Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 17
17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Sýningar eru hafnar á barnasýningunni Fetta Bretta sem er fyrir áhorfendur á aldrinum sex mánaða til þriggja ára. Sýningin fer fram í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við leikhóp- inn Bibí og Blaka. Miðar fást á www.midi.is Fetta Bretta fyrir þau yngstu stjórnvalda bendir hún á að ein- staka sveitarfélög hafi veitt fé í formi styrkja til að hjálpa til í þessum málum. „Sjálf hef ég í boði Hverfisráðs Breiðholts og Reykja- víkurborgar farið með fræðslu til allra starfsmanna leik- og grunn- skóla í Breiðholti. Ég vona sann- arlega að það hafi skilað sér til sem allra flestra. Æskulýðsvett- vangurinn, sem samanstendur af Landsbjörg, skátunum, UMFÍ og KFUM og K, var jafnframt í sam- starfi við mig með EKKI MEIR og fórum við Ragnheiður Sigurð- ardóttir verkefnastjóri í hringferð um landið og héldum fjölda fræðslufunda með áhugasömu fólki í ýmsum geirum. Flestir vilja koma þessum málum í lag enda auðvelt að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir einhvers konar of- beldi.“ Ástæða til að hafa áhyggjur Linda Dögg Hólm er ráðgjafi Geð- hjálpar. Hún segir niðurstöður Wolkes í raun ekki koma mikið á óvart. Þegar séu til fjölmargar rannsóknir íslenskar og erlendar, sem bendi til orsakatengsla á milli eineltis í æsku og geðraskana á fullorðinsárum. Hins vegar séu það nýjar upplýsingar að einelti hafi verri áhrif á sálarlífið en ill með- ferð á heimili. „Rannsóknin sýndi líka að 40% þeirra sem urðu fyrir einelti höfðu einnig orðið fyrir illri meðferð á heimilinu. Það er ótrúlega hátt hlutfall, í raun sláandi hátt og gef- ur manni ástæðu til að hafa áhyggjur. Eins að einelti hafi var- anleg áhrif á sjálfstraust og gefi börnum brenglaða sjálfsmynd.“ Linda framkvæmdi könnun á vinnustað sínum, Geðhjálp, á tíma- bilinu janúar til október 2014. Hún spurði 95 einstaklinga sem leituðu til hennar á tímabilinu vegna ým- issa geðrænna vandamála hvort þeir hefðu orðið fyrir einelti. „Í ljós kom að 30% af þeim sem komu til mín höfðu lent í einelti sem börn. 30% af þeim komu vegna félags- kvíða, kvíða eða þunglyndis.“ Brengluð sjálfsmynd eltir Hún kveðst ekki geta fullyrt um or- sakatengsl þar á milli en þessir ein- staklingar glími augljóslega við vandamál sem talin séu afleiðingar eineltis. „Þessar niðurstöður mínar undirstrika klárlega að einelti hafi áhrif á geðheilsu. Aðstæður þar sem fólk þróar með sér brenglaða sjálfsmynd og lítið sjálfstraust auka líkur á andlegum veikindum á full- orðinsárum.“ Hún er sammála þeirri skoðun Wolkes að einelti sé alvarlegt heilsufarsvandamál sem taka þurfi föstum tökum. „Þessi málaflokkur og áhrif eineltis hefur ekki fengið nægilega umfjöllun. Einelti er visst form af áfalli sem börn ganga í gegnum.“ Þarf betra aðgengi Linda bendir á, að fólk sem glími við andlega vanheilsu á fullorðins- árum vegna eineltis hafi ekki fengið aðstæður til að vinna í vanlíðuninni. „Sálfræðiþjónusta er t.a.m. ekki niðurgreidd á Íslandi. Sálfræðingar taka vissulega almennt á afleið- ingum eineltis en við sitjum nú þeg- ar uppi með afleiðingar eineltis þegar fólk glímir við afleidd heilsu- farsvandamál á fullorðinsárunum. Við þurfum þess vegna að gera sál- fræðiþjónustu aðgengilegri. Margir koma einmitt til mín þar sem þeir hafa ekki efni á almennri sálfræði- þjónustu,“ segir hún og bætir við að ráðgjöf Geðhjálpar sé ókeypis. Morgunblaðið/Ómar * Í ljós kom að30% af þeimsem komu til mín höfðu lent í einelti sem börn. Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, kennari í Háteigsskóla, og Jón Ívar Ólafsson, einkaþjálfari í World Class, eða Ásta og Jónsi eins og þau eru kölluð, eru bæði önnum kafin en gefa sér tíma til að fara út að hjóla, fara í sund og út að leika með börnunum sínum þremur, Sylvíu Kristínu 4 ára, Anítu Kristínu 5 ára og Ívari Inga 7 ára. Þeim finnst líka gott að eyða tíma inni við lestur og eldamennsku. Sjónvarpsþátturinn sem allir geta horft á? Við horfum á Fyndnar fjölskyldumyndir og Wipeout. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Það sem er í uppá- haldi er íslenskt lambakjöt, salat og nýbakað brauð með smjöri. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst gaman að fara út að hjóla, skreppa í sund og hitta skemmtilegt fólk. Við próf- um líka reglulega nýja leikvelli víðs vegar um borgina, börn- unum finnst það mjög gaman. Borðið þið morgunmat saman? Já, við borðum morgunmat saman alla morgna. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við lesum mikið bækur og leikum okkur, horfum á sjónvarpið og eldum góðan mat. Er komið plan fyrir sumarið? Við erum að æfa okkur í að plana sem minnst fram í tím- ann og ætlum fyrst og fremst að hafa það notalegt saman dags daglega. Við hlökkum líka mikið til eyða tíma með ætt- ingjum sem búa erlendis og eru að koma hingað í frí. Æfa sig í að plana sem minnst fram í tímann og njóta sín dags daglega EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Ljósmyndir/Íris Pétursdóttir Ásta og Jónsi ásamt börnum. Ívar Ingi ásamt Anítu Krist- ínu og Sylvíu Kristínu. * Ohana þýðir fjölskylda og fjöl-skylda þýðir að enginn er skil-inn eftir eða gleymist. Lilo & Stitch SÓSA OG FRANSKAR FRÁBÆR KOKTEILL - Prófaðu cocktailsósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.