Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 40
Tíska Cara Delevingne í Sci-fi kvikmynd AFP *Ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefur landaðhlutverki í nýjustu mynd leikstjórans Luc Bes-son. Kvikmyndin er gerð eftir Sci-fi-bókaflokkn-um Valerian eftir Pierre Christin and Jean-Claude Mezieres. Besson leikstýrði til aðmynda Sci-fi-myndinni The Fifth Element og lékþá fyrrverandi fyrirsætan Milla Jovovich eitt af aðahlutverkunum. H ver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég reyni að taka ekki miklu ástfóstri við fötin mín og tekst það misjafnlega vel því sum kaup eru hreinlega bara betri en önnur – það verður að viðurkennast. En ég myndi segja að bestu kaupin mín núna nýverið séu án efa Vila-leðurjakkinn minn og Selected-gallaskyrtan mín. Geggjaðar flíkur sem ég er búin að nota mjög mikið og ganga við allt. En þau verstu? Það gef ég ekki upp svona opinberlega … Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, eflaust ef ég myndi leggja höfuðið í bleyti. Annars held ég að ég hafi sloppið nokkuð vel að frátöldum Buffalo-skónum hér um árið – það var nú meira tískuslysið. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Það eru nokkrar flottar skvísur þarna úti sem hafa skemmtilegan stíl en ég hef aðeins verið að fylgjast með Robin Wright núna upp á síðkastið en hún hefur ofboðslega flottan og klassískan stíl sem ég fíla. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég hugsa að ég myndi fara aftur til ársins 1950 þegar konur voru að mestu í kjólum og kvenlegar línur endurspegluðu klæðaburð þeirra. Á þessum tíma var mikið lagt upp úr efnisvali, smáatriðum og sniðum og það væri gaman að fá að máta alla þessu flottu kjóla. Spurning hvort maður myndi ekki skella sér í Selfriges og upplifa stemninguna. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég hugsa að ég myndi lýsa fatastílnum mínum sem frekar klassískum, ég kann vel við mig í galla- buxum, þægilegum bol og leðurjakka en finnst alveg svakalega gaman að klæða mig upp við skemmtileg tilefni og ég elska að vera í kjólum. Kjólarnir mínir eru flestir frekar einfaldir og fallegir en mér finnst skipta máli að þeir hafi einhverja „deataila,“ eitthvað sem brýtur upp einfaldleikann. Fylgihlutir eru nauðsynlegir og dásamleg leið til að brjóta upp hefðbundinn, klassískan fatnað og ég efa að þú nappir mig einhvers staðar án þess að ég sé með einhvern fylgihlut, þeir skipta bara svo miklu máli. Og svo eru það skórnir, við konurnar eigum þetta eflaust sam- eiginlegt … Ég elska skó. Því fleiri skór því betra! „Give a girl the right shoes and she can conquer the world.“ – Marilyn Monroe Hverju er mest af í fataskápnum? Ég hugsa að það sé mest af jökkum í fataskápnum mínum þessa stundina. Það er svo mikið til af fallegum jökkum og sérstaklega núna þegar sumarið fer að nálgast þá fyllast búðirnar af geggjuðum jökkum, blaser- um og trenchcoat. Ég hef verið svolítið dugleg að heimsækja Vero Moda og Vila undanfarið enda endalaust úrval af fallegum jökkum. Næst á eftir jökk- unum held ég að það séu kjólarnir mínir, klassískir kjólar sem ég get dressað upp og niður eftir því hvert ég er að fara. Kjólarnir í Selected eru í sérstöku uppáhaldi og eru plássfrekastir í skápnum mínum þessa stundina. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Já, ég á alveg nokkur góð stef sem hjálpa mér móralslega og vitnaði ég í eitt hérna áðan þegar við fórum aðeins yfir mikilvægi þess að eiga nóg af skóm. Ég skal líka deila einu skemmtilegu með ykkur sem ég rakst á fyrir einhverjum ár- um „Whoever said that money cant buy happiness, simply didn’t know where to go shopping.“ Hvaðan sækir þú innblástur? Ég held að ég sæki innblástur í tíðarandann hverju sinni, ég reyni að fylgjast vel með því sem er að koma og hvað er í gangi enda kannski annað óhjákvæmilegt starfandi hjá Bestseller. Innblást- urinn kemur sjálfsagt mikið þaðan, þegar maður lifir og hrærist í tískunni alla daga, vinnur með myndir, liti, stíla og mynstur og veit hvað verður inn næstu jól og næsta vor smitast maður eflaust hratt. Hvað heillar þig við tísku? Sniðin, litirnir, mynstrin, sam- setningarnar og karakterinn sem tískan skapar, það er það sem heillar mig mest. Það er svo gaman að sjá hvernig tísk- an endurspeglar mismunandi karaktera hjá fólki. Eins er gaman að fylgjast með því hvað tískan hefur mikil áhrif, á alla hvort sem það eru konur eða karlar, börn eða unglingar og hvaða hún kemur. Við sjáum alveg jafnt hvernig tískan hefur áhrif í barnafataversluninni name it eins og í Jack&Jones eða Vila og hvernig tískan fer í hringi. ÞVÍ FLEIRI SKÓR ÞVÍ BETRA Lovísa kann vel við sig í gallabuxum, þægilegum bol og leðurjakka en finnst gaman að klæða sig upp við skemmtileg tilefni. Morgunblaðið/Kristinn Sækir innblástur í tíðarandann LOVÍSA ANNA PÁLMADÓTTIR, MARKAÐSSTJÓRI BESTSELLER, ER MEÐ KLASS- ÍSKAN FATASTÍL OG HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ KLÆÐA SIG UPP VIÐ TÆKI- FÆRI. LOVÍSA SEGIR FYLGIHLUTI SKIPTA MIKLU MÁLI OG AÐ ÞEIR SÉU SKEMMTILEG LEIÐ TIL AÐ BRJÓTA UPP HEFÐBUNDINN FATNAÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Leðurjakkinn úr Vila er miklu uppáhaldi hjá Lovísu. Falleg, víð gallaskyrta úr Selected. Lovísa myndi vilja fara aftur til árs- ins 1950 þegar konur voru að mestu í kjólum og kvenlegar línur endurspegluðu klæðaburð þeirra. Robin Wright hefur flottan og klassískan fatastíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.