Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 47
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 báðar áttir. Og það er gott að hafa einhvern sér við hlið í þessu sem maður treystir. Við komum sitt úr hvorum geira tónlistarinnar og erum auk þess sem persónur miklar and- stæður. Við hugsum því hlutina svolítið öðruvísi og erum því síður en svo alltaf sam- mála. Sem er bara gott.“ Eivör er ein af þeim sem hægt er að ímynda sér eftir stutt kynni að maður hafi þekkt lengi, hún er afslöppuð í samskiptum og hún skýtur því inn í að foreldrar hennar hafi stundum gert grín að því að það þyrfti líklega sterkar vísbendingar um að heims- endir væri í nánd til að ró hennar raskaðist. „Ég fer ekki auðveldlega í panik, ég lít fremur afslöppuðum augum á lífið. Um leið er ég líka pínulítið utan við mig. Það hentaði ágætlega þegar ég bjó Íslandi, þið eruð af- slöppuð líka, en það eru stundum vandræði á mér í Kaupmannahöfn. Ég kann vel við Dani en mér fannst svolítið erfitt að venjast þeim í byrjun. Þeir verða til dæmis brjálaðir ef maður labbar út á hjólabrautina.“ Ertu ennþá að ganga út á hjólabrautina? „Já, já, ég geri það og þeir verða alltaf jafn brjálaðir,“ segir Eivör og hlær. „Mér fannst ógurlega erfitt að venjast þessum reglum öllum í Danmörku sem eru talsvert fleiri en í Færeyjum og á Íslandi og meiri stífni. Ég er líka með aðra líkams- klukku þótt ég sé alltaf að skána með stund- vísi til dæmis.“ Er þá ekkert sem kemur þér úr jafnvægi? „Jú, það er reyndar þannig með mig að ég get „snappað“ yfir til dæmis ósanngirni eða ef það er eitthvað sem misbýður réttlæt- iskennd minni. Ég er fljót aftur niður, gýs bara smástund eins og eldfjall.“ Getur „snappað“ yfir óréttlæti Hvað varðar réttlætiskennd segist Eivör til dæmis fylgjast vel með því sem er í gangi í samfélaginu og er til dæmis vel með á nót- unum hvað réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum varðar. „Jafnréttismál öll kveikja í mér og í Fær- eyjum erum við svo miklu aftar á merinni en þið Íslendingar í málefnum samkyn- hneigðra. Við erum enn að berjast fyrir at- riðum sem ættu að vera orðin að sjálfsögð- um hlutum. Þetta getur æst mig upp úr öllu valdi! Mér líður eins og ég þurfi að standa upp og segja eitthvað og hef gert það til dæmis í Færeyjum. En ég er bjartsýn á framtíðina hvað varðar þessi málefni í Fær- eyjum, þetta þarfnast smá úthalds en þetta kemur.“ Eivör segir að henni dugi þó yf- irleitt að tjá sig í gegnum sína list. „Ég reyni að semja út frá því sem ég upplifi hverju sinni. Ég þarf sífellt að færast eitthvað áfram og læra nýtt, ég get ekki verið föst á sama stað í langan tíma. Kannski er þetta forvitið eðli mitt.“ Í hvernig umhverfi þarftu að vera til að geta skapað og verið ánægð með þína tón- list? „Friður er mér mjög nauðsynlegur. Þegar ég vinn heima hjá mér þykir mér best að vinna í lögunum mínum á morgnana. Þá er kollurinn svo ferskur og nýr og morguninn felur í sér ákveðna ró. Að vera búin að semja lag fyrir hádegi er stórkostlegasta til- finning í heimi. Ég fer líka oft eitthvað þeg- ar ég er að klára nýtt efni og er ein í ein- hvern tíma að tína saman hugmyndir í rólegu umhverfi, til dæmis sumarbústöðum hér á Íslandi. Ég fór síðast núna til Toscana á Ítalíu og var þar í lítilli listamannaíbúð en ég hef alltaf elskað Ítalíu. Til að ná árangri er svo allra mikilvægast að fylgja sinni eigin sannfæringu þótt það geti stundum verið erfitt, en þá trúi ég því að allt gangi að ósk- um.“ Morgunblaðið/Golli * „Ég get „snappað“yfir til dæmis ósann-girni eða ef það er eitt- hvað sem misbýður rétt- lætiskennd minni. Ég er fljót aftur niður, gýs bara smástund eins og eldfjall.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.