Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 20
É g hafði hugsað um þetta lengi, við höfðum talað um þetta lengi, við höfðum unnið fyrir þessu lengi og nú var ég kominn. Flugvöllurinn var teppalagður og í hátalarakerf- inu heyrðist spilað á tablatrommur, indverskara gat það varla orðið. Ég lít til vina minna og sé á þeim sama fiðring og ég finn sjálfur. Draumur- inn var í þann mund að rætast og óvissan orðin okkar veruleiki. Svona man ég eftir fyrstu skref- um okkar í langþráðri heimsreisu, fyrsta kvöldið í Mumbai, Indlandi. Við vorum fjögur saman nýbúin með menntaskóla og sammála um að háskólinn og vinnumarkaðurinn mættu bíða, eins og reyndar margir jafnaldrar okkar víðsvegar um heiminn. Næstu mánuðir áttu eftir að vera ótrúlega margslungnir og reynsluríkir, um margt yfirþyrm- andi en jafnframt mjög skemmti- legir. Þannig er Indland allur skal- inn. Fjársjóðskista sem vert er að gramsa í. Sjálfboðaliðar og túristar Fyrstu vikurnar vorum við svo lán- söm að geta unnið sem sjálfboða- liðar í Jalgaon, nokkuð afskekktu krummaskuði að því leyti að hefð- bundinn túrismi er nánast óþekkt- ur. Borgin hýsir ekki fleiri en hér um bil tvöfaldan fjölda Íslands, örfáar hræður á indverskan mæli- kvarða. Við vorum einskonar að- skotahlutir í skóla fyrir fátæk börn, stundum flugur á vegg og stundum virkir þátttakendur í kennslunni. Svokallaður sjálfboðaliðatúrismi, eða „voluntourism“ á ensku (eins- konar samsuða af orðunum volun- teer og tourism), er nýlega orðinn vinsælt fyrirbæri á þessari öld heimsreisunnar. Sjálfsagt er um að ræða birtingarmynd ákveðinnar fróðleiksfýsnar í bland við vilja til að láta gott af sér leiða. Eftir starf- ið, vinskap við börn og fullorðna og matarboð hjá skólastjórum og kennurum mátti segja að við vær- um hér um bil „lent“ í indverskri menningu. Ég er sannfærður um að ég hafi lært margfalt meira en ég gæti nokkurn tímann kennt þessum börnum. Hostelmenning og sólgylltar strendur Enn áttum við ógert að hitta aðra ferðalanga. Jalgaon var Indland fyrir Indverja og við hvíta fólkið þóttum vægast sagt forvitnileg. Oft lenti maður í því að fólk benti, hló, gekk upp að okkur og bað um myndatöku. Öðru áttum við að venjast eftir margra tíma lestarferð suður til Góa, þar sem ferðalangar voru á hverju strái. Góa er einskonar „Kalifornía Ind- lands“. Í Jalgaon þótti sjálfsagt að stelpurnar í hópnum væru nánast algjörlega huldar en nú var frá öðru að segja. Alstaðar mættu manni frjálslegt andrúmsloft, partí- túristar jafnt indverskir sem út- lenskir og sólgylltar strendur. Mér fannst ég vera kominn til annarrar heimsálfu. Fyrsta farfuglaheimilið er sterk minning, fyrir þær sakir hversu opnum örmum fólk mætti okkur. Það átti eftir að vera gegnumgang- andi stef í ferðinni að kynnast á hverjum áfangastað nýju fólki, sem hafði nýjar sögur að segja. Fólk gat komið saman hvaðanæva og verið eins ólíkt og hugsast getur en sam- einast um það eitt að vera ferða- langar. Farfuglarnir Níkó og Tamar Tvö af þessum ferðasystkinum okk- ar eru sérstaklega minnisstæð, hinn danski Níkó og Tamar frá Ísrael. Þau höfðu bæði farið til Indlands í níu mánuði upp á eigin spýtur og kynnst á leiðinni, og voru orðin einskonar tvíeyki þegar við kynnt- umst þeim í Norðvestur-Indlandi. Tamar hafði logið uppá sig þung- lyndi til að sleppa við herskyldu heima í Ísrael og var komin á flakk eftir að hafa klárað samfélagsþjón- ustuna, sem henni var gert að inna af hendi í stað herskyldunnar. Það var ekki óalgengt að rekast á ísr- aelska vinahópa sem höfðu nýlokið við herskyldu á ferðinni á Indlandi. Vinur hennar Níkó var frá Álaborg og af ríku og rammdönsku foreldri kominn. Hann hafði tekið þá ákvörðun að gerast hindúi og var á Indlandi í einskonar pílagrímsferð, sem kom sér vel í heimsóknum okkar í indversk hof, þar sem hann gat frætt okkur um táknræna merkingu ýmissa siða í kringum helgihaldið, sem hefði annars virst ruglandi. Land eða heimsálfa? Það getur verið ruglandi fyrir Ís- lending að ímynda sér Indland sem eitt land. Þegar við ímyndum okkur land sjáum við gjarnan fyrir okkur litlu stóru eyjuna okkar sem á sér afmarkaðan stað í mannkynssög- unni, eitt ástkært, ylhýrt móðurmál og nokkuð skýrt teiknaða mynd af eigin menningu. Á Indlandi skolast þetta allt til. Suður- og Norður- Indverjar geta átt minna sameig- inlegt en hamborgari og flugvél. Eins er varla hægt að sjá ríkjandi trúna, hindúisma, fyrir sér sem ein samsteypt trúarbrögð, heldur samfellda þróunarsögu trúarbragða sem tekið hefur á sig allar þær birtingarmyndir sem trú mannsins er fær um. Í stuttu máli sagt: Indland er margslungið. Forvitni á báða bóga Ef ég ætti að velja eitt atriði sem gerir Indland að merkilegum áfangastað, fyrir utan ómetanlegar fornminjar og söguslóðir, fáránlega REYNSLUSAGA AF HEIMSHORNAFLAKKI Fjársjóðskistan Indland INDLAND HLÝTUR AÐ VERA EITT FJÖLBREYTTASTA LAND HEIMS, OG Í SENN EITT ÞAÐ RÍKASTA OG FÁTÆKASTA. ÞAR SEM TÖFRANDI FEGURÐ OG VIÐBJÓÐUR MÆTA MANNI HÖND Í HÖND ER MARGT AÐ FINNA FYRIR DJARFA FERÐALANGA. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Fyrstu vikurnar fannst okkur annar hver dagur vera stórhátíð. Hér er svokall- aður kennaradagur haldinn hátíðlegur í skólanum og mikil kátína í loftinu. Árbakki Gangesfljóts við hina heilögu borg Varanasí. Við andlát þykir eftirsóknarverð útför að vera brenndur við árbakkann og askan sett í fljótið. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.