Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 59
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Fyrir stuttu kom út spennu- bókin Zack sem sænski rithöf- undurinn Mons Kallentoft skrifaði með félaga sínum. Hér á landi og víða um heim er Kallentoft þó þekktur fyrir bækurnar um Malin Fors lög- relukonu í Linköping og í síð- ustu viku kom út fjórða bókin um Fors og félaga, Vorlík. Sagan hefst einmitt í vorsólinni í Lin- köping þar sem Malin Fors er við jarðarför móður sinnar þegar hún finnur jörðina titra eilítið undir fótum sér. Þegar hún kemur út úr kirkjunni fær hún svo símtal frá undirmanni sínum um að tritringurinn hafi verið vegna hryðjuverks sem framið var í miðborginni. Ugla gefur út. Vorlík í Linköping Segja má að tvennt einkenni líf rithöfunda, eða svo segja þeir gjarnan sjálfir: Glíman við text- ann og glíman við útgefandann. Síðarnefnda glíman er oft erfiðari eftir því sem salan er minni og minna til skiptanna, en metsöluhöfundar lenda líka í vandræðum með útgefendur sína, eins og til að mynda sænski rithöfundurinn Jonas Jonasson, höfundur bók- arinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Sú bók seldist metsölu hér á landi og reynd- ar um heim allan, þar með talið í Bretlandi þar sem selst hefur af bókinni hálf milljón eintaka í föstu formi og ríflega 700.000 rafbækur. Hængurinn er að þrátt fyrir þessa miklu sölu hefur Jonasson aðeins fengið lítilræði fyrir vik- ið, fékk síðast greidd ritlaun 2012, þrátt fyrir eftirgangsmuni og gekk svo langt að útgefand- anum, Hesperus Press, hefur verið bannað að selja fleiri eintök af bókinni. Jonas Jonasson, höfundur bókarinnar Gamling- inn sem skreið út um gluggann og hvarf. JONAS JONASSON FÆR EKKI BORGAÐ 18. apríl síðastliðinn var svonefndum Plötubúð- ardegi fagnað víða um heim, en slíkur dagur hef- ur verið haldinn árlega frá árinu 2007 sem stuðningur við litlar og sjálfstæðar plötubúðir. Viku síðar fögnuðu menn Degi bókarinnar með ýmsum viðburðum, en bókabúðaeigendum vestur í Kaliforníu finnst ekki nóg að gert því þar halda menn upp á Bókabúðardag í dag og þá með sömu formerkjum og Plötubúðardaginn, þ.e. dag sem helgaður verði óháðum bókabúð- um. Félagsskapur óháðra bóksala stendur að deg- inum, en samstarfið hófst í San Francisco. Víða eru búðirnar með tilteknar bækur á tilboðs- verði, en einnig hefur ýmis varningur verið seld- ur í búðunum sem framleiddur var í tilefni dags- ins. Þessi siður breiðist nú út um gervöll Bandaríkin og eflaust til annarra landa. Í Katalóniu hefur tíðkast í áraraðir að 23. apríl, á Degi heilags Georgs, kaupir fólk bækur sem tækifærisgjafir og fær rós með hverri bók í kaupbæti. Hér á landi hafa bókaútgefendur líka gefið ávísanir fyrir bókakaupum á alþjóðadegi bókarinnar. DAGUR BÓKABÚÐA Í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjórum árum sagðist danski rit- höfundurinn Naja Marie Aidt fyrst og fremst vera ljóðskáld, en viðtalið var í tilefni af því að smásagnasafn hennar, Bavíanar, kom út á íslensku. Fyrir Bavíana fékk Aidt bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs 2008 og 2012 kom út fyrsta skáldsaga Aidt, Sten saks papir, sem Bjartur gaf út í síðustu viku undir heitinu Skæri blað steinn í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísar- dóttur. Skæri blað steinn hefst þar sem systkinin Thomas og Jenny sækja brauð- rist í íbúð nýlátins föður síns, en sú brauðrist á eftir að verða örlagavaldur í lífi þeirra. Skæri blað steinn er í Neon-bókaröð Bjarts. Fyrsta skáld- saga Naja Marie Aidt Naja Marie Aidt Morgunblaðið/Ómar Nýjar bækur – ólíkar og úr öllum áttum BÓKAÚTGÁFUBLANDA BÓKAÚTGÁFA ER ÓVENJU FJÖRUG OG ÞÁ EKKI BARA ÚTGÁFA Á REYFURUM OG ÁSTARSÖGUM, MEÐ FULLRI VIRÐINGU FYRIR SLÍKUM BÓKUM, HELDUR KOMA EINNIG ÚT NÝJAR ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR, LJÓÐABÆKUR OG LJÓÐASÖFN OG FRÆÐIBÆKUR Í BLAND VIÐ DRAMATÍSK BÓKMENNTAVERK ÚR ÝMSUM ÁTTUM. Mestu metsölubækur síðustu ára er sagnabálkur bandaríska rithöf- undarins George R.R. Martins um blóðuga valdabaráttu á Westeros og Essos. Ugla hefur gefið bækur Martins út á íslensku og nú er komin út síðasta bókin í fyrri hluta verksins, Blóð og gull, sem er seinni hluti Sverðagnýs, þriðja bindis Söngs um ís og eld. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Seinni hluti Sverðagnýs Breyttur heimur heitir bók eftir Jón Orm Halldórsson þar sem hann leitast við að sýna flóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma sem samhangandi og skiljanlega heild. Í kynn- ingu á bókinni segir: „Samtími okkar ein- kennist af víðtækum og djúpstæðum breyt- ingum í heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menning- arlegum skilningi [.…] Ný stórveldi eflast, sum stórkostlega eins og Kína og brátt Ind- land, en önnur eru að missa mátt sinn til áhrifa. Sagan sýnir að breytingum á valda- hlutföllum hafa jafnan fylgt sérstakar hættur og alvarleg átök. Við lifum því viðsjárverða tíma.“ Forlagið gefur út. Við lifum viðsjárverða tíma BÓKSALA 22.-28. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 MörkÞóra Karítas Árnadóttir 2 Í fangabúðum nazistaLeifur H. Muller 3 Ekki snúa afturLee Child 4 Britt - Marie var hérFredrik Backman 5 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson 6 Óttar GuðmundssonBjörn Jón Bragason 7 VorlíkMons Kallentoft 8 Gott fólkValur Grettisson 9 SyndlausViveca Sten 10 HöllinFranz Kafka Íslenskar kiljur 1 Ekki snúa afturLee Child 2 Britt - Marie var hérFredrik Backman 3 VorlíkMons Kallentoft 4 Gott fólkValur Grettisson 5 SyndlausViveca Sten 6 HöllinFranz Kafka 7 AfturganganJo Nesbø 8 1984George Orwell 9 Blátt blóðOddný Eir Ævarsdóttir 10 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.