Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Tvær einkasýningar verða opnaðar í Anarkíu listasal, Hamraborg 3 í Kópavogi í dag, laug- ardag, klukkan 15. Sýning Ragnheiðar Guð- mundsdóttur kallast „Vefir“. Meginstef sýn- ingarinnar er hvernig tilfinningar hafa áhrif á líkamlegt ástand. Listakonan er sögð vinna með olíu, vax, grisju og fleira, sem skapar sérstaka áferð. Þá notast hún oft við texta á flötinn, til dæmis hugleiðingar um lífið eða það sem vekur áhuga hennar við lestur. Á hinni sýningunni, „Skuggar og skilnings- ljós“, eru verk eftir Ólöfu Björgu Björns- dóttur. Hún hefur haldið margar sýningar síðan hún útskrifaðist úr Listaháskólanum 2001. Í málverkum hennar takast oft á sterk- ir litir og frjálsleg og leikandi pensilskrift. LISTAKONUR SÝNA TVÆR Í ANARKÍU Eitt verka Ólafar Bjargar Björnsdóttur. Einnig opnar Ragnheiður Guðmundsdóttir sýningu. Höfundurinn og leikarinn, Guðmundur Ólafs- son, ásamt leikstjóranum Erling Jóhannessyni. RÚV/Ólöf Erla Einarsdóttir Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur á sunnu- dag klukkan 13 nýtt leikrit, „… og svo hætt- ’ún að dansa“, eftir Guðmund Ólafsson. Höf- undur fer jafnframt með aðalhlutverkið en leikstjóri er Erling Jóhannesson. Verkið fjallar um gamlan mann sem glímir við elliglöp þar sem hann reynir að þrauka daginn í íbúð sinni. Skil milli veruleika og ímyndunar, nútíðar og fortíðar eru óljós. Minningar, sumar óþægilegar, aðrar hugljúfar, vitja hans, en undir niðri kraumar hugsun um að hann hafi brugðist. Með önnur hlutverk fara Sigurður Tómas Víðisson, Halldóra Rósa Björnsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Hljóðvinnslu annaðist Einar Sigurðsson. ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ Á RÁS 1 HÆTT AÐ DANSA Þóra Einarsdóttir sópr- ansöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari koma fram á ljóðatónleikum í Hannesarholti við Grund- arstíg á sunnudag, 3. maí, klukkan 16. Á efnisskránni eru söngvar eftir Richard Strauss, bæði mörg af hann þekktustu söngljóðum og önnur sem sjaldan eru flutt, til dæmis ljóðaflokkurinn Mädchenblumen op. 22. Listamennirnir munu kynna tónskáldið og söngva dagsins með nokkrum orðum. Tónleikar þeirra Þóru og Gerrits eru þeir sjöttu og síðustu í röð ljóðatónleika sem haldnir eru síðdegis á sunnudögum í vetur í Hannesarholti undir yfirskriftinni „Ljóða- söngur í Hannesarholti“. Gerrit Schuil er listrænn stjórnandi og skipuleggur við- burðina í samstarfi við Hannesarholt. DAGSKRÁ Í HANNESARHOLTI ÞÓRA SYNGUR Þóra Einarsdóttir Menning H ér er allt að springa út,“ seg- ir Bera Nordal, for- stöðumaður Nordiska akv- arellmuseet, Norræna vatnslitasafnins, sem er í skerjagarðinum sænska norðan við Gauta- borg, á eyju sem kallast Tjörn. Veturinn og vorið hafa boðið upp á annarskonar og mun mildara veðurfar í Svíþjóð en á Íslandi og hjá Beru boðar sumarkoman síaukinn straum ferðamanna og gesta í safnið, sem hefur nú verið starfsrækt í fimmtán ár og nýtur sívaxandi vinsælda. „Í fyrra komu nærri þrjú hundruð þúsund gestir í safnið. Það var frábært,“ segir Bera. Og bætir við að reksturinn gangi mjög vel. Á sumarsýningu Nordiska akvarellmuseet, sem verður opnuð 17. maí næstkomandi, hef- ur Bera valið verk eftir 14 íslenska lista- menn nokkurra kynslóða. Í stafrófsröð eru það þau Ásgrímur Jónsson, Björk Guð- mundsdóttir, Eggert Pétursson, Erró, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Georg Guðni, Gunnlaugur Scheving, Helgi Þorgils Friðjónsson, Jó- hannes S. Kjarval, Ólafur Elíasson, Rúrí, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sólveig Að- alsteinsdóttir og Svavar Guðnason. Sýningin nefnist á sænsku Urkraft og er undirtitill- inn: Ísland í vatni og litum. Tilfinning fyrir afli fossanna „Mér fannst vera kominn tími til að ég setti saman hér stóra sýningu með íslenskri myndlist. Ég hef nú starfað erlendis í átján ár og hef í raun ekki sett saman íslenska sýningu fyrr en nú,“ segir Bera. Áður en hún tók við stöðunni í vatnslitasafninu árið 2003 var hún forstöðumaður Listasafns Ís- lands og síðan hins virta sýningasalar Malmö Konsthall. „Ég þurfti að gera þetta núna, mig lang- aði til þess,“ bætir hún við og segir heiti sýningarinnar, Urkraft, lýsa kröftum náttúr- unnar á jákvæðan hátt og eigi við um frum- kraftana sem geta bæði verið náttúran sjálf og vitund um náttúruna. Í vali sínu spannar Bera tímabilið sem at- vinnumenn hafa unnið að myndlist á Íslandi, allt frá frumkvöðlinum Ásgrími til Siggu Bjargar, sem er yngst í hópnum, fædd 1977. „Viðamesta verkið er stór innsetning eftir Rúrí sem fjallar um fossana á Íslandi og verður í stærsta salnum í safninu. Verkið er allt að fimm metra hátt og verður mikil upp- lifun fyrir gesti, þar sem við sköpum hálf- gert völundarhús með myndum og hljóði. Gestir fá tilfinningu fyrir afli fossanna. Hér á safninu vinnum við aðallega með hina klassísku sýn á vatnslitaverk, og þá á papp- ír, en við nálgumst þennan þátt myndlistar líka hugmyndalega. Þar kemur Rúrí svo sannarlega sterk inn.“ Frekar horft til fjallanna Bera segir nálgun listamannanna og túlkun ólíka en við hæfi hafi verið að byrja á nokkrum verkum eftir Ásgrím, sem var sannkallaður virtúós vatnslitamiðilsins. „Eft- ir Kjarval valdi ég meðal annars nokkur verk úr hinni merkilegu mannamyndaseríu sem hann vann á Austurlandi árin 1926 og 27, þar sem fólk er eins og vaxið út úr landslaginu. Ég sýni líka eftir hann verk þar sem fólk og landslag verður eitt í blóma- myndum: þær eru stórkostlegar. Þá sýni ég nokkrar sjávarmyndir eftir Gunnlaug Scheving. Það er merkilegt að eins og hafið hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli þá hafa myndlistarmennirnir frekar horft til fjallanna! En Scheving gerði afar áhugaverðar sjávarmyndir af fiskimönn- um. Þá er það Svavar Guðnason, sem gerði mikið af ljóðrænum vatnslitamyndum og ég sýni meðal annars nokkur verk frá einu af hans bestu tímabilum, frá miðjum fimmta áratugnum. Erró hefur með jöfnu millibili unnið að vatnslitamyndum og ég sýni nokkr- ar þeirra; þær eru á vissan hátt mýkri en önnur verk hans. Þá valdi ég seríu verka eftir Helga Þorgils en hann hefur alla tíð unnið í vatnslit samhliða öðrum miðlum og skapar mjög persónuleg verk,“ segir Bera. Eftir Eggert Pétursson sýnir hún ein- staklega merkilega skissubók, þar sem sjá má hvernig Eggert skipuleggur og þróar verk sín. Eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur er sýnt verkið „Evaporated Watercolours in Glass“ en það er í eigu safnsins, einstakt verk að sögn Beru, sem oft sé til sýnis í Nordiska akvarellmuseet. „Eftir Georg Guðna valdi ég röð frábærra vatnslitamynda sem safnið á og svo er það vídeóverkið Jóga með Björk. Þar er hún farin að vinna á staf- rænan hátt og skannar inn íslenska náttúru á mjög áhugaverðan hátt. Það var hennar hugmynd að velja þetta myndbandsverk á sýninguna,“ segir Bera. Sýningin er sett upp í fjórum sölum safns- ins en í þeim stærsta er stillt upp, ásamt innsetningu Rúríar, tveimur ljósmyndaröðum eftir Ólaf Elíasson og bendir Bera á ákveðnar tengingar milli verka þeirra beggja; í annarri röð Ólafs hafa ár og fljót á hálendinu verið lituð græn, eins og vatns- litamynd, og í hinni „eru skriðjöklarnir sem skapa á sinn hátt hreyfinguna sem birtist í verkum Rúríar,“ segir hún. Þá eru ónefnd myndverk Gabríelu Frið- riksdóttur með „einkennilegum fígúrum, afar persónuleg verk ásamt animeruðu verki sem ég er svo hrifin af, og síðast en ekki síst eru sýndar stórar vatnslitamyndir Siggu Bjarg- ar, einnig með sannkölluðum furðufígúrum, auk þess sem hún vinnur verk á einn vegg safnsins.“ Mjög mikill áhugi á Íslandi „Sumarið er okkar aðaltími hér í safninu og ég er ánægð með að geta sett sýninguna upp núna, þegar svo margir munu sjá verk þessara frábæru íslensku listamanna,“ segir Bera. „Nú er gífurlega mikill áhugi á Íslandi hér í Svíþjóð, margir hafa ferðast héðan til Íslands á síðustu árum og finnst náttúran heima stórkostleg.“ Hún bætir við að í Svíþjóð líti fólk Ísland allt öðrum augum en í Danmörku, þar sem er þessi sterka sögulega tenging milli land- anna. Henni finnst að fyrir vikið sé hrifning Svía á Íslandi á vissan hátt beinni og „ómengaðri“. „Við Íslendingar höfum miklu sterkari fjölskyldutengsl og annars konar samband við Dani en við Svía. Þótt straumur Íslend- inga til Svíþjóðar hafi aukist á síðustu árum þá var hann ekki stríður hér áður, það voru einkum læknar í sérnámi sem héldu tengsl- unum við. Það hefur breyst mikið eftir bankahrunið. Nú hafa Svíar mjög mikinn áhuga á Íslandi en sú var alls ekki raunin þegar ég kom hingað til náms á áttunda ára- tugnum. Þá var varla nokkur áhugi hér á Ís- landi, Svíar vissu varla hvar við vorum!“ segir hún og hlær. Gaman að byggja starfsemina upp Bera segir að á undanförnum árum hafi starfsfólk safnsins lagt mikla áherslu á að byggja upp starfsemi Nordiska akvarell- museet, með gæði að leiðarljósi á öllum svið- um starfseminnar. Fyrir fimm árum var safnið valið það besta í Svíþjóð og hún segir starfsemi þess skipta máli fyrir stórt svæði norður af Gautaborg. Þaðan komi líka gestir hvaðanæva, þar sem fólk nýtur safnins, fag- urs umhverfis og veitinga í rómuðum veit- ingastað þess. „Við erum reglulega með tónleika og fyr- irlestra og þá er í safninu verkstæði fyrir börn en við leggjum mikið upp úr starfsemi fyrir börn og alla fjölskylduna,“ segir Bera. „Og svo er boðið upp á vandaða leiðsögn um allar sýningar, fyrir almenning og skólahópa. Það hefur verið óskaplega gaman að fá tækifæri til að byggja þennan stað og starf- semina upp. Það hefur gefið okkur öllum sem hér störfum ósegjanlega mikið. Við er- um sjálfeignarstofnun og tökum engu sem gefnu. Ekkert er heilagt og ef við finnum betri leið við reksturinn en áður var farin, þá hikum við ekki við að breyta. Við erum alltaf að leita leiða til að vinna betur með gestum, setja sýningarnar betur fram, kynna safnið og gera starfið kringum sýningarnar METNAÐARFULL SÝNING Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í NORDISKA AKVARELLMUSEET Margir munu sjá verk þessara frábæru listamanna „MÉR FANNST VERA KOMINN TÍMI TIL AÐ ÉG SETTI SAMAN HÉR STÓRA SÝNINGU MEÐ ÍSLENSKRI MYNDLIST,“ SEGIR BERA NORDAL UM SÝNINGU MEÐ VERKUM ÍSLENSKRA LISTAMANNA Í NORDISKA AKVARELLMUSEET. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég er vissulega orðin hagvön hér,“ segir Bera Nordal sem er hér við safnið í Svíþjóð. Helgi Þorgils Friðjónsson Björk Guðmundsdóttir Rúrí Eggert Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.