Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 25
Lífræn Jurtablanda • Bætir meltinguna • Brýtur niður fitu í fæðunni • Hjálpar gegn brjóstsviða • Dregur úr uppþembu • Vatnslosandi • Virkar fljótt Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem léttir meltinguna 3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Kylfingurinn Rúnar Arnórsson er kempa vikunnar. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en nemur nú sálfræði við University of Minnesota í Bandaríkjunum og leikur golf með golfliði skólans. Hvenær og hvernig kviknaði golfáhugi þinn? Niðri í geymslu voru gamlar kylfur sem bróðir minn hafði notað. Ég fór að leika mér að þessum kylfum og fór síðan á námskeið. Ég var níu ára og hef ekki hætt síðan. Stundaðirðu íþróttir áður en golfið kom til? Ég spilaði fótbolta frá fimm til tólf ára aldurs. Síðan spilaði ég handbotla frá sextán ára til tvítugs. Hvernig kom það til að þú færir til Bandaríkjanna? Ég var búinn að spá lengi hvort ég ætti að fara. Í jan- úar 2014 hafði gamall klúbbfélagi minn sam- band við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að spila fyrir skólann. Hann þekkir þjálfara skólans og það var eitt laust pláss í liðinu. Ég var fljótur að hoppa á þetta boð. Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? Ég vakna milli 5 og 7, er í skólanum frá 9:30 til 12. Fer í ræktina milli 12:30 og 13:30 og jóga einu sinni í viku frá 6 til 7. Æfingar eru alltaf milli 14 og 17. Eft- ir það tekur lærdóm- urinn við. Þarna inn á milli reyni ég að borða. Hversu oft æfirðu? Ég æfi að meðaltali fimm til sex daga vikunnar. Sum- ar vikur er mót, þannig að þá keppi ég í stað þess að æfa. Áttu einhver áhugamál, fyrir utan golfið? Mér finnst rosalega gaman að ferðast en að fara á skíði með fjölskyldunni er uppáhaldsáhugamálið mitt fyrir utan golfið. Leggurðu mikið upp úr heilbrigðu líferni? Ég reyni að passa hvað ég borða og að borða nóg og reglulega. Þar sem dagskráin hjá mér er þétt er stundum erfitt að borða bara hollt en ég reyni eins og ég get. Einnig erum við í líkamsrækt tvisvar til fimm sinnum í viku. Hverju þakkarðu velgengni þína? Ég segist oft vera hálfgert íþróttanörd. Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að stunda íþróttir og að reyna að bæta mig. Þannig að viljinn til að verða betri hefur eflaust fleytt mér langt. Einnig á ég góða að, bæði fjölskyldu og vini, sem hafa stutt við bakið á mér. Það er ómetanlegur stuðn- ingur. Hvert telurðu vera þitt helsta afrek á sviði íþrótta? Ég varð stigameistari á mótaröðinni heima sumarið 2013. Síðan á ég nokkra Íslandsmeistaratitla, bæði ein- staklings og með klúbbnum. Hvaða ráðleggingar hefurðu handa byrjendum í golfi? Þetta er þolinmæðiíþrótt. Það þarf vinnu til að ná árangri en það er þess virði þegar æfingarnar fara að skila sér. Ég segi líka oft að golf sé þannig íþrótt að hvort sem þú talar við mig eða einhvern sem er skemmra á veg kominn, þá eru sömu hlutirnir að valda fólki vandræðum. Síðan er það gamla klisjan, að leggja sig fram við æfingar, æfa meira en aðrir og þora að ná árangri. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar? Tiger Woods og Rory McIlroy eru mínir uppáhaldskylfingar. Þeir hafa báðir verið bestir í heimi í golfi og eru frábærir íþróttamenn. Ég hef einnig alltaf litið upp til Guðjóns Vals Sig- urðssonar handboltamanns. Hann er ótrúlegur afreksmaður og fyrir mér er hann frábær leiðtogi og einstaklingur sem allir ungir íþróttamenn ættu að geta litið upp til. Einnig get ég ekki annað en litið upp til foreldra minna og systkina. Þau eru alltaf til taks, hvort sem er til að fagna sigri eða að komast yfir tap. Hvaða áfanga fagnaðir þú síðast í golfinu? Við í liðinu mínu hér úti enduðum í þriðja sæti í deildinni okkar núna um helgina. Við erum ungt lið og all- ir mjög spenntir fyrir næstu