Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Matur og drykkir Ó hætt er að segja að veitingastaðurinn Silfra á ION Luxury Advent- ure Hotel hafi vakið mikla athygli. Þar hafa þeir Hrafn- kell Sigríðarson og Sigurður Laufdal matreiðslumenn lagt mikinn metnað og hugarflug í að galdra fram ein- staka rétti. Þeir þykja skemmtilega uppátækjasamir í matseldinni og hafa á hugvitssamlegan hátt hampað íslensku hráefni um leið og þeir reyna að tengja matargerðina við náttúruna sem umlykur hótelið. Nýjasta útspilið er að hætta að greina á milli forrétta aðalrétta og eftirrétta. Eins og Hrafnkell lýsir því verður sagt skilið við hefð- bundna flokkun og uppröðun mál- tíðarinnar og hver og einn réttur fær þess í stað að standa á eigin forsendum. „Sumir eru kannski ögn meira forréttar- eða eftirrétt- arlegir en við gerum ekki upp á milli þeirra á matseðlinum.“ Haldið í sveitaræturnar Hrafnkell lýsir hugmyndafræði Silfru þannig að markmiðið sé að hafa matreiðsluna í hæsta gæða- flokki en gleyma samt ekki að um sveitaveitingastað er að ræða. Út- koman birtist t.d. í birki- og greni- ediki sem yfirkokkarnir hafa sjálfir lagað og notkun kryddjurta sem þeir finna á svæðinu á borð við blóðberg, skessujurt og hvönn. Um leið og berin byrja að spretta eru þeir Hrafnkell og Sigurður farnir út í móa til að fylla búrið. Matargerðin er fáguð en um leið ögn óhefluð, til að halda í sveita- einkennin. „Dæmi um þetta er lambahryggurinn sem við fram- reiðum á beini svo að matargest- irnir þurfa að rífa örlítið í þegar þeir gæða sér á réttinum.“ Hrafnkell bendir á að þrátt fyrir metnaðinn og frumleikann megi ekki gleyma að viðskiptavinirnir vilja umfram allt ljúffengan mat til að gæða sér á. Tilraunastarfsemin má ekki vera á kostnað góða bragðsins. „Sumir eru jú fyrst og síðast komnir til þess einfaldlega að fá gott að borða,“ segir hann. Að nota sem mest af hráefni af svæðinu, og aðeins íslenska mat- vöru ef því verður við komið, er ekki bara til þess gert að gefa matseldinni skýrara þema. Segir Hrafnkell að iðulega séu gæðin mun meiri í íslenska hráefninu, og gildir það ekki síst um grænmetið. „Grænmetisræktun hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma og t.d. mjög gott úrval af fyrsta flokks tómötum af ýmsum gerðum beint frá íslenskum gróðurhúsum. Eru þeir mun betri en innfluttu tómatarnir, á öllum tímum ársins.“ Ekki hefur þó enn tekist að nota einvörðungu íslenskt við mat- argerðina. Verður ekki hjá því komist, í það minnsta ekki alveg strax, að hafa stöku hráefni sem flutt er til landsins. „Það er til dæmis mjög erfitt að halda úti eld- húsi án þess að hafa lauk, en ís- lenskir garðyrkjubændur rækta ekki lauk í neinu magni og lauk- urinn sem seldur er í verslunum er allur innfluttur.“ Galopið eldhús? Í bígerð er að breyta skipulagi og hönnun veitingastaðarins þannig að meira af matseldinni fari fram fyr- ir augum gestanna. Segir Hrafn- kell að þetta eigi að auka á upp- lifun matargestanna sem geta fylgst vandlega með handbragði matreiðslufólksins ef áhugi er á. „Um leið ætti þett að vera skemmtilegt fyrir kokkana sem verða með þessu í betra sambandi við gestina og geta fengið betri til- finningu fyrir því hvernig kvöldið er að ganga upp.“ Ekki er búið að ákveða tíma- ramma fyrir framkvæmdirnar og segir Hrafnkell að hönnunin sé enn á frumstigi. Hver veit nema að verði vart við smá sviðsskrekk fyrst um sinn enda íslenskir matreiðslumenn van- astir því að stunda fag sitt bak við luktar dyr þar sem þjónar eru á stöðugum þeytingi inn og út úr eldhúsinu með diskana. Aðrir gætu fagnað því að fá að eiga smátíma í sviðsljósinu og upplifa af fyrstu hendi hrifningu matargestanna. En verður ekki vandasamt að halda vinnusvæðinu hreinu þegar mikið gengur á við matseldina? „Vel menntaðir kokkar hafa lært að það þarf hvort eð er að hafa tuskuna á lofti öllum stundum og halda eldhúsinu stöðugt snyrtilegu meðan eldað er. Það má svo gera þetta auðveldara með úthugsaðri hönnun enda misjafnlega auðvelt að viðhalda snyrtilegu vinnusvæði eftir því hvernig eldhúsið er skipu- lagt og uppstillt.“ NÁTTÚRAN NÝTUR SÍN Á DISKINUM Hugsað út fyrir rammann í eldhúsinu Í BÍGERÐ AÐ ENDURHANNA SILFRU SVO AÐ GESTIR SJÁI KOKKANA AÐ STÖRFUM. MATARGERÐIN ER Í SENN FÁGUÐ OG SVEITALEG. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hrafnkell Sigríðarson matreiðslu- maður á Ion-hótel segir að tilrauna- starfsemi í eldhúsinu megi ekki vera á kostnað bragðsins. Léttur forréttur fyrir 4 SÖLTUÐ SÍTRÓNA 2 stk sítrónur salt 36g sykur 24g olía 100g Sítrónurnar þunnt sneiddar. Sneið- unum velt upp úr sykrinum og salt- inu og geymt í krukku/hreinu formi í eina viku í kæli. Vökvinn sigtaður frá og sítrón- urnar maukaðar í matvinnsluvél, olíunni bætt við varlega þar til að fallegri áferð er náð. RISTUÐ FRÆ; sólblómafræ 30g graskersfræ 30g olía 1 msk salt örlítið Fræin mulin fínt eða söxuð með hníf. Panna hituð og fræin ristuð á pönnunni þegar þau byrja að litast bætið við olíu og salti og steikt/ ristuð áfram í c.a. 1 mín. DILL-SEYÐI þurrkaður beltisþari 20g steinbíts-harðfiskur, mulinn 150g vatn250g dill150g salt til bragðs Vatn og beltisþari sett í pott og hit- að að suðu. Harðfisknum bætt við og slökkt undir, látið standa í 1 klst. Soðið sigtað og lagt til hliðar. Kom- ið 1/2L vatni að suði með 1 mtsk af salti, léttsjóðið dillið í vatninu (c.a. 30 sek-1min) og snöggkælið undir köldu vatni. Soðið og dillið sett í matvinnsluvél/blender og maukað þar til falleg áferð myndast. STEINBÍTUR steinbítur 450g smjör 50 g olía til steikingar salt til bragðs Steinbíturinn hreinsaður og skor- inn í langa bita, síðan saltaður vel. Panna hituð þar til að byrjar að rjúka úr henni, olíunni bætt á og síðan steinbítnum. Steiktur í 1 mín á einni hlið, síðan smjörinu bætt við og steiktur áfram í 2 mín á sömu hlið. Fiskinum snúið og smjörinu ausið yfir með skeið. Steiktur í c.a. 1 mínútu í viðbót eða þar til fulleldaður. Fiskurinn lagður á eldhúspappír. Steiktur steinbítur, dill-seyði, söltuð sítróna, ristuð fræ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.