Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2015 „Chelseamenn á Íslandi ætla að hittast á Ölveri á sunnudaginn en formaðurinn verður staddur ásamt um tuttugu öðrum félagsmönnum á Stamford Bridge,“ segir Karl Henrik Hillers, formaður Chelseaklúbbsins á Íslandi, en hans menn tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm ár með sigri á Crystal Palace á heimavelli sínum á sunnudaginn. Enn betur verður svo haldið upp á meistaratitilinn á Ölveri eftir viku en þá kemur Liverpool í heimsókn á Brúna. „Þá verður allsherjarútkall og húllumhæ,“ segir Karl en 380 manns eru í klúbbnum. Um sjötíu íslenskir stuðningsmenn Chelsea fara utan til að sjá Liverpool-leikinn og á bilinu fjörutíu til fimmtíu manns verða á lokaleiknum gegn Sunder- land 24. maí þegar bikarinn fer væntanlega á loft. „Við erum meira og minna með fólk á öllum heima- leikjum Chelsea,“ segir Karl. „Við erum dótturfélag stuðningsmannaklúbbsins í Englandi og höfum greiðan aðgang að miðum. Við erum í gríðarlega góðu sambandi við klúbbinn, höfum áhrif á allt nema kaup á leikmönnum og liðsval.“ Karl er hóflega bjartsýnn fyrir Palace-leikinn. „Þetta eru nágrannar okkar og gerðu okkur grikk í fyrra en ég held við klárum þetta samt á sunnudag- inn. Ég fer alla vega út í hátíðarskapi og kem heim í hátíðarskapi. Það er frábær árangur að vinna tvo titla í vetur enda þótt ég hefði alveg viljað skipta deildabikarnum út fyrir Meistaradeildina eða Enska bikarinn. Þeir bikarar koma bara seinna,“ segir Karl sem fylgt hefur Chelsea að málum í meira en hálfa öld, frá árinu 1964. Karl Hillers og Arnór sonur hans ásamt José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, árið 2004. Hátíð handan við hornið CHELSEAKLÚBBURINN Á ÍSLANDI Dag einn í byrjun maí 1960 hringdu kaupmennirnir í versl- uninni Krónunni á Vesturgötu í lögregluna og tilkynntu henni að barn væri í óskilum við verslunina. Barnavagn hafði þá staðið í þrjá stundarfjórðunga fyrir utan búð- ina en enginn vissi hver átti hann. Lögreglan skarst í leikinn og skotið var inn tveimur auglýs- ingum í þáttinn „Við vinnuna“ í út- varpinu. Amma barnsins, tíu mán- aða telpu, heyrði auglýsinguna og kom í dauðans ofboði að sækja hana. „Þetta er yndisleg telpa,“ sagði Sigríður Sumarliðadóttir lögreglukona í samtali við Morg- unblaðið en telpan vaknaði á lög- reglustöðinni og var hin besta. Amman hafði sett barnið út í vagn eftir morgunhressingu við heimili sitt á Stýrimannastíg og hafði ekki hugmynd um að vagn- inn væri horfinn fyrr en hún heyrði auglýsinguna í útvarpinu. Ekki var búið að upplýsa hver tekið hafði barnið en amman hall- aðist að því að börn hefðu gert það í óvitaskap. „Þó getur tæplega hafa verið um mjög litla krakka að ræða, því bremsan var á vagninum í garðinum og hún hafði verið sett aftur á hann þar sem hann var skilinn eftir við verzlunina,“ sagði í fréttinni. GAMLA FRÉTTIN Ungbarn í óskilum Lögregla flytur barnið til síns heima. Í myndatexta var tekið fram að það væri ekki á leið í „steininn“. Barninu varð ekki meint af hrekknum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Reynir Þór Eggertsson Júróvisjónspekingur Börkur Gunnarsson kvikmyndaleikstjóri Lee Proud danshöfundur SUMARIÐ ER KOMIÐ Í ILVA 8.995 kr./stk. 19.900 kr. 99.900 kr. 14.900 kr. 9.900 kr. 9.900 kr. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Summer-hringborðmeðglerplötu. 105 cm. 34.900kr. Nú25.900kr. Summer-stóll. Bistro. 7.900kr. Nú5.900kr.Heildarverð á setti 66.500kr. Nú49.500kr. Sparaðu17.000kr. Garðsett-borð og4 stólar Púði, ýmsir litir. 50 x50 cm. 8.995kr./stk. Alfonbra Stóll og skemillmeð sessum. 99.900kr. Springfield Sólhlíf. 3metrar. 9.900kr. Summer Hvítur, grár, blár eða grænnstóll. 14.900kr. Panama Eldstæði. 60 cm. 9.900kr. Summer Hengirúm. 195 x100cm. 19.900kr. Summer SPARAÐU 17.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.