Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 15
ósennilegt að hægt væri að höfða mál á hendur þeim sem ákvað að senda róbótann af stað því til að bera ábyrgð sem yfirmaður þyrfti hann að hafa mátt vitað að róbót- inn myndi gera þann óskunda sem hann varð valdur að. Jafnvel með hæstu einkunnu frá West Point hefði venjulegur herforingi ekki sérþekkinguna á hugbúnaði og for- ritun til að geta vitað hvort græjan sem hann hefur yfir að ráða mun mögulega ekki virka eins og til var ætlast.“ Kannski má finna samsvörun í því hvernig við lítum á verk barna- hermanna. „Við viðurkennum að þegar börn eru þvinguð til að taka þátt í hernaði þá eru þau ekki með dómgreind og vitsmuni á borð við fullorðna og þess vegna ekki hægt að refsa þeim jafnvel þó að þau hafi framið skelfileg voðaverk.“ Er Tortímandinn handan við hornið? Ljóst er hvert tæknin stefnir og hafa málsmetandi samtök og stofn- anir lýst yfir áhyggjum af mögu- legri notkun LARs-róbótóa í hern- aði. „Umræðan og tæknin er enn á byrjunarreit og erfitt að segja til um það af nokkru viti hvort ætti að banna þessi tæki eða ekki. Raunar hefur það aðeins einu sinni gerst að vopn hafa verið bönnuð áður en þau hafa verið þróuð og smíðuð og það var þegar alþjóðasamfélagið sam- mæltist um að banna notkun leysi- geisla sem hefðu varandi blindandi áhrif á skotmarkið. Þótti þeim nóg að leyfa leysigeisla sem blinda að- eins tímabundið, enda þjóna þeir sama tilgangi alveg jafn vel. Hins vegar eru til dæmis jarðsprengjur og eiturgas ólögleg í hernaði, en bannið kom ekki fyrr en eftir að menn sáu hversu slæmar afleiðingar af notkun þeirra voru.“ Ekki má samt bíða mikið lengur með að kryfja þessi mál til mergj- ar því framtíðin gæti verið rétt handan við hornið. „Það er erfitt að afmarka tímarammann. Í einni skýrslu breska varnarmálaráðu- neytisins er talað um að þessi tækni geti verið komin í notkun á næstu 10-30 árum. Aðrar heimildir segja að sá árafjöldi sé algjörlega óraunhæfur.“ Morgunblaðið/Kristinn „Umræðan og tæknin er enn á byrjunarreit og erfitt að segja til um það af nokkru viti hvort ætti að banna þessi tæki eða ekki,“ segir Gunnar Dofri. Rutger Hauer í hlutverki sínu sem stríðsróbótinn ógleymanlegi Roy Batty í kvikmyndinni Blade Runner. Hann var aldeilis ekkert lamb að leika sér við. Arnold Schwarzenegger átti ekki í neinum vandræðum með að greina á milli vondu og góðu karlanna. Tæknin í dag er ekki svo fullkomin. 17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.