Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 41
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEG T •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA TILBOÐ Á ÖFLUGUM SÓLARSELLUM FRÁ ÞÝSKALANDI GOP mono-sólarsellur frá Þýskalandi með 10A hleðslu- stýringu. Sellurnar eru monocrystal-glersellur, sem eru virkari í minni birtu en væru þær úr polycrystal. Sendum hvert á land sem er. Upplýsingar í síma 787 2211 eða á www.gadget.is Henta vel á húsbíla, ferðavagna og sumarhús. Sellurnar eru 100W og stærðin er 1194 x 542 x 35 mm. Fullt verð 86.800 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 65.100 kr. ATH! Takmarkað magn Gylfaflöt 5 •112 Reykjavík Opið frá 9:00 til 16:00 MOGGAKLÚBBURINN Þ að eru ekki til nein- ar skýringar á þessu og ekki hægt að kenna uppeldinu um, DNA-inu eða fé- lagslegum aðstæðum. Alveg sama hversu djúpt er kafað – ekki finnast neinar skýr- ingar á því hvers vegna undirrituð er með áttunda áratuginn á heilanum. Þetta er ekki tímabundið ástand heldur hefur varað í um áratug og ekki útlit fyrir að breytinga sé að vænta. Ef það má líkja þessu ástandi við sjúkdóm er eitt víst og það er að þetta er bara að ágerast – ekki hjaðna. Þetta á við um klæðaburð, inn- anstokksmuni, hárgreiðslur, sól- gleraugu og fylgihluti almennt. Tónlistarsmekkurinn er líka lit- aður af þessu tímabili. Ég meina, hver þarf nútímatónlist þegar viðkomandi hefur ABBA, Led Zeppelin og Fleetwood Mac? Allt sem virkaði í kringum 1970 finnst mér einfald- lega virka best. Vandamálið við þetta seventís-dót er að það sjúskast eins og allt annað og á ekki eilíft líf frekar en samferðafólkið sem kryddar til- veruna. Þegar kemur að hári er ég til dæmis alltaf hrifnust af svona áttundaáratugar- hári. Mér finnst fara flestum kon- um best að vera síðhærðar og leyfa hárinu að flæða og vera svolítið villt. Ein og ein púllar þó vel að vera með alveg stutt og þá er arfasmart að vera með stór gleraugu til að fullkomna heildar- myndina. Á þessum tíma var ekki verið að vinna neitt með skinku- barbie-lúkkið. Samt voru konur alveg sólbrúnar og sællegar á þessum árum – bara ekki appels- ínugular á litinn af gervibrúnku og á þeim tíma var önnur hver kona heldur ekki með gervibrjóst heldur náttúrulegar og frjálsar júllur sem fóru svo ansi vel inni í bundnum kjólum. Á þessum ár- um voru menn síðhærðir með skegg – sem er eitthvað svo heillandi. Þegar ég hnaut um einn þannig í fyrra, síðhærðan og skeggjaðan, gætti ég þess vel að setja lím í stólinn svo hann myndi ekki stinga af. Þegar ég rekst á góss frá þessu tímabili lyftist á mér brún- in og allt sem er nýtt sem minnir á áttunda áratuginn heillar. Bólstrað leður, gullkeðjur, gull- rennilásar á skóm, sólgleraugu með gyllingum og svo má ekki gleyma bundnum kjólum. Kjólar Diane von Furstenberg litu ein- mitt fyrst dagsins ljós 1972 og hafa síðan þá tekið uppsveiflur og auðvitað nokkrar nið- ursveiflur líka. Vegna þess að Furstenberg er ekki með sitt góss á Íslandi er það einhvern veginn orðinn órjúfanlegur hluti af öllum útlandaferð- um að skanna það nýjasta frá tískudrottning- unni. Þegar ég var síðast með mínum síðhærða og skeggjaða í útlöndum gætti ég þess vel að fræða hann vel og vandlega um Furstenberg. Framtíðin mun svo skera úr um hvort ég er góð- ur kennari eða ekki. Áttundaára- tugaráráttan gerir líka reglu- lega vart við sig þegar ég grand- skoða fasteignavefinn okkar hér á mbl.is. Reglulega fæ ég hland fyrir hjartað þegar ég fer minn daglega rúnt og rekst á hús frá áttunda áratugnum. Ef ég sé teppalagðar stofur og pal- esander tekur hjartað aukaslag. Reglulega sendi ég þessa linka á minn síðhærða og skeggjaða. Af einhverjum óútskýrðum ástæð- um er hann alls ekki jafnhrifinn af þessum hippafíling og skilur ekki hvers vegna fólk vill pales- ander þegar það getur bara mál- að veggina svarta. Á dögunum þegar ég sendi honum enn einn linkinn sagði hann: „Ég held þú verðir bara að tékka á Birni eða Benny úr ABBA. Þeir eru pott- þétt til í að flytja þarna með þér.“ martamaria@mbl.is Gullsandalar úr Zöru. Taska með gullrennilás úr Zöru. Björn Ulvaeus og Benny Andersson úr ABBA eru ennþá síðhærðir með skegg. Þessi mynd af ABBA eldist aldeilis vel. Ætli Björn og Benny séu nokkuð á lausu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.