Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 36
Þó að allir séu uppteknir af Apple-úrinu er þaðekki það eina forvitnilega sem frá fyrirtækinuhefur komið undanfarið, þar á meðal nýjar far- tölvur, ný MacBook til að mynda, sem kemur á markað eftir nokkrar vikur, en líka uppfærðar eldri gerðir, þar á meðal á MacBook Pro, einni bestu far- tölvu á markaðnum sem stendur. Uppfærslurnar eru ekki miklar, betri örgjörvi, hraðvirkara minni, betra skjákort, betri gagnagátt við harða diskinn og betri rafhlaða, en safnast þegar saman kemur. Svo er eitt verulega forvitnilegt við vélina, en það er nýr snerti- flötur sem er býsna byltingarkenndur. Það má dunda sér við sitthvað, til að mynda að spyrja Google hvaða fartölvur séu best- ar og sjá: Efst á flestum listum síðustu ár hefur verið eitthvert afbrigði af MacBook Pro og nú er það nýjasta kom- ið á toppinn ef leitað er eftir bestu fartölvum ársins 2015. Það spilar ýmislegt saman, útlit og hönnun er náttúrlega fyrsta flokks, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, innvolsið er líka í fremstu röð og svo er það rafhlaðan, sem er betri en þig grunar og reyndar betri en rafhlöður í flestum Windows- fartölvum sem ég hef komist í tæri við: Að sögn framleiðanda endist rafhlaðan í allt að tíu tíma með þráðlausa netið í gangi en allt að tólf tíma ef horft er á kvik- mynd í vélinni. Því til viðbótar gefa menn svo upp að vélin getið verið í biðstöðu í allt að þrjátíu daga. Víst er rétt að taka öllum slíkum tölum frá framleiðendum sem vísbendingu en ekki staðreynd, en reynslan segir að þetta er ekki svo ýkja langt frá sannleikanum. Einna merkilegast við þessa rafhlöðuendingu er að skjárinn á vélinni er með magnaðri upplausn. 13,3" skjár er á vélinni sem ég kynnti mér með 2.560 x 1.600 díla upplausn, sem gefur 227 díla á tommu. Skjákortið sem knýr skjáinn er líka mjög gott. Væntanlega ræður einhverju um það hve skjárinn er sprækur og spar- neytinn að minnið í vélinni er hraðvirkara en forðum, 1.866 MHz LPDDR3 SDRAM. Það voru 8 GB í vélinni sem um ræðir, en hægt er að kaupa uppfærslu í 16 GB þegar vélin er keypt og þó að 8 GB séu eflaust nóg í flestum tilfellum, þá er eiginlega ekki hægt að vera með of mikið innra minni í tölvu. Örgjörvinn í grunntýpunni er 2,7 GHz tveggja kjarna In- tel i5 örgjörvi, Broadwell. Broadwell-örgjörvinn er reyndar ekki miklu hraðvirkari en Haswell-örgjörvarnir sem voru í eldri MacBook Pro- vélunum, en hann er mun sparneytnari. Að lokum má svo nefna það sem eru ein mestu tíðindin við apparatið, í það minnsta hvað varðar daglega notkun, en það er Force-Touch-snertiflötur eða músarflöturinn sem frekar er greint frá hér fyrir neðan. Hann kemur á óvart og tekur smátíma að venjast honum. Til að byrja með fannst mér hann óþægilega næmur, en svo venst hann fljótlega og smám saman áttar maður sig á því hve þetta er mikil snilldar viðbót – snertingin verður miklu næmari enda finnur maður miklu betur fyrir henni, eða finnst mað- ur finna betur fyrir henni. Að því sögðu þá á upplifunin ef- laust eftir að verða miklu betri með tímanum, bæði eftir því sem maður venst fletinum og líka þegar forrit fara að nýta hann betur. Á SÍÐUSTU ÁRUM HAFA MACBOOK PRO VERIÐ ÞAULSÆTNAR Í EFSTU SÆTUM YFIR BESTU FARTÖLVUR HEIMS FYRIR FRÁBÆRT ÚTLIT, ÖFLUGA TÆKNI OG FRAMÚRSKAR- ANDI RAFHLÖÐUENDINGU. NÝ ÚTGÁFA Á 13" GERÐINNI FESTIR HANA ENN Í SESSI Á TOPPNUM ÞÓ AÐ UPPFÆRSLAN SÉ EKKI BYLTINGARKENND. * Á netinu hefur gengið myndband þar sem spænskispaugarinn El Risitas gerir grín að væntanlegri MacBook, og það sem vekur hjá honum hvað mesta kátínu er að á vélinni er ekki nema eitt tengi, USB-C-tengi sem virkar eins og einskonar fjöltengi fyrir straum og gagnatengi. Ekki er hægt að kvarta yfir skorti á tengju á MacBook pro – á henni eru tvö USB 3-tengi, Thunderbolt-tengi og HDMI-tengi og einnig rauf fyrir SDXC minniskort. * Vélin sem ég skoðaði var 13" MacBook Pro með13,3" Retina-skjá og 512 GB SSD-diski. Í vélinni er 2,9 GHz tveggja kjarna Intel Core i5-örgjörvi, með Turbo Boost í allt að 3,1 GHz. Skyndiminni er 3 MB og 8 GB- vinnsluminni. Skjákortið er Intel Iris 6100. Hún kostar 369.990 kr. hjá Epli.is. Hægt er að kaupa uppfærslu í 2,9 GHz Broadwell eða í 3,1 GHz i7 Broadwell, sem er með 4 MB skyndiminni og þá erum við farin að fara býsna hratt. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON MacBook Pro með 13,3" Retina-skjá. ENDURBÆTT MACBOOK PRO Græjur og tækni Spjaldtölvur á fallanda fæti Microsoft Surface 3 *Heldur dró úr sölu á spjaldtölvum á síðastaári og samdrátturinn heldur áfram ef markamá nýjustu tölur. Samdrátturinn er mestur áiPad og álíka lyklaborðslausum spjaldtölvum,en sala eykst aftur á móti á spjaldtölvum sembreyta má í fistölvur á einfaldan hátt endafylgir þeim lyklaborð, jafnvel í loki tölvunnar, eins og til að mynda í Microsoft Surface 3, sem er nær fistölvu en spjaldtölvu. Eins og getið er um hér fyrir ofan byggist snertiflöturinn á tölvunni, músarflöt- urinn, á nýrri tækni sem Apple kallar Force Touch, en hefur líka verið kallað snertivél. Það eru engir hnappar lengur við músarflötinn, líkt og hefur verið, enda má segja að flöturinn allur sé einn hnapp- ur, en það eru skynjarar í hverju horni hans. Þegar maður styður á flötinn finnst manni sem hann sé að svara, enda er lítill mótor í fletinum sem framkalla samsvar- andi viðbragð. Það er nánast eins og maður sé að ýta fingrinum í gegnum flöt- inn – frekar sérkennilegt til að byrja með, en venst fljótt. Það er reyndar hægt að stilla snerti- flötinni nýja svo að hann hagi sér eins og venjulegur músaflötur nánast að öllu leyti, en það borgar sig að gefa honum smátíma og eins að prófa mismunandi stillingar til að ná sem bestum tökum á honum. Mér fannst flöturinn fullnæmur til að byrja með, allt val var í tómu rugli, enda búinn að vera með ýmsar gerðir af snertiflötum og suma ansi frumstæða – ég var eiginlega ekki viðbúinn því hve hann svaraði snertingunni vel. Vélin bregst við á mismunandi hátt eftir því hve fast er þrýst á flötinn og til að mynda er hægt að hraðspóla bíómynd eð þrýsta fast á flötinn. Mér fannst það líka sniðugt að ef ég þrýsti aðeins fastar á tengil í Safari með fingrinum þá birtist smámynd af viðkomandi vefsíðu og svo er það líka snjallt að hægt er að fá upp kort af heimilisfangi í dagbókinni með því að þrýsta fast á það. SNERTIVÉLIN Snerting í öðru veldi Það borgar sig að taka smátíma í að stilla snertiflötinn nýja og prófa mis- munandi stillingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.