Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 45
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 heimskreppunnar gætir enn, einnig á Íslandi og það er haftatími. Orðið hefur aðra og alvarlegri merkingu en sama orð þegar það er notað um þessar mundir. Atvinnuástandið var mjög ótryggt. Laun voru lág. Margir þeirra sem þó höfðu vinnu bjuggu við sífellda óvissu um hvort þeir hefðu hana á morgun. Og aðrir, sem eru öruggari um sína vinnu, t.d. við bústörf um land allt, fengu að minnstum hluta greitt fyrir erfiði sitt með beinhörðum peningum. Þar varð veruleg breyting á með hernámi landsins, sem flokka má sem efnahagslegan happadrátt, hvað sem má segja um það að öðru leyti. Hefði maístjörnuskáldið horft tæp áttatíu ár fram í tímann í nýju 4. erindi ljóðsins og borið hann við fæð- ingarár kvæðisins og árangur kjarabaráttunnar síð- an, hefði hann þá sagt: „Það eru gósen ár góð, það eru gullaldar tímar.“ Vandi er um slíkt að spá. Kreppa okkar tíðar Það sköðuðust margir og sumir illa þegar heims- kreppu í bönkum skolaði hingað og margt fór verr en skyldi, þar sem bankarnir íslensku höfðu ekki ráðið við gleði sína, þegar nýfengið eignarhald og tími auð- fenginna erlendra lána birtust í sömu andránni. Það sem meira var, að þessum lánum þurftu erlendu lána- stofnanirnar að koma út. Og þar sem samkeppnin var á þann veginn lögðust vaxtakjörin á sveif með þeim sem helltu olíu á eld, hvar sem þeir sáu glitta í glóð. Það varð því mikill skellur. Virtar alþjóðlegar stofanir, spámenn og spekingar skrifuðu og skröfuðu um að taka myndi áratugi fyrir Ísland að ná sér á strik á ný. En atvinnuleysið og kaupmáttarskerðingin sem varð hér reyndist mun minni en víða, svo sem í lönd- unum á jöðrum evrusvæðisins og jafnvel á Ítalíu og Frakklandi. Þrennt réði mestu. Í fyrsta lagi ákvarðanir sem teknar voru strax eftir áfallið. Í annan stað að íslenska þjóðin býr við mynt sem les þróun og þarfir efnahags- lífs þar og aðeins þar og lagar sig strax að því. Í þriðja lagi að þjóðinni tókst, með atbeina forseta, að hrinda Icesave-árásunum af sér. Hvernig miðar? Síðustu misserin hefur kaupmáttur farið vaxandi á Ís- landi á ný. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt og er það allt annað og minna en á evrusvæðinu í heild, svo ekki sé minnst á ósköpin í einstökum löndum þess. Ríkisstjórnin lofaði að bæta stórum hluta þjóð- arinnar upp „forsendubrest“ vegna þróunar verð- tryggðra lána. Ólíkt vinstristjórninni, sem hrökklaðist fá völdum vorið 2013, leit stjórnin þannig á, að henni bæri að standa við slík loforð. Segja má að staða þessa stóra hóps hafi í leiðinni verið jöfnuð gagnvart öðrum, því Hæstiréttur hafði með dómum sínum stórbætt stöðu margra þeirra, sem tekið höfðu ólögmæt geng- istryggð lán á uppgangstímunum í aðdraganda hruns- ins. Gengisþróunin frá haustmánuðum 2008 tryggði að mikilvægar útflutningsgreinar gátu spyrnt kröft- uglega við fótum gagnvart efnahagslegum áföllunum. Jöfnuður í innflutningi og útflutningi og viðskiptum almennt varð þegar hagfelldur þjóðinni og lagði grunn að hröðum bata. Kaupmáttaraukningin, sem orðið hefur síðustu misserin, hefur skilað sér til almennings. Um það er ekki deilt. Hvað þá? Hinir erfiðu tímar virtust því senn að baki og tími tækifæranna við það að renna upp. Þá hófst atvinnu- þref. Það er þekkt og eðlilegt að eftir erfiða tíma, þeg- ar ójafnt er skipt og lítil sanngirni liggur í lofti, að þá þykkni í mönnum og þrefið eigi þá næsta leik. Nú er hins vegar eins og allt horfi öfugt við. Það er líkast því að atvinnuþrefið sé upphafsstefið og markmið þess sé að knýja af hörku í gegn erfiða tíma. Það er ekki verið að halda því hér fram að menn vilji slíka öfugþróun. En myndin sem blasir við á tjaldinu er samt þessi: Almanakið er lesið aftur á bak. Maísólin sest ekki í vestri eins og og hún er vön, en hefur hlaupið í bakk- gír, fyrir óskiljanlega duttlunga örlaganna og virðist ætla að enda daginn þar sem hún byrjaði hann. Sein- asti apríl sé óvænt að renna upp á ný. Maístjarnan hefur tekið upp sitt upphafs heiti og þegar enn betur er að gáð virðist þriðja erindið hafa troðið sér fram fyrir annað erindi kvæðisins. Góðir menn gæti að sér í tíma Ef baráttan brýtur sér leið í þennan ólíkinda farveg snýst hún í rauninni um að koma sem flestum frá bjargálnum til fátæktar. Það er vissulega ekki úti- lokað að slík barátta geti gengið betur en hin, það hallar jú undan fæti. Það er hægt að halda því fram með réttu, að þeir sem nú eru að festast í verkfallsslóðinni, voru svo sannarlega ekki þeir sem hleyptu af startbyssunni. Allir virðast gera sér grein fyrir að stöðugleiki er for- senda þess að vernda þá aukningu kaupmáttar, sem orðinn er, svo byggja megi ofan á hann. Sumir foryst- umananna hafa sagt að stöðugleikinn „verði ekki varðveittur á þeirra kostnað“. Þetta eru skiljanlega yfirlýsingar og ekki ósanngjarnar. En það breytir þó ekki því, að fari allt úr böndum og stöðugleikinn verði þar með úr sögunni, munu skjólstæðingar þessara sömu forystumanna svo sannarlega líða fyrir það og það jafnvel meira en aðrir. Sanngirnissjónarmið munu ekki duga til að breyta því. Morgunblaðið/RAX * Ef baráttan brýtur sér leið íþennan ólíkinda farveg snýsthún í rauninni um að koma sem flestum frá bjargálnum til fátæktar. Það er vissulega ekki útilokað að slík barátta geti gengið betur en hin, það hallar jú undan fæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.