Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 28
Sturla Sigurðsson er höfundur verksins „Og aftur hló mávur- inn,“ sem fjallar um samfélagið, hvaðan það kom og hvert það sé að fara. Sturla segir verkið, sem er videoverk varpað á vegg, einnig vangaveltur um það hvað við gerum við samfélagið og okkar arfleið. „Verkið er innblásið frá internetinu og net- heimum,“ segir Sigurður Ýmir og segir hann verkið tilraun með samspil milli leturs og mynda. „Orðin sem ég vel eru svolítið ofnotuð og er ég að gefa þeim nýjan vettvang. Þetta eru orð sem að eiga svolítið heima á internetinu og mest not- uð þar, enda er ég af þessari internet-kynslóð.“ Sigurður segir orðin jafnframt mikið notuð í netspjalli og „kommentum,“ og myndirnar þótti honum fara vel við orðin. * Rúmlega 50 nemendur ísjónlistadeild sýndu verksem þeir hafa unnið að undanfarnar vikur. Berglind Brá Jóhannsdóttir sýndi vatnslitaverk þar sem hún rýnir í umfjall- anir um umhverfismál í fríblöðum sem dreift er um Reykjavík. Þar flokkar hún efnistök dagblaðanna eftir litum og sýnir með appelsínugulum lit hvar umfjall- anir og fréttir um umhverfismál er að finna í blöðunum. Anna Andrea Winther vann rannsókn um það hvernig hag- kerfið vinnur á móti umhverfinu. Verkið heitir verðmæti og snýst um gerviverðmæti og gervigildi sem við erum búin að búa til í samfélaginu s.s. peningar og þessi grunngildi. Síðan eru það alvöru verðmætin sem að halda í okkur lífinu og snýst verkið um hvernig þetta gervigildi hefur tekið yfir. „Við erum svolítið að eyðileggja umhverfið með þessum gervigildum sem taka yfir og á endanum eru það þau sem standa eftir í líflausum heimi.“ Í verkinu tákna gull, silfur og brons grunnin af peningalegu gildi í bland við náttúruperlur. Úlfur Bragi Einarsson vann ákveðna rannsókn á umheiminum. „Ég komst að því að ég gat búið til græju heima hjá mér til þess að skoða öreindir sem koma úr geimnum. Mér finnst áhugavert að maður geti þvingað ósýnilegan raunveru- leika inn í okkar raunveruleika. Ég tók það upp á vídeó og varpaði því síðan á gólfið á svarta gifsplötu.“ Úlfur fékkst við mikla rannsóknarvinnu samhliða verkinu og las bók eftir Pál Skúlason, Umhverfing. „Þar talar Páll um mismuninn á náttúru og umhverfi. Náttúra er það sem hún býr til en umhverfi er manngert og það var það sem ég gerði, umhverfi, til þess að skoða öreindir sem koma úr geimnum.“ Guðrún Sigurðardóttir vann með þyngdaraflið í verki sínu. „Hugmyndin var sú að þyngdaraflið er sá þáttur sem heldur okkur á jörðinni og birtist í glímunni við efnið og þyngdaraflið. Innblástur af efnisvalinu var efniviðurinn sem var á staðnum í rýminu. Rafmgnsgrindur, vírar og fleira,“ segir Guðrún og bætir við að meginbirtingarform verks- ins er teikning í rými. „Í staðin fyrir að teikna á tví- víðan hlut þá notaði ég efnið til að teikna þrívítt.“ 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Heimili og hönnun HÚSGAGNAHÖLLIN • Bí ldshöfða 20 • Reykjav ík • OPIÐ Virka daga 10-18, laugard . 11-17 og sunnud. 13-17 50 1965–2015 ÁRA Vaxandi vöruúrval – MIDSOMMER 25% AFSLÁTTUR MAÍ-TILBOÐ 25%AFSLÁTTUR MIDSOMMER BORÐ Sófaborð, hornborð, lampaborð o.fl. Margar gerðir, há og lág, svört eða hvít.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.