Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 13
þér? Ég fór ekki í námið af því að mér var sagt að það væri vonlaust! Ég lærði hárgreiðslu og vann við hana í tíu ár en klippti þá og greiddi yfir mig...“ Fyrrverandi maður Þóru lærði flugvirkjun í Svíþjóð. Eftir að hann lauk námi vann Þóra fyrir flugfélög víða um heim, þar sem eiginmaður- inn var við störf hverju sinni. Þegar þríburar Þóru urðu full- orðnir lét hún hins vegar lista- drauminn rætast. Settist á skóla- bekk í Trier í Þýskalandi og lauk námi í myndlist þaðan. „Ég vissi alltaf að þetta var það sem ég vildi gera. Draumurinn rættist og mér finnst forréttindi að fást við það sem ég er að gera núna. Kannski var ég ekki orðin nógu þroskuð áð- ur en það skiptir engu máli hve- nær maður ákveður að helga sig einhverju; betra seint en aldrei.“ Á þessu níu mánaða tímabili verða kjólarnir hvorki fleiri né færri en 280. „Það má gjarnan koma fram að mig vantar fleiri og tek glöð á móti kjólum af öllum stærðum og gerðum!“ Þóra hafði ekki komið til Akur- eyrar í 12 ár þegar hún mætti á árgangsmót þeirra sem fæddust 1962. Það var 2012, hún ákvað í kjölfarið að flytja heim og er alsæl. Hægt er að fylgjast með gjörn- ingnum á Facebook-síðu Þóru. Þóra klæddist svörtu allan apríl. „Ég vildi því vera í lita- sprengju 31. mars og lét vaða þó það snjóaði og væri kalt.“ Sauðburður á Hvarfi í Bárðardal, æskuheimili Bubba kær- asta Þóru. Þennan kjól gerði Þóra úr gömlu, síðu pilsi! 17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Ástandið er alvarlegt og á þessu þarf að finna einhverja heildstæða lausn,“ segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri í Snæ- fellsbæ. Í dag á Íbúðalánasjóður um þrjátíu eignir í Snæfellsbæ og um helmingur þeirra stendur auður. Borið er við að sumar séu ekki íbúðarhæfar og eru því ekki leigðar út – né heldur seldar. Þetta segir Kristinn að sé mjög baga- legt, því vantað hefur íbúðahúsnæði vestra að undanförnu. Margar eignanna sem hér um ræð- ir eru í Ólafsvík. „Ég skil ekki af hverju það má ekki leigja eignirnar út,“ segir Kristinn Jónasson. Hann segir að í nokkrum tilvikum hafi hann sjálfur sem bæjarstjóri haft samband við Íbúalánasjóð og óskað eftir eign- um. Að finna lausn á því hafi gengið upp og ofan. Í sumum tilvikum hafi verið tekinn sá millileikur að sjóð- urinn leigi sveitarfélaginu eignir og það aftur til fólks í íbúðaleit. „Svo finnst mér bagalegt að lítið er hirt um þessar eignir sem Íbúðalána- sjóður hefur leyst til sín og á. Gras- flatir eru ekki slegnar, ekki er málað og svo framvegis. Þetta stingur í augu, þegar stefna og mikill metn- aður er sú að halda bænum og um- hverfinu öllu í sæmilegu horfi,“ segir bæjarstjórinn. sbs@mbl.is SNÆFELLSBÆR Auð hús ekki til útleigu Mörg auð hús í eigu Íbúðalánasjóðs eru í Ólafsvík. Kristinn Jónasson Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur innanríkisráðherra til að tryggja Vegagerðinni fé til að koma upp og reka bílaþvottaplön á sunnanverðum Vestfjörðum á meðan enn er ekið á holóttum malarvegum. Vilja bílaþvottaplön Bókin Esjan, gönguleiðir, örnefni og saga kemur út á næstu dögum. Höfundur er Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands, og segir hann m.a. frá öllum þeim möguleikum til gönguferða sem fjallið býður upp á. Esjan Veitingar við öll tækifæri veisluþjónusta RESTAURANT- BAR Tapas barinn Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir. Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapas@tapas.is eða hringdu í síma 551 2344. Við hjálpum þér að gera þína veislu ógleymanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.