnajök- uls. Hin almenna niðurstaða í því tilviki er sú að kenna eigi svæðið við Holuhraun, enda er það orðið fólki tungutamt. Þar sem flæðurnar falla „Á tímabili var Nornahraun líka í umræðu. Það nafn var kennt við nornahár, náttúrufyrirbæri sem samanstendur af glerjuðum steind- um sem taka á sig sköpulag hárs en hverfa síðan mjög fljótt. Flæða- hraun hafði líka verið nefnt, eftir örnefninu Flæðum sem falla að Jök- ulsá á Fjöllum.“ Í fyrra Eyjafjallagosinu vorið 2010 mynduðust tvær eldkeilur á Fimmvörðuhálsi. Tillögur að nöfn- um voru alls 150. Sumar tengdust efnahagshruninu og eftirleik þess. Skjaldborg var eitt nafnið en einnig má nefna Útrás, Krepputindur, Skuld, Hrunaborg. Þá var lagt til að keilurnar yrðu jafnvel nefndar eftir forystufólki ríkisstjórnar þessa tíma, það er Jóhanna og Steingrímur. Einnig komu fram nöfn sem vísuðu til jarðhræringanna, svo sem Bjarmafell, Eldsker og Funafell. Niðurstaða ráðherraskipaðrar nefndar varð þó sú að keilurnar skyldu heita Magni og Móði. Um það er góð sátt. Þess má geta að bæði nöfnin eru nú á flugvélum Ice- landair, en þær eru rúmlega 20 og og allar nefndar eftir eldfjöllum. Ný örnefnalög voru samþykkt á Alþingi nú á vorþingi. Inntak lag- anna er að nú er frumkvæði um nafngiftir svæða í höndum heima- manna og sveitarfélaga í stað þess að örnefnanefnd ráði för, eins og tíðkast hefur til þessa. Andi lag- anna er jafnframt sá að sögulegt samhengi megi ekki glatast. Mik- ilvægt þykir til dæmis að nöfn ný- býla hafi skírskotun í umhverfi sitt svo og að gömul örnefni fari ekki forgörðum. Oddi ekki Sólvangur „Það er ólíklegt að leyft væri að breyta nafni Odda á Rangárvöllum í Sólvang. Sömuleiðis að ný jörð fái nafnið Brattahlíð ef hún er ein- göngu á sléttlendi. Þá er Hrein- dýratunga nafn sem ekki gengur upp ef jörðin er ekki tunga milli tveggja áa eða ef þar hafa aldrei verið hreindýr. Nöfn þurfa að taka mið af aðstæðum, landslagi, sögu, náttúru og íslensku máli,“ segir Hallgrímur og heldur áfram: „Ég man eftir að fyrir stuttu var nafnið Séniver til skoðunar hér og hjá Landmælingum Ísland og var að síðustu tekið inn í kortagrunn. Þetta er nafn á veiðistað í Skjálf- andafljóti. Það er auðvitað sérstakt, en skýrir sig sjálft. Vissulega má deila um réttmæti þess að taka nöfn af þessum toga inn. Ef raunin er sú að staðurinn gengur undir þessu nafni er þó engin ástæða til að berjast gegn því. Veiðistaðir ganga raunar oft undir skrýtnum nöfnum,“ segir Hallgrímur og bætir við að aukin umsvif í ferðaþjónustu hafi eflt örnefnaáhuga landans. Margir sem vinna að ritun héraðs- rita, ferðabóka, göngubóka eða landakorta af ákveðnum lands- hlutum hafi samband og leiti upp- lýsinga í örnefnaskrám. Því sé bæði satt og rétt sem Tómas Guðmunds- son kvað að landslag væri lítil virði ef það héti ekki neitt. „Nú taka bílaviðgerðirnar, sem eru mitt aðalstarf, aftur við. Reynsla síð- ustu ára sýnir hins vegar að búast megi við að Herjólfur fari aftur að sigla hingað í haust,“ segir Gísli G. Jónsson. Þau Gísli og Anna Að- alheiður Arnardóttir kona hans sjá um afgreiðslu Herjólfs í Þorláks- höfn. Þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun í júlí 2010 var reiknað með að Þorlákshafnarferðir skipsins legðust af. Torsótt hefur þó reynst inn í höfnina á hinni sendnu strönd og hefur verið siglt í hinn gamla áfanga- stað frá því fyrir jól. Nú, eftir sand- dælingu og útgröft, er aftur að opn- ast í Landeyjum, hvaðan er hálftíma sigling yfir sundið til Eyja. Ferðin til og frá Þorlákshöfn tekur hins vegar rétt tæpar þrjár klukkustundir. „Við erum búin að vera í þessu starfi í nokkur ár, eða alveg síðan Eimskip tók við rekstri ferjunnar. Auðvitað mátti reikna með því að starfið okkar legðist af með nýrri höfn, en reyndin varð þó önnur,“ segir Gísli og bætir við að umsvif í Herjólfsútgerðinni séu talsverð. Fjölmenni sé í tveimur ferðum skipsins til og