Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 17
Litríkt götulíf er eitt af því sem einkennir París. Poulain. Það var gaman að fá hana að segja sögur,“ segir Sól- veig, sem sjálf þekkir París vel en hún ólst þar upp. Hún segir svona ferð mjög námshvetjandi. „Fyrir mér er þetta bara byrjunin á frönskunni hjá þeim. Ég segi þeim um tungu- málið; þetta er fjársjóður sem enginn getur tekið af ykkur. Þið verðið aldrei týnd í heiminum ef þið getið haft samskipti við annað fólk. Það getur allt gerst, komið annað bankahrun, en þetta verður ekki tekið af ykkur.“ Ólíkt uppeldi Tenging Íslands og Frakklands er sterk þótt landið standi ekki eins nálægt Íslandi og til dæmis hinar norrænu þjóðirnar. „Það sem mér finnst frábært er að Íslendingar hafa mjög jákvæða ímynd af Frakklandi, jákvæða ímynd um franska tungu, menningu og mat. Tengslin eru mikil en það er líka margt sem er ólíkt. Krakkarnir sáu til dæmis þegar þau heimsóttu franska skólann að uppeldið er allt öðruvísi en á Íslandi. Það hefur sína styrkleika og veikleika. Þau læra líka að það er til einhver millileið, það er ekki allt svart eða hvítt. Það eru mismunandi leiðir til að takast á við hlutina og tungumál gefur aðra sýn á heim- inn.“ Krakkarnir voru duglegir að safna fyrir ferðinni en ennfremur fékk einn nemandi styrk frá Alli- ance Française svo enginn þyrfti að sitja eftir heima. „Ferðin var þeirra hugmynd,“ segir Sólveig en mikil lukka ríkir innan hópsins um hversu vel tókst til. „Núna er bara spurning hvaða annað frönskumælandi land við getum heimsótt á næsta ári!“ Krakkarnir fengu vorið beint í æð í fallegum görðum Parísarborgar. Það er ómissandi að sjá Eiffel-turninn.Afgreiðslufólki gekk ágætlega að skilja pantanir krakkanna. * Ég segi þeimum tungumálið;þetta er fjársjóður sem enginn getur tekið af ykkur. Þið verðið aldrei týnd í heiminum ef þið get- ið haft samskipti við annað fólk. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar inni- hurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! 3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Endilega fylgist með síðunni Færni til framtíðar á Facebook til að fá hugmyndir að leik og samveru með fjölskyldunni. Þar er til dæmis minnt á að fara með liti og blöð út og teikna það sem fyrir augu ber eða taka myndir og teikna viðfangsefnin þegar heim er komið. Teiknum saman * Ég lét skólagöngu aldrei truflamenntun mína. Mark Twain Valgerður Guðnadótt- ir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson verða með tónleika fyrir alla fjölskylduna í Salnum laugardaginn 2. maí klukkan 13. Þau syngja þekkt lög úr teiknimyndum sem hafa glatt unga sem aldna síðustu ár og áratugi. Gestir mega búast við að heyra lög á borð við „Hakúna Matata“ úr Konungi ljónanna, „Apalagið“ og „Bare Necessities“ úr Skóg- arlífi, „Leið hann heim“ úr Vesaling- unum, „Do-re-mi“ úr Söngvaseið, „Við höldum vörð“ og „Eitt stökk“ úr Aladdín og „Vinur minn“ úr Leikfangasögu. Nánari upplýsingar er að finna á Salurinn.is en þar er einnig hægt að hlusta á upptökubrot frá fyrri tónleikum. FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Í SALNUM Stuðlagið „Hakuna Ma- tata“ er eitt þeirra sem heyrast á tónleikunum. Lögin úr teiknimyndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.