tímabil- um. Hvað er á döfinni? Tímabilið með liðinu mínu er búið núna. Ætli ég taki ekki nokkra daga í frí og undirbúi svo sumarið. Ég byrja að keppa á Íslandi í lok maí. Hvernig sérðu lífið fyrir þér eftir tíu ár? Þetta erfið spurning! Ég er búinn með eitt ár af fjórum hér í Bandaríkj- unum. Markmið mitt þessi fjögur ár er að njóta þess sem ég er að gera. Ég vil klára nám en einnig verða eins góður og ég get í golfi. Ef golfið gengur vel get ég hugsað mér að reyna atvinnumennsku. Vonandi get ég litið til baka og verið sátt- ur við þær ákvarðanir sem ég hef tekið. KEMPA VIKUNNAR RÚNAR ARNÓRSSON Æfir golf í Bandaríkjunum Smáforritið Drugs.com heldur utan um lyf notenda, veitir upplýs- ingar um auka- og milliverkanir lyfja og getur einnig greint óþekktar töflur eftir útliti þeirra. Drugs.com fæst fyrir Android og iOS en kemur að sjálfsögðu ekki í stað ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks. Óþekkt lyf greind til tegunda* Dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefiðfjölskyldu þinni og heiminum öllum erað mínu mati að huga að heilsu þinni. Joyce Meyer Rannsóknum á flestum sviðum vís- inda fleygir ört fram. Meðal þess heitasta á sviði næringar- og lækn- isfræði þessi misserin er áhrif eðli- legrar örveruflóru í meltingarvegi á starfsemi líkamans. Rannsóknir hafa sýnt að breytingar á örveru- flóru músa virðast breyta hegðun þeirra. Vísindamenn við California Institute of Technology (Caltech) gætu nú hafa komist nær ástæðu slíkra atferlisbreytinga. Álitið er að allt að 90% alls serotonins sé fram- leitt í meltingarvegi og að ýmsir al- gengir sjúkdómar geti raskað þeirri framleiðslu, t.d. beinþynning og hjartasjúkdómar. Í rannsókn vís- indamannanna kom fram að mýs án allra örvera í meltingarvegi fram- leiddu allt að 60% minna serotonin í meltingarvegi sínum en mýs sem höfðu eðlilega örveruflóru. Sero- tonin er eitt mikilvægasta tauga- boðefni líkamans og er gjarnan tengt vellíðan og hamingju. Sero- tonin er einnig undirstaða virkni margra algengra geðlyfja og gæti uppgötvun vísindamannanna því haft mikið vægi þegar fram í sækir og bætt virkni slíkra lyfja. Örverur og hamingja Framleiðsla músa á taugaboðefninu serotonini var mæld í rannsókninni. Morgunblaðið/G.Rúnar Maímánuður færir flestum nem- endum landsins miklar annir og er þá hætt við því að hreyfing og hollt mataræði gleymist enda ganga ein- kunnirnar oft fyrir. Engin ástæða er þó til að láta heilsusamlega lifn- aðarhætti sitja á hakanum þennan annasama tíma og raunar getur það ýtt undir góðan námsárangur að sinna jafnt líkamlegri sem andlegri heilsu þegar álagið er mikið. Auð- velt er að gæta þess að hafa ávallt hollt snarl við höndina ef verslað er fyrirfram. Tímafrekt getur verið að fara í ræktina en rösklegur göngu- túr um nágrennið tekur oft styttri tíma og er jafnhressandi. Arm- beygjur, magaæfingar og fleiri æf- ingar má gera hvar sem er. Lesi nemendur heima við getur einnig verið ómetanleg hvíld í því að loka bókunum í nokkrar mínútur, setja fjörugt lag á fóninn, stilla hátt og dansa líkt og enginn sjái til. Hætt er við því að hreyfing og hollt mataræði séu ekki í forgangi nemenda þeg- ar próf nálgast. Hreyfingin þarf þó ekki að taka langan tíma frá próflestri. Morgunblaðið/Ernir Dansað í prófatíð M or gu nb lað ið /St yr m ir Ká ri Ávaxtasafar innihalda oftar en ekki mikið magn af sykri. Í rauninni eru ávaxtasafar ekki svo frábrugðnir gosdrykkjum hvað sykurmagn varðar. Ef ávaxtasafar eru í miklu uppáhaldi er snjallt að skera niður ávexti og setja þá í könnu af vatni. Appelsínur, jarðarber, sítrónur, greip, kíví og fleiri ávextir eru til- valdir út í vatnið til að gera það að- eins meira spennandi. Skerum allskonar ávexti út í vatn í staðinn fyrir að drekka ávaxtasafa. Ávextir í vatni í staðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.