frá Eyjum á dag. Enn fleiri séu um helgar, til dæmis ferða- fólk og íþróttahópar. Þá séu miklir flutningar til dæmis á sjávaraf- urðum frá Eyjum þangað sem aftur eru sendar ýmsar daglegar nauð- synjar til verslana, því margs þarf búið við. ÞORLÁKSHÖFN Ferjufólkið Anna Aðalheiður og Gísli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Starfið lagðist ekki af Herjólfur kemur á stími inn til hafnar. Í málvísindum rétt eins og öðrum fræðigreinum velur fólk hvað sitt fræðisviðið. Um örnefnafræði í þessu sam- bandi segir Hallgrímur að fræðimenn í ýmsum greinum hafi hingað til verið uppteknir af hinum klassísku örnefn- um íslenskra sveita sem vissulega séu fjársjóður. Sjálfur kveðst Hallgrímur hins vegar sérstaklega hafa lagt sig eftir örnefnum í þéttbýli, ungum og óformlegum. Hafi meðal annars kannað gögn um elstu tíð Reykjavíkur sem kaupstaðar og hvernig nöfn urðu til þar. Fróðlegt sé að skoða hvernig dönsk og íslensk nöfn bítast um hylli fólks en Reykjavík var hálfdanskur bær eða meira á tímabili. „Á 20. öldinni verður svo bærinn hálfenskur meðan Bretar og Bandaríkjamenn sitja í hernámi. Þá virðist hafa verið tvöfalt nafnakerfi við lýði að miklu leyti því hermennirnir höfðu sín sérstöku nöfn yfir staði á höf- uðborgarsvæðinu. Meira að segja var gefið út sérstakt kort með þessum nöfnum. Þar heitir t.d. Breiðholt Ar- lington Hill, Arnarnesvogur hét Puffin Bay og Öskjuhlíð hét Howitzer Hill,“ segir Hallgrímur. „Svo hef ég líka mikinn áhuga á alþýðuörnefnum. Það eru nöfn sem verða til í ákveðnum hópum og lifa yfirleitt stutt. Þessi nöfn lenda sjaldan á prenti heldur eiga sér bara ákveðinn stað og stund og hverfa svo. Stundum verða þessi nöfn þó viðtekin og lifa áfram. Hallærisplanið gæti verið dæmi um þetta og líka uppnefnið Næpan á Landshöfð- ingjahúsinu í Þingholtunum.“ ÖSKJUHLÍÐ Howitzer Hill sögðu hermenn Stiklað við stríðsminjar í Öskjuhlíð. Neðanjarðarstjórn- stöð sem breski herinn lét reisa sést á þessari mynd. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þegar eldgosið í Holuhrauni hófst í ágúst á sl. ári hófust bollaleggingar um nafn á hrauninu nýja. Sumar hug- myndir í því sambandi voru kannski öðru fremur dæg- urflugur; settar fram með vísan til málefna líðandi stundar. Sumar voru þó innistæðumeiri. Umræðan á samfélagsmiðlum er oft lífleg og sýnir hve hvað fólkið í landinu er að skrafa um í líðandi stundu. Stundum er talað um pólitík, íþróttir eða fréttir líðandi stundu. En stundum líka örnefniÁ facebooksíðu Mbl.is var í eldgosinu kallað eftir hugmyndum og komu margar þar fram og með vísan til þess að gosið mátti rekja til kvikustreymis úr Bárðarbungu var Bárðarbreiða ein til- lagan. Aðrir nefndu Sléttuhraun, Litlahraun og jafnvel Urðarhraun en það síðarnefnda vísar til norrænnar goðafræði. Óvissuhraun, Vafahraun og Sandglæður voru einnig tillögur sem komu fram. Nokkrir vildu að hraunið yrði nefnt Ómarshraun eftir Ómari Ragnarssyni frétta- manni. Enn aðrir höfðu jarðfræðinginn Magnús Tuma Guðmundsson í huga og sögðu Tumahraun nafn við hæfi. Nafninu Þorleifshraun var einnig slegið upp og þar vísað til annars jarðvísindamanns, Þorleifs Einarssonar, sem látinn er fyrir margt löngu. HOLUHRAUN Sandglæður og Bárðarbreiða Jarðfræðingurinn Magnús Tumi gefur örnefnasmiðum inn- blástur, enda jafnan í fréttum af eldgosum og umbrotum. Morgunblaðið/RAX Ekki verða breytingar á rekstri bankaútibúa á Breiðdalsvík og Djúpavogi en Landsbankinn yfirtók nýlega Sparisjóð Vestmannaeyja sem þar var með afgreiðslu. Starfsstöð sem var á Höfn er lokað. Djúpivogur Þrjár konur, allar fv. sveitarstjórar, hafa stofnað ráðgjafarfyr- irtæki fyrir sveitarfélög. Þetta eru Eyrún I. Sigþórsdóttir frá Tálknafirði, Guðný Sverrisdóttir á Grenivík og Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík þar sem höfuðstöðvarnar eru. Dalvík Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.