Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 12
Þessi lifandi gjörningur felst íþví að ég klæði mig í nýjankjól á hverjum degi; sauma mér kjóla úr ýmsum gömlum föt- um og öðrum efnum og sumt er mjög óhefðbundið! Hver kjóll þarf að vera tilbúinn að kvöldi, ég klæði mig í hann að morgni og er í hon- um allan daginn. Þóra Karlsdóttir, listakona á Ak- ureyri, hefur orðið. „Það er gamall brandari í fjölskyldunni að ég hefði átt að vera strákur. Ég á þrjár eldri systur og gert var ráð fyrir strák. Fyrst það varð ekki sagði elsta systir mín að ég gæti þá bara heitið Strákur,“ segir Þóra. „Fyrir tilviljum voru margir strákar í hverfinu á sama aldri og ég lék mér mikið við þá. Ég var töffari og gat verið hörð við þá þegar þurfti. En núna ætla ég að vera dama, skvísa, drottning; ég hvet allar konur til að klæða sig fallega og draga fram það kven- lega. Með þessu verkefni minni ég líka á endurvinnslu. Þetta er skemmtilegt en erfitt; miklu meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir.“ Gjörningnum lýkur 1. desember. „Þá birtist ég endurfædd sem kona en ekki strákurinn sem gert var ráð fyrir á sínum tíma!“ Kærasti Þóru, Björn Jónsson, tekur myndir af henni í hverjum einasta kjól og þegar gjörningnum lýkur verður haldin sýning á myndunum og innsetning þar sem kjólarnir verða í aðalhlutverki. Þóra fór seint í listaskóla. „Ég ólst eiginlega upp á smíðastofunni hjá pabba í Barnaskóla Akureyrar og vildi fara í Myndlista- og hand- íðaskólann eftir að ég kláraði skyldunámið en viðhorf margra var að það væri ópraktískt nám. Spurt var: hvernig ætlarðu að sjá fyrir AKUREYRI Kjóll á dag í níu mánuði ÞÓRA KARLSDÓTTIR Á AKUREYRI FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR Í LISTINNI. HÚN STENDUR NÚ FYRIR ÓVENJULEGUM, LIF- ANDI GJÖRNINGI FRÁ 1. MARS TIL 1. DESEMBER. Þennan skrautlega kjól gerði Þóra úr smábarnafötum. „Oft er þetta á hinn veginn, en ég vildi prófa að snúa því við.“ Ljósmyndir/Björn Jónsson Efri hluti þessa kjóls er úr gamalli síðbrók af afa Þóru en neðri hlutinn er gamalt, rifið sængurver. Myndin er tekin við gamla almenningsklósettið undir kirkjutröppunum. „Ég hef lítinn tíma til að mála núna en gríp í penslana þegar ég get.“ 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 * Það var verið að veðja um hvenær ég bryti þessaspýtu. Aaaahh! Þarna fenguð þið svarið við því!Gísli Einarsson sjónvarpsmaður í útsendingunni Beint frá burði. Hann sett- ist á fjöl sem lögð var yfir garðann, hún brotnaði og Gísli datt á rassinn. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND FJARÐABYGGÐ Ungmennaráð Fjarðabyggðar leggur til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að fá fleiri sérstaklega tiltek á meðal ungs fyrir því að eða reka slíka s valdi þess er, til a slíkra staða. Bæj ungmennaráðs á sam mun hér eftir, sem hingað t sér fyrir að þjónusta í sveitarf verði sem fjölbreytilegust. ÍSAFJÖRÐUR Í samvinnu við íbúa, skóla og fyrirtæki stendur Ísafjarðarbær í b Mark að enn fallegri og skemmtilegri bæ þar sem snyrtimennska verður í fyrirrúmi, íbúum bæjarins til na iksóma - ekki síst í ljós þess að reik ð er með m lum fjölda ferðamanna til bæjarins í sumar. GRINDAVÍK Vakin er athygli á því á he Grindavíkur að sundlaug verður lokuð frá og með deginum 18. maí og í eina vikur vegna viðhalds. Skipt dúk í lauginni ásamt því se pottarnir verða málaðir, u í o a m o ú FLÓAHREPPUR Ungmennafélögin í Flóahreppi, Baldur, Sam eftir hugmyndum að nafni á nýja félagið. væri verra ef hugmyndinni f í Áveitunni, fréttabréfi s má senda á netfangið g veitunni segir enn SELFOSS Sverrir Sigurjónsson, einn eigenda Fasteignasölunnar Staðar, afhenti á dögunum Esther Óskarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjármála Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, .000260 kr. að gjöf og verður upphæðin notuð til tækjakaupa. Staður gerði styrktarsamning við jum þinglýstum samningiHSU og rennur hluti af hver steignasölunni til stofnunarinnar til HSU. Pabbi Þóru, Karl Hjaltason, kenndi smíðar í Barna- skóla Akureyrar frá 1964 til 1991 og í dag, laugar- dag, blæs Þóra til samkomu til minningar um hann. Karl lét börnin smíða báta af ýmsum gerðum í gegnum árin auk þess sem hann smíðaði sjálfur ára- báta fyrir sumarbúðirnar á Ástjörn og seglbáta fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri. Sumir þeirra eru enn í notkun, að sögn Þóru. Fyrrverandi nemendum Kalla er boðið að taka þátt í siglingadeginum. Eru þeir sem eiga báta frá því í skólanum hvattir til að mæta með þá. Dagskráin hefst kl. 13 í gömlu smíðastofunni, kl. 14 verður safnast saman við Friðbjarnarhús í innbænum, þar sem leikfangasýning Guðbjargar Ringsted er, en þær Þóra standa saman að uppákomunni. Nokkrir bátar úr kennslustofu Kalla eru til hjá Guðbjörgu, Þóra á fimm og von er á fleirum. Um þrjúleytið verður bátunum siglt á Leirutjörninni. HEIÐRAR PABBA SINN, SMÍÐAKENNARANN Siglingadagur í minningu Kalla Hjalta Karl með eitt margra fagurra fleyja sem hann smíðaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.