Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Bækur E f hægt er að „slá í gegn“ í íslensk- um ljóðaheimi má segja að Eyþór Árnason hafi gert það með sinni fyrstu bók, Hundgá úr annarri sveit, en fyrir handritið að þeirri bók hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar haustið 2009. Tveimur árum síðar kom út önnur ljóðabók hans, Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu, sem fékk ekki síðri dóma en sú fyrsta, og í vikunni kom svo út þriðja bók Eyþórs sem heitir einfaldlega Norður. Eyþór segir að í bókinni séu ljóð frá síð- ustu fjórum árum, eitthvað sem hefur ekki ratað í fyrri bækur, „einhverjar leifar, slitur af ljóðum sem voru ekki tilbúin til þess að fara í þær bækur og svo fór ég að vinna í þeim aftur og reyna að krassa í þau“. Nafnið á bókinni er valið að nokkru í sam- ræmi við efni hennar en þó er málið ekki svo einfalt eins og Eyþór lýsir, því hann var með heitið Sjoppur á norðurleið í huga til að byrja með. „Ég er úr Skagafirði og var alltaf að fara norður og suður og ferðaðist mikið með rútum í gamla daga, núna með strætó stundum. Svo var ég búinn að raða þessu upp í einhverja bókarnefnu og þá var Sjopp- ur á norðurleið náttúrlega ekki fallegt nafn. Þá varð þetta Rútubókin, en það var ekki nógu gott heldur. Þá komu alls konar falleg nöfn, en svo kom Norður og negldist inn, var sterkt nafn og gott og ég er mjög ánægður með það, enda lýsir það líka leiðinni, lagt er af stað í Reykjavík og endað í Skagafirði.“ Að þessu sögðu segir Eyþór að bókin sé ekki leiðalýsing og þótt það komi fyrir í henni staðir á leiðinni; Olíustöðin, Ferstikla, Borgarnes, Hreðavatnsskáli og svo fram- vegis, þá eru það bara stoppistöðvar. „Eina sem er rétt í bókinni er að sjoppurnar eru í réttri röð, en það sem gerist á milli er það sem gerist þegar maður ferðast, þá fer hug- urinn eitthvað annað. Ég held til dæmis að bestu stundir sem fjölskyldan á í dag séu ferðalög þegar allir eru lokaðir inni í bíl og eru að fara langt, til Akureyrar eða Horna- fjarðar, og enginn kemst neitt og þá verður fólk að tala saman. Ég held að ég hafi sagt börnunum mínum mest um mína fjölskyldu á ferðalögum norður í land, alls konar hluti sem er ekki mikið talað um dags daglega, þannig að þetta eru mjög dýrmætar ferðir. Eins í rútunni, þá er maður kannski bara einn og svo sofnar maður og dreymir ein- hverja vitleysu og vaknar í Borgarnesi. Þannig sé ég fyrir mér ljóðin á milli stoppi- stöðvanna; það dettur alls konar inn. Les- andinn á samt ekki að láta þetta ferðalag trufla sig en ég held það sé gott að á kvöld- in, þegar þú leggst með bókina upp í rúm, lokar þig af í friði og ró, þá sleppirðu þér lausum og lesir eitt eða tvö ljóð í einu og svo ertu allt í einu kominn í Staðarskála.“ – Gerist það einhvern tímann í lífi þínu að þú hugsar: Já, ég er ljóðskáld! „Það er helst þegar ég fer í bókabúðir og segi: Já, ég er hér,“ segir Eyþór og hlær dátt. „Já, það er gaman að vera ljóðskáld þótt ég gangi ekki daglega um og segi: Já, heyrðu, ég er ljóðskáld, það verður að um- gangast mig með varúð. Ég er náttúrlega í fullri vinnu alla daga og oft fram á kvöld, en hef átt tíma þar sem ég var ekki að vinna neitt annað og gat einbeitt mér að því í hálft ár að vera skáld. Það var náttúrlega frábær tími, að vakna á morgnana og byrja að skrifa, fara í göngutúr og haga mér eins og skáld eiga að gera,“ segir Eyþór og tekur undir að það skipti máli að sitja við skriftir, „en ég trúi staðfastlega á innblásturinn. Svo er ég þrjóskari en andskotinn. Ef konan mín segir við mig: Þetta er ekki gott hjá þér þá fer ég í fýlu í smátíma – við er- um svo viðkvæm þessi ljóðskáld – en þá á ég það til að ráðast á textann og breyta honum og gera miklu betri. Það þarf oft ein- hvern til að tukta mann til. Ég verð að segja þessa sögu núna: Ég vann Tómasarverðlaunin fyrir handritið að fyrstu bókinni minni, sem var náttúrlega óskaplega gaman, og sendi svo handritið til útgefanda. Viku síðar hringdi hann í mig og sagði: Já, já, þetta er nú ágætis handrit en við getum ekki gefið þetta út svona. Ég stórmóðgaðist: Hva, er þetta ekki búið að fá verðlaun! Er þetta ekki tilbúið? En það var ekki tilbúið og fór í yfirhalningu og varð alveg þokkalegt á endanum. Það er nefnilega gott að fá stundum annað auga að ljóðunum. Það er til dæmis eitt ljóð í Norður sem heitir Brú og er um sjoppuna á Brú, sem var einu sinni til. Einn vinur minn var að lesa ljóðið yfir og þá krossaði hann yfir helminginn af ljóðinu og sagði: Taktu þetta burt. Ég svaraði: Ha, en þetta er svo flott, en hann svaraði: Já, en þetta er ekki nógu flott og það fór allt í burtu. Ég get lesið það fyrir þig prívat seinna,“ segir Eyþór og skellir upp úr. Við skiljum við Eyþór með orðaþraut sem felst í bókinni því í henni er nýyrði eins og Eyþór rekur þar: „Svo vill til að í bókinni er orð sem er ekki til í íslensku og sumir halda eflaust að sé prentvilla, en svo er ekki. Ég varð að fá það vottað að mega nota það, en ég stóð fast á því að ég hefði þekkt þetta orð frá barnæsku. Þegar ég leitaði heimilda kannaðist aftur á móti enginn við það,“ segir hann og hlær við, „en ég ætla ekki að segja þér hvað það er.“ NORÐUR MEÐ EYÞÓRI ÁRNASYNI … allt í einu ertu í Staðarskála Í nýrri ljóðabók sinni ferðast Eyþór Árnason norður í land í eiginlegri, en þó aðallega óeiginlegri merkingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg EYÞÓR ÁRNASON SENDIR NÚ FRÁ SÉR SÍNA ÞRIÐJU LJÓÐABÓK SEM HANN SEGIR AÐ SÉ EINS OG FERÐALAG NORÐUR Í LAND, ÞÓTT ÞAÐ FERÐALAG SÉ FREKAR HUGLÆGT EN RAUNVERULEGT. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Já, það er gaman aðvera ljóðskáld þótt éggangi ekki daglega um og segi: Já, heyrðu, ég er ljóð- skáld, það verður að um- gangast mig með varúð. Ensk-íslenska orðabókin frá Erni og Örlygi er áhrifa- mesta bókin í mínu lífi. Ég hef ferðast með hana um allan heiminn. Hún var dyrnar mínar inn í mörg tungumál, ekki bara ensku, heldur þýsku, tékk- nesku og jafnvel arabísku. Hún var göngin inn í marga menningarheima og upplifanir sem eru stór hluti af þeim manni sem ég er í dag. Saurblaðið í þeirri bók lýsir adressulista sem er súrrealískur, allt frá Bremerstrasse í Berlín til kofa númer 117 í garði Sadd- ams Husseins í Bagdad í Írak. Nýja testamentið er líka áhrifamikil bók. Þótt maður hafi misst trúna á unglingsárunum lifir alltaf þessi minning um gæsku sem maður upplifði þegar maður las þessa bók sem strákur. Það var eitthvað svo absúrd hugmynd í grimmd grunnskólans að bjóða hinn vangann þegar maður var sleginn, en allar þessar gæsku- hugmyndir Nýja testamentisins eru samt í minninga- bankanum um eitthvað gott, þótt trúin sé löngu fyrir bí. Ský í buxum eftir Majakovskí var líka áhrifamikil. Þegar maður fékk hana lánaða á Borgarbókasafninu þurfti maður að skrifa nafnið sitt á spjaldskrá safnsins. Hún var ekki vinsælli en það að á tíu ára tímabili, frá því ég var sextán ára og langt inn á þrítugsaldurinn, fyllti nafn mitt tvær eða þrjár skrár og aldrei kom annað nafn á spjald- skrána. Majakovskí var ekki áhugaverð persóna, þótt ljóðabók hans væri það. Hann var kommúnisti og mjög grimmur sem slíkur. Niðurlægði þá sem voru andstæðrar skoð- unar, hvatti jafnvel til dráps á borgaralegum höfundum. Í dag væri hann væntanlega veifandi fána femínismans, bendandi fingri á feðraveldið og væri öruggur um tólf mánaða áskrift hjá launasjóði rithöfunda út á heift sína og óbilgirni. En þrátt fyrir klisjukennda fylgni sína við grimmt vald samtíma síns kom hann góðri bók frá sér, það er meira en hægt er að segja um flesta þá sem fylgja bylgjum valdsins í samtíma sínum. BÆKUR Í UPPÁHALDI BÖRKUR GUNNARSSON Börkur Gunnarsson hefur dálæti á skáldinu Vladimír Majakovskí þótt honum þyki hann ekki áhugaverð persóna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vladimír Majakovskí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.