Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 L eikskólabörnin gleðja sig og okkur í söng og skiptir litlu þótt þau skilji ef til vill ekki textana til fulls. Tifandi ákafi, sakleysi og sönggleði ráða úr- slitum. Bréfritari var kominn vel af leikskólaaldri og söng með tilþrifum og í óþarflega mörgum tóntegundum kunnasta jóla- sálminn. Hann velti einstaka sinnum fyrir sér hver hann væri þessi Meinvill, sem lá í myrkrinu, en þar sem allir aðrir virtust þekkja hann, var öruggara að spyrja ekki. Vorhret á gluggum Með fullri virðingu fyrir Atte katte nova er notalegra að heyra börnin blíð syngja Snert hörpu mína, him- inborna dís, Davíðs og Atla Heimis og Maístjörnu þeirra Halldórs og Jóns Ásgeirssonar. Maístjarnan var víða sungin og myndarlega í gær, á Hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. 1. maí ber dagsetn- inguna sem nafn og er í góðum félagsskap með 17. júní og 1. desember. Aðfangadagur hefur sitt sérstaka nafn eins og nýársdagur þótt báðir eigi sinn trygga stað í almanakinu. Svo eru dagarnir með flökkueðlið, svo sem páskadagur, sumardagurinn fyrsti og upp- stigningardagur og stýra fornar formúlur því, hvenær slíkra er að vænta. Þar kemur jafnvel tunglið við sögu eins og oftar. Stundum er glott út í annað þegar snjóar á fótabera skáta í skrúðgöngum sumardaginn fyrsta. En sum- ardagurinn fyrsti hefur aldrei fullyrt neitt um veðrið. Hann er staðfesting þess, að mættur sé sá helmingur ársins, sem við sumarið er kenndur. „Ekkert er öruggt um sumartíð fyrr en eftir fyrsta fulla tungl í júní,“ sögðu þeir sem áttu mikið undir slíku hér áður fyrr. 1. maí 2015 1. maí var stilltur dagur að mestu og sólríkur víða, þótt hiti næði aðeins rétt að lyfta sér yfir frostmarkið, þegar best lét. Þrátt fyrir póstkortaveðrið var kulda- legt víða þennan dag. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref,“ var sungið eins og vant er og vera ber á þessum degi. En nú vottaði fyrir meiri þunga í orðunum, að minnsta kosti sé borið saman við gleðiríkan söng barnanna á leikskólunum. Hvernig skyldi standa á því? Morgunblaðið átti viðtal við Jón Ásgeirsson, tón- skáldið sem gerði lagið góða við Maístjörnuna, á átt- ræðisafmæli hans: „Já,“ sagði tónskáldið, „eins og segir í kvæðinu; það eru erfiðir tímar, og atvinnuþref …“ Sú tilvitnun átti vel við hjá Jóni. Áttræðisafmæli hans bar upp á 11. október 2008. Íslenska bankakerfið hafði verið að hrynja dagana á undan. En af hverju er þessi þungi núna? Er tilefnið gott? Það er vissulega atvinnuþref, hvert sem litið er og allir tímar uppbókaðir í Karphúsinu. En eru erfiðir tímar? Eða eru kannski alltaf erfiðir tímar? Ef svo er missir hugtakið merkingu sína eða fellur í sama flokk og orðið „frábært“ sem tekur nú til alls sem ekki er ömurlegt. Í hinu fræga kvæði er eins og Halldór Laxness sjái fyrir sér að sumardagurinn fyrsti í verkalýðsbaráttu sé að renna upp. Eftir að Halldór hefur lýst erfiðum tímum og atvinnuþrefi kveður við nýjan tón: „En í kveld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól, það er maísólin hans.“ Þegar Halldór birtir kvæðið í „Rauða fánanum“ heitir það „Seinasti apríl.“ Þá er árið 1936. Áhrifa Það er atvinnuþref, það eru erfiðir kostir, það er ögurstund Reykjavíkurbréf 01.05.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.