Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 4
* Íslensk lög banna pýramídafyrirkomulag þar sem neyt-andinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir aðfá aðra til liðs við kerfið, í stað þess að selja eða neyta vörunnar. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu. Þjóðmál BRYNJA BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR brynja@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Margur hefur fengið símtalfrá gömlum kunningja semvill ólmur hitta mann til að segja frá ,,frábæru viðskiptatæki- færi“. Viðskiptatækifærið felur í sér að greiða kunningjanum vissa fjár- hæð, kannski í skiptum fyrir ein- hverja undravöru á borð við húðvör- ur, fiskiolíur eða vítamíntöflur, og finna síðan nokkra aðra aðila til að greiða manni sjálfum sömu fjárhæð. Þeir aðilar eiga að gera slíkt hið sama og svo koll af kolli. Á endanum græða allir mun meira en þá fjárhæð sem þeir lögðu í verkefnið. Hvort er um pýramídastarfsemi eða gullið við- skiptatækifæri að ræða? Anna Hermína Gunnarsdóttir er ein þeirra sem hefur farið illa út úr viðskiptum við fyrirtækið Zinzino, sem selur töfradrykki úr fiski- og ólífuolíu. Hún var boðuð á fund í heimahúsi þar sem vörurnar voru kynntar fyrir henni og nokkrum öðr- um. Hún hafði ekki áhuga á að ger- ast sölumaður fyrir fyrirtækið en samþykkti eftir allnokkrar fortölur að skuldbinda sig til að kaupa vörur til 12 mánaða. Fékk hún þá þriggja mánaða skammt af svokölluðum Bal- ance Shake á 27.500 krónur. Á sama tíma sendi hún blóðprufu til Noregs, sem átti að skera úr um hlutfall omega 3 og 6 fitusýra í blóði hennar en Balance vörurnar eru sagðar vera til þess að „rétta af“ óæskilegt hlut- fall á milli fitusýranna. Eftir nokkurra daga notkun fékk Anna heitarlegt ofnæmi og vaknaði alblóðug eftir að hafa klórað sig yfir heila nótt. Sölumaðurinn sagði henni að gefa efninu meiri tíma því líkaminn þyrfti að venjast því. Hún gerði það en ofnæmið ágerðist. Þurfti hún því að verja deginum á sjúkrahúsi og leita læknis aftur tveimur dögum síð- ar. Hún var einnig óvinnufær í þrjá daga. ,,Læknirinn sagðist sjaldan hafa séð jafn slæm ofnæmiseinkenni enda væri einkennin svipuð og hjá sjúkling- um sem skera sig,“ segir Anna. Þegar Anna falaðist eftir endur- greiðslu fyrir Balance vörurnar, var henni tjáð að hún þyrfti að framvísa læknisvottorði og skila vörunum, sem hún gerði. ,,Síðan fæ ég tölvupóst frá yfirmönnum Zinzino þess efnis að ég hefði í raun fengið vörurnar á til- boðsverði og að ég skuldaði þeim peninga. Þess vegna ætti ég ekki rétt á endurgreiðslu og að ég mætti vera þakklát fyrir að losna undan árs- samningnum. Mér var einnig sagt að blóðprufan, hvers andvirði væri 15 þúsund krónur, fengist ekki end- urgreidd. Þetta er allt annað en mér var tjáð á kynningarfundinum.“ Anna hefur enn ekki fengið endurgreitt. Helstu einkenni pýramídastarfsemi eru þau að þátttakendur græða að- eins peninga með því að fá fleiri þátt- takendur með sér inn í starfsemina. Fjöldi þátttakenda eykst veldisvíst þannig að grunnur pýramídans verð- ur mjög breiður á mjög skömmum tíma. Augljós ókostur við viðskipta- módelið er að það hentar aðeins þeim örfáu sem eru efst á pýramídanum því hann verður ósjálfbær afar hratt. Pýramídastarfsemi getur verið með eða án vöru. Þegar um pýra- mída með vöru er að ræða, þarf þátt- takandi að kaupa tiltekinn startpakka af vörunni. Hann fær síðan tiltekna prósentu af þeim vörum sem hann selur en á að finna fleiri þátttak- endur til að selja vöruna. Hann fær einnig þóknun af vörum sem þátttak- endur fyrir neðan hann selja sem og hlutdeild í hverjum startpakka. Honum er sagt að fljótlegasta leið- in til að afla tekna sé ekki að selja vörur, heldur að fá fleiri til að kaupa startpakka og gerast sölumenn sjálf- ir, eða „sjálfstæðir dreifiaðilar“, eða „viðskiptafélagar“, og svo framvegis. Sé ekki um neina vöru að ræða, greiðir þátttakandi tiltekna fjárhæð í upphafi, fær svo nokkra aðra til að borga sömu fjárhæð hver og hver þeirra á að fá nokkra aðra til að gera slíkt hið sama. Óréttmætir viðskiptahættir Reglugerð nr. 160/2009 um viðskipta- hætti sem teljast undir öllum kring- umstæðum óréttmætir, tekur á pýra- mídastarfsemi. Reglugerðin er sett með stoð í 8. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og mark- aðssetningu. Reglugerðin og lögin sem hún sækir stoð sína í fela í sér innleiðingu á Evróputilskipun og því gilda sömu reglur um pýramída á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Í 14. málsgrein 1. greinar reglu- gerðarinnar kemur fram að órétt- mætt sé að „stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neyt- andinn á kost á þóknun sem er að- allega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“ Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri hjá Neytendastofu, segist ekki hafa fengið kvörtun vegna pýramída- fyrirkomulags. Þó geti neytendur komið kvörtunum og ábendingum til stofnunarinnar, sem meti þá hvort um sé að ræða starfsemi sem falli að lýsingu reglugerðarinnar. „Lögin leggja ekki beint bann við starfsemi sem gerir ráð fyrir slíkri þóknun en það þyrfti að meta hvert tilfelli,“ segir hún og bætir við að lýs- ing reglugerðarinnar á óréttmætum viðskiptaháttum sé kallaður „svarti listinn“ og að þeir séu undir öllum kringumstæðum bannaðir. Eru til löglegir pýramídar? Ólíkt Bandaríkjunum, er ekki gerður greinarmunur á pýramídastarfsemi annars vegar og tengslamarkaðssetn- ingu (Multi Level Marketing, MLM) í íslenskum lögum. Í Bandaríkjunum er starfsemi þeirra fyrrnefndu ólög- leg en þeirra síðarnefndu lögleg. Þess í stað er tiltekinni háttsemi lýst í ís- lenskum lögum sem leggja má að jöfnu við óréttmæta viðskiptahætti. Munurinn á pýramída og MLM er oft óskýr en flestir greinahöfundar um málefnið, sem og bandarísk samkeppn- isyfirvöld (FTC) virðast sammála um að helsti munurinn sé fólginn í því að dreifiaðilar MLM fyrirtækja geti aflað tekna með því að selja vörur til neyt- enda. Hins vegar græði þeir á toppi pýramídans á gjöldum sem nýjustu dreifingaraðilarnir greiði. Að lokum hrynji pýramídinn þegar ekki sé leng- ur hægt að fjölga dreifingaraðilum. Oft svipuð einkenni Þegar um MLM fyrirtæki er að ræða er að minnsta kosti fræðilega hægt að afla tekna með því að selja vörur eða þjónustu og án þess að fá nýja dreifingaraðila inn í fyrirtækið. Þá eiga þátttakendur í MLM að geta, með mikilli eljusemi, aflað hærri tekna en manneskjan sem kom þeim inn í fyrirtækið til að byrja með. Hins vegar kann að vera erfitt að greina þar á milli þar sem MLM- fyrirtæki stunda almennt vörusölu samhliða því að innheimta gjöld fyrir startpakka og hvetja til fjölgunar dreifingaraðila. Að sama skapi eiga þau það sameiginlegt að gefa gylliboð um háar tekjur. Ársvelta 30 milljarðar dala Stærstu MLM-fyrirtækin eru Avon, Mary Kay, Pampered Chef og Amway. Í grein Chicago Tribune frá árinu 2013 kemur fram að MLM- fyrirtæki velti um 30 milljörðum bandaríkjadölum á ári og að 16 millj- ónir manna selji vörurnar þeirra, ef marka megi Direct Selling samtökin. Hægt er að kvarta yfir pýramídastarfsemi til Neytendastofu. HÉR Á LANDI STARFA FJÖLMÖRG FYRIRTÆKI, ÞAR SEM ÞÓKN- UN ÞÁTTTAKENDA RÆÐST AF ÞVÍ HVERSU MARGA ÞEIR FÁ TIL LIÐS VIÐ FYRIRTÆKIÐ. META ÞARF Í HVERJU TILFELLI HVORT STARFSEMI ÞEIRRA STANGAST Á VIÐ LÖG. Grafið sýnir hversu hratt pýramídar verða ósjálfbærir fleiri en Bandaríkjam enn Þ R E P fleiri en mannfjöldi h eimsins Fjöldi þátttakenda Þar sem þátttakendum í pýramída fjölgar mjög hratt verður hann hratt ósjálfbær. Þegar ekki er hægt að fjölga þátttakendum lengur hrynur hann. http://alanbmillard.com/ Getty Images Svindl eða við- skiptatækifæri? Stærðfræðilega hefur verið sannað að pýramídafyrir- komulag gengur ekki upp. Tök- um sem dæmi eina manneskju efst á pýramídanum sem biður aðra manneskju um 1.000 krónur, með því fororði að ef henni tekst að fá tvo aðra til að taka þátt í verkefni í skiptum fyrir 1.000 krónur, muni hún fá tvö þúsund krónur í hendurnar og græða þannig 1.000 krónur. Á þessum tímapunkti hafa tvær manneskjur grætt 1.000 krónur hvor. Hinar tvær mann- eskjurnar þurfa að fá tvær aðr- ar manneskjur hvor til þátttöku til þess að græða á fjárfesting- unni. Ef það tekst erum við komin á fjórða stig pýramídans og átta manns eru komnir inn í hann. Eftir því sem pýramídinn stækkar og lögunum fjölgar, fjölgar þátttakendum veldisvíst. Þar af leiðandi hrynur píramíd- inn þegar ekki er hægt að fjölga þátttakendum lengur og fólkið í neðstu lögum hans tapar öllum þeim fjármunum sem það lagði í verkefnið. Ef fyrsti þátttakandinn þarf að finna sex aðrar manneskjur til að koma út í gróða, þurfa þátt- takendur í þrepinu fyrir neðan hann að finna 36 manns til að pýramídinn haldi áfram og næstu þátttakendur þurfa að finna 216 manns. Ef það heppn- ast, þurfa þátttakendurnir 216 að finna 1.296 manns. Á þeim tímapunkti þarf að sannfæra 7.776 manns til við- bótar til þess að dæmið gangi upp. Þegar á sjöunda lagi pýra- mídans, þarf 279.936 manns til að hugmyndin gangi upp, eða nær allt Ísland. Á ellefta laginu þarf hins vegar rétt tæplega 363,8 milljónir manna, eða öll Bandaríkin. ÞARF AÐ SANNFÆRA SÍFELLT STÆRRI HÓP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.