Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 N ei, ert þetta þú vin- ur. Ég hélt að þú tækir bara myndir af ísbjörnum,“ segir Tryggvi Ólafsson þegar Ragnar Axelsson vindur sér inn úr dyrunum í Galleríi Fold þetta síðdegi. Ragnar skellir upp úr og áréttar að hann myndi annað veifið mannfólk líka – alla vega ennþá – og það sé sannur heiður að fá að mynda Tryggva. „Heiðurinn er al- farið minn,“ segir Tryggvi. „Hann tekur stórkostlegar ljósmyndir þessi drengur.“ Tilefni heimsóknar okkar Ragn- ars í galleríið er opnun á sýningu á nýjum grafíkmyndum eftir Tryggva, Jarðnesk ljós, en hún er nú opin al- menningi. Tveir dagar eru í opnun þegar okkur ber að garði og Tryggvi er að sjá sýninguna í fyrsta sinn sjálfur. „Ég hef hengt upp hundrað sýningar um dagana en læt aðra um það núna. Hér hefur tekist ljómandi vel til,“ segir hann og horf- ir yfir salinn. „Annars er orðið svo mikið til af sýningarstjórum að hægt væri að fóðra svín með þeim.“ Hann glottir. Lækkandi verð á hunda- fóðri úr íslenskum hvölum Talið berst að rausnarlegu framlagi Tryggva til myndlistaruppeldis þjóðarinnar en hann gaf nýlega 220 myndir eftir sig í alla leik- og grunnskóla í Reykjavík. Spurður hvernig það hafi komið til svarar Tryggvi: „Mér datt þetta í hug í vor eftir að hafa dreymt draum úr barna- skólanum á Norðfirði. Svo heyrði ég að HB Grandi vildi jafnvel gefa skólunum eina eða tvær myndir á hvern skóla. En svo varð ekkert úr því vegna þess að stelpurnar í frystihúsunum komu með svo geig- vænlegar launakröfur og einnig mun vera lækkandi verð í Japan á hundafóðri úr íslenskum hvölum.“ Hann þagnar stutta stund. „Svo er auðvitað í mörg horn að líta í svona kompaníi, þarna eru nokkrir kontórbesefar sem þiggja skitnar fimm hundruð þúsund krón- ur fyrir að sitja fund mánaðarlega. Ekki eru þeir aflögufærir blessaðir. Geta ekki verið að gefa einhverjum krakkakvikindum í skólum út um holt og hóla í nágrenni Reykjavíkur einhverjar myndir. Þannig að þetta endaði á því að ég gaf skólunum þetta sjálfur enda erum við mál- ararnir sterkefnuð stétt eins og allir vita.“ Einmitt það. Spurður um kjarabaráttu fisk- verkafólks og annarra láglauna- manna segir Tryggvi: „Það er við ramman reip að draga. Sjáðu bara vini mína í HB Granda. Þeir eru nýbúnir að borga sér milljónaarð og stelpurnar eru að biðja um 3%. Ég stend með stelpunum enda gamall flakari frá Norðfirði. Þar kunnu menn til verka, ekki síst Jón Jónasson, sem gat flakað fisk í einu handtaki. Það er ákveðin list. Hann er löngu dáinn, blessaður.“ „Svindl“ en ekki „hrun“ Hann heldur áfram. „Mér skilst að forsætisráðherrann okkar hafi verið spurður um það á einhverri morgunbylgjunni hvort hann gæti framfleytt sér á lægstu laununum. Sennilega ekki, mun hann hafa svarað, en bætti svo við: En það er ekki málið.“ Hann hristir höfuðið. Tryggvi notar orðið hræðilegt um kjaradeilurnar sem nú standa yfir. „Málið er að nóg er til af peningum í landinu. Nóg til að bjarga spít- alanum. Það er bara ekki gert. Kom ekki fram í einhverri skýrslu að 27% af þjóðinni ættu alla peningana í landinu? Hinir eru bara vinnudýr. Þú getur ímyndað þér hvar ég stend. Íslendingar hafa lengi lifað á því að plokka hver annan. Hér áður býsnuðust þeir yfir Dönum en eru svo helmingi verri sjálfir. Menn tala um „hrun“ en það ætti auðvitað að heita „svindl“. Svo var þetta gert með stuðningi forsetans. Erum við þá ekki komin út í svolítinn ban- ana?“ Þegar Tryggvi flutti hingað eftir „svindlið“ mikla 2008 þá virtust allir hér á landi heimsfrægir sem kunnu þrjá hljóma á gítar. „Það var nú eins og að fá vatn fyrir vín miðað við það besta í djassinum í Dan- mörku. Ég hugsaði með mér: Óskaplega hefur hann eignast marga afkomendur hann Garðar Hólm. Ég hef mikið gaman af að tala við rithöfundana. Þeir koma hér í kaffi nokkrir. En ég sakna alltaf Thors, Ása í Bæ og fleiri skemmti- legra manna. Mér líst afar vel á að Einar Már sé að endurskoða Jör- und.“ Tryggvi er kominn á áttræðis- aldur en slær hvergi af í listinni. „Ég er fæddur með einhverja myndadellu sem rját- last bara ekki af mér. Þörfin til að búa til myndir ætlar að end- ast mér alla ævi. Ég safna ennþá ferðapés- um og gömlum frí- merkjum. Þetta er verðlaust drasl en seg- ir mér eitthvað. Eitt af mínum mottóum í líf- inu er: Láttu það í friði sem lætur þig í friði. Sumir hlutir láta mig ekki í friði og ég hef fundið út með aldrinum að mér er alveg sama hvort myndir eru gamlar eða nýjar ef þær segja mér eitthvað. Að búa til mynd er spurn- ing um: Hvað vil ég segja og hvern- ig vil ég segja það. Það útheimtir hugsun í formi.“ Þegar hann var strákur komst Tryggvi í bækur hjá föður sínum, bækur sem hann keypti á ýmsum tungumálum. „Þar sá ég alls kyns myndlist. Ekki var henni fyrir að fara í skólanum heima á Norðfirði. Þar voru engar myndir, ekki einu sinni af Stalín.“ Hann brosir. Tólf ár eru síðan Tryggvi kom síðast austur. Það var þegar safn, sem tileinkað er honum, var opnað 2003. Það vex og dafnar, býr að yfir þrjú hundruð myndum í dag. Vinnur á nóttunni Spurt er um myndlistina sem slíka. „Aðalkosturinn við mynd er sá að hún stendur kyrr, sagði Picasso, og Sigurjón Ólafsson hafði sitthvað til síns máls þegar hann talaði um að sjónvarpið myndi eyðileggja mynd- minni fólks. Annars er ég ekki að prédika, prestarnir sjá um það. Ég kem bara úr slorinu fyrir austan.“ Spurður um afköst kveðst Tryggvi að jafnaði ljúka við eina mynd á mánuði. „Ég hef alltaf verið dálítið vinnusamur. Í seinni tíð er ég farinn að vinna meira á nóttunni. Þá er svo gott næði. Sé sjónvarps- fréttir en sef svo til lágnættis. Vinn síðan fram til fimm á morgnana. Legg mig þá fram undir hádegi. Þá fer ég í líkamsþjálfun til klukkan tvö. Vinn svo fram að kvöldmat. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegast og drýgst að vinna hratt og skil ekki menn sem eru sex mánuði með eina mynd. Ég verð að komast áfram. Raunar fæ ég martraðir ef ég get ekki unnið. Dreymir að ég sé berfættur og bláfátækur úti í Kaup- mannahöfn. Líklega er þetta ástríðan.“ Hann er ekki í neinum vafa um hvaðan orkan kemur. „Orkan sem drífur mig áfram er þessi takmarka- lausa móðurást sem ég fékk sem barn á Norðfirði. Ég missti móður mína sautján ára en hef hugsað um hana á hverjum einasta degi síðan. Ég hef lent í ýmiskonar mótbyr, við hjónin höfum til dæmis bæði slasast og vorum fátæk í byrjun. Ég hef komist í gegnum það og þakka það umfram allt móðurástinni sem alltaf hefur fylgt mér. Hún hefur hvatt mig til góðra verka. Verið mér and- leg olíutunna. Það býr óskaplegur kraftur í mannlegum vilja.“ Algyðistrú og rómantík Myndirnar á sýningunni vísa hingað og þangað en Tryggvi segir verk sín alltaf fjalla um það sama – lífið og tilveruna. „Allir hlutir hanga saman í þessu lífi. Gróður jarðarinnar, ást- in og lífið. Það er minn grundvöllur. Ég er algyðistrúarmaður og hef mikla trú á speki Aristótelesar. Hann þekkti enga hormóna en skildi það samt allt. Það er ótrúlegt hvað hann skildi sá maður.“ Hann kveðst líka vera róman- tíker. „Mér líkar vel að skoða hluti og hlusta á tónlist, mest djass en það er heldur ekki dónalegt að heyra sellósvítur Bachs. Það er ekki síst spuninn sem heillar mig. Ferðin á laglínunni er að einhverju leyti sú sama og í málverkinu. Margir af þessum djassistum eru snillingar og það fer í sálina á mér. Mikið er það fallegt.“ Að hans áliti kemur innblástur bara úr vinnunni. „Maður byrjar bara að mála og þá fer eitthvert ferli í gang. Það er einmitt svo spennandi. Annað mottó mitt í lífinu hef ég fengið frá dönskum grínista, Storm Petersen: Ef ég stranda þá held ég ótrauður áfram. Á Íslandi hafa menn lengi sagt: Þeir fiska sem róa. Ef ég fæ einhvern ódrátt á færið fer það bara í bréfakörfuna. Síðan þarf maður bara að eiga konu og kaffisopa. Áður var það kona og rauðvín en það hefur fjarað út. Það er heldur ekki verra að eiga kött. Öll spenna líður úr manni þegar maður klappar ketti.“ Hann segir sterkt samband milli fegurðarskynsins og miðpunkts lífs- ins – konunnar. „Venjulegur karl- maður á bara þrjú augnablik; fæð- inguna, konuna og dauðann.“ Ein myndin á sýningunni ber heitið „Sumar“. Spurður um sum- arið segir Tryggvi að sér lítist ekk- ert á það eins og er. Yngri sonur hans hefur sagt að samkvæmt fær- eyskum og norskum spám verði kalt sumar. Enn og aftur. Stúdíuferð til Ítalíu Til að tryggja sér örugglega ein- hvern yl heldur Tryggvi sem leið liggur til Ítalíu um miðjan maí og Það býr óskap- legur kraftur í mannlegum vilja Í GALLERÍI FOLD HEFUR VERIÐ OPNUÐ SÝNING Á 23 NÝJUM MYNDUM EFTIR TRYGGVA ÓLAFSSON LISTMÁLARA. HANN KVEÐST FÆDDUR MEÐ MYNDADELLU SEM ÆTLAR AÐ ENDAST HONUM ALLA ÆVI OG HEFUR ALLTAF VERIÐ VINNUSAMUR. FALLI HONUM VERK ÚR HENDI FÆR HANN MARTRAÐIR. ÞÁ ER TRYGGVI NÝBÚINN AÐ GEFA SKÓLUM KYNSTRIN ÖLL AF MYNDUM EFTIR SIG – TÓK ÞAR ÓMAKIÐ AF HB GRANDA. EÐA ÞANNIG. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Allir hlut-ir hangasaman í þessu lífi. Gróður jarðarinnar, ástin og lífið. Það er minn grundvöllur. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.