Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 45
17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 fært“ og samþykkt þannig. Og við það sat í rúma öld. Á örfáum áratugum hafa réttindi samkynhneigðra breyst hratt á Vesturlöndum og hefur Ísland ekki verið neinn eftirbátur. Nú er svo komið að í umræðu í lