Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 25
17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Morgunblaðið/Eggert Kristín María Dýrfjörð notar ekki mjólk út í svarta teið sitt heldur kýs að hafa það svart og sykurlaust. Nærsýnu ungu fólki fjölgar í Evrópu og sýnir ný rannsókn að það geti verið út af aukinni tölvunotkun. Vísindamenn frá King’s College London komust að því að 47% fólks á aldrinum 25-29 væru nærsýn, sem er mun meira en meðaltalið. Nærsýnu ungu fólki fjölgar*Fótbolti er einfaldur leikur;22 menn elta bolta í 90mínútur og Þýskaland vinnur. Gary Lineker Kristín María er fróð um sögu tes og er fús til að deila vitneskjunni. Te á sér 5.000 ára gamla sögu og er sá drykkur sem drukkið er mest af í heiminum á eftir vatni. Te er ræktað í 50 löndum og um þrjár milljónir tebolla eru drukknir á dag. Allt te kemur af sömu plönt- unni, camellia sinensis eða afbrigði hennar. Teplantan er sígræn en laufblöð hennar eru holl og andoxunarrík. Það fer svo eftir því hvernig laufin eru unnin hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Svart te er þurrkað og látið gerjast en þá verða laufin dökkbrún en grænt te snögghitað til að koma í veg fyrir gerjun og því verða laufin græn. Við uppskeru eru aðeins blöðin notuð, sem og stilkurinn með toppum og tveimur blöðum, en því yngri og fíngerðari sem laufin eru því betra verður teið. Úr neðri blöðum er unnið grófara te sem er ekki eins bragð- gott. Áburður, frostpinni og andlitsvatn Kristín María er líka með margar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta drykkinn á skemmtilegan hátt. Hún segir frábært að kæla ávaxtate, bæta jafnvel við örlitlu hunangi og sítrónusneið og bjóða krökkunum að drekka það í staðinn fyrir sykraðan ávaxtasafa. Líka er hægt að búa til frostpinna úr tei. „Ég bý oft til frostpinna úr ávaxtatei, bæti stundum frosnum hindberjum út í. Stelpunni minni finnst það æði,“ segir hún. Það sem eftir situr í könnunni getur nýst á ýmsan hátt. Kristín María segir tilvalið að endurnýta telaufin sem áburð í garðinum eftir að hellt er upp á. Svo er hægt að nota te í fagurfræðilegum tilgangi en til að fá aukinn gjáa á hár er gott að nota te sem skol eftir að hár hefur verið þvegið, segir hún. Líka er hvítt te talið vera gott fyrir húðina og mælir Kristín með því að setja kælt hvítt te í bómull og nota sem and- litsvatn. Te í staðinn fyrir sykraðan safa Te er heilsusamlegt og hægt er að nota það á margan hátt. Morgunblaðið/Eggert Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Til að búa til hollan og góðan morgunhristing er hægt að nota te. Kristín María mælir með matcha-tehristingi úr matcha, möndlumjólk, haframjöli og ban- ana en hann er búinn til í bland- ara. 1/2 tsk matcha-te (matcha hikari) eða 1 msk matcha for cooking 200 ml möndlumjólk hálfur banani 1/2 dl haframjöl ísmolar Hún segir matcha-te einstaklega hollt grænt te úr skuggagrónum dökkgrænum laufblöðum og handmalað í sérstökum granít- kvörnum. Zen-búddamúnkar uppgötvuðu það fyrir 800 árum síðan og notuðu mikið við hug- leiðslu. Það gerði þeim kleift að sitja lengur við og einbeita sér betur. Matcha er oft kallað „drottn- ing græna tesins“ en engin önnur fæðutegund er þekkt sem inni- heldur svo mikið af andoxunar- efnum, segir Kristín María og vís- ar til rannsókna frá Brunswick Laboratories og EcoPro Rese- arch Co.Ltd. Matcha inniheldur vítamín, steinefni og trefjar en er einnig ríkt af aminósýrum eins og L- theanine sem vinnur gegn kvíða og eykur dópamín-framleiðslu. Tehristingur í morgunmat Kristín María segir matcha-te einstaklega hollt grænt te úr skuggagrónum dökkgrænum laufblöðum og handmalað í sérstökum granítkvörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.