Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/Eggert *Það hafa allir gott af því að ferðast.Skreppa í styttra eða lengra frí út fyrirlandsteinana og skoða nýtt umhverfi. Rann-sóknir hafa sýnt fram á það að ferðalög hafijákvæð áhrif á þá sem þjást af þunglyndi.Auk þess hefur verið sýnt fram á að stressog áhyggjur minnki gríðarlega á aðeins fyrsta eða öðrum degi hjá fólki sem fer í gott ferðalag. Ferðalög allra meina bót H inn eini sanni Bjarni Felixson hefur í gegn- um tíðina lýst gríðar- lega mörgum heims- bikarmótum í alpagreinum sem fram hafa farið í Garmisch- Partenkirchen. Það er óhætt að segja að íþróttafréttamaðurinn kunni á RÚV hafi komið skíða- svæðinu í þýsku Ölpunum inn í orðaforða Íslendinga á árum áð- ur. Sem skíðaparadís er Garm- isch-Partenkirchen vel þekkt en þar leynist líka frábær golfvöllur sem Golf á Íslandi heimsótti í sumar. Umhverfið í Garmisch- Partenkirchen í Bæjaralandi er stórkostlegt. Fjallasýnin er ein- stök, þar sem á fimmta hundrað tindar gnæfa yfir bænum og hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze, stendur þar hæst í 2.962 m yfir sjávarmáli. Í raun koma fleiri ferðamenn til Garmisch- Partenkirchen yfir sumartímann en vetrartímann – því skíða- tímabilið stendur frekar stutt yf- ir. Fyrir þá sem hafa áhuga á úti- vist er allt fyrir hendi í Garm- isch-Partenkirchen. Hægt er að róa á kjak í Loisach-ánni, sem er straumhörð og því mikil áskorun. Endalausir möguleikar eru á gönguleiðum um þýsku Alpana og hjólreiðaleiðir eru fjölbreyttar. Vinsælasta gönguleiðin á Garm- isch-Partenkirchen-svæðinu er upp að Kóngshúsi í Schachen. Fallhlífarstökk er einnig vinsælt þar um slóðir. Í bænum Garmisch-Parten- kirchen búa tæplega 30.000 manns en bærinn er hlýr og skemmtilegur – en tilkomumikil málverk eru á framhlið margra húsa í miðbænum. Líkt og í mörgum öðrum bæjum í Bæjara- landi eru matsölustaðir í hæsta gæðaflokki víðs vegar í Garm- isch-Partenkirchen og ætti enginn að verða svikinn af þeim kræs- ingum sem eru í boði á fyrsta flokks veitingahúsum. Garmisch-Partenkirchen sótti um að halda vetrarólympíuleikana í nágrannabænum Schönau og München, höfuðborg Bæjara- lands. Vetrarleikarnir fóru fram þar um slóðir árið 1936 en al- þjóðaólympíunefndin úthlutaði leikunum árið 2018 til Pyeong- chang í Suður-Kóreu. Náttúrufegurðin við Garmisch- Partenkirchen er einstök og fyrir útivistarfólk er nánast allt í boði. Þekktir listamenn eru einnig tengdir bænum og má þar nefna tónskáldið Richard Strauss sem bjó í bænum í mörg ár. Hann skrifaði m.a. Alpasinfóníuna og sérstök Strauss-hátíð fer fram í bænum á hverju sumri. Golfvöllurinn í Garmisch- Partenkirchen kom skemmtilega á óvart og ólíkt mörgum völlum sem eru nálægt fjöllum er hann tiltölulega flatur og auðveldur á fæti. Gæði vallarins eru mjög mikil líkt og á flestum völlum Þýskalands – flatirnar stórar og umhirðan fyrsta flokks. Fyrir þá sem eru að leika í fyrsta sinn á Garmisch-Partenkirchen gæti það tekið nokkuð langan tíma að leika völlinn – því það er auðvelt að gleyma sér yfir náttúrufegurðinni. Útsýnið yfir þýsku Alpana er ein- stakt og á mörgum teigstæðum er líkt og kylfingarnir séu hluti af málverki – slík er fegurðin. Margar holur standa upp úr eftir heimsóknina á Garmisch- Partenkirchen. Völlurinn er mun opnari á fyrri hlutanum en því sem á eftir kemur. Á síðari níu holunum „þrengist“ aðeins um valmöguleikana í teighöggunum og þéttur skógur liggur meðfram mörgum brautum. Teigar, brautir og flatir eru í hæsta gæðaflokki og enginn verður svikinn af því að heimsækja völlinn, sem er ein- stakur. Garmisch-Partenkirchen- völlurinn er par 72 og 6.156 m af hvítum teigum, og rétt tæplega 6.000 metrar af gulum teigum, 5.395 m af bláum og 5.222 m af rauðum. Til samanburðar er Grafarholtsvöllur 6.057 m af hvít- um, 5.478 m af gulum og 4.669 m af rauðum. GLÆSILEGUR GOLFVÖLLUR Í SUÐUR-ÞÝSKALANDI Stórkostleg fjallasýn við þýsku Alpana GARMISCH-PARTENKIRCHEN-GOLFVÖLLURINN KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART OG NÁTTÚRUFEGURÐIN ER MIKIL. Sigurður Elvar Þórólfsson Gæði vallarins eru mjög mikil líkt og á flestum völlum Þýskalands – flatirnar stórar og umhirðan fyrsta flokks. Fjallasýnin er einstök, þar sem á fimmta hundrað tindar gnæfa yfir bænum. Ferðalagið Það eru ýmsir möguleikar á að kom- ast til Garmisch Partenkirchen. Ef flogið er til München tekur það um 2 tíma að fara með lest, rútu eða bif- reið frá flugvellinum í München. Vallargjöld Fyrir 18 holur í miðri viku er vall- argjaldið 60 evrur eða um 9.000 kr. en 75 evrur, 11.500 kr. um helgar. Hægt er að kaupa afsláttarkort sem gildir á fimm velli og kostar slíkt kort um 27.000 kr. og er umtalsverður sparnaður að kaupa slíkt kort fyrir þá sem eru að ferðast um Þýskaland. Zugspitsland Það er óhætt að mæla með því að fara með kláfinum upp á hæsta tind Þýskalands, Zugspitsland, sem er í 2.962 metra hæð yfir sjávarmáli. Ferðalagið með kláfinum gæti tekið á fyrir lofthrædda en ferðamátinn er öruggur og gríðarleg upplifun að fara í slíkt farartæki. Það tekur um 15 mínútur að fara upp með kláfinum og á toppnum eru fyrirtaks veitinga- staðir þar sem hægt er að njóta út- sýnisins og gæða sér á góðum veit- ingum og drykkjum. Nánar um golfvöllinn: www.golf- club-garmisch-partenkirchen.de. NÁNARI UPPLÝSINGAR Hæsti tindur Þýskalands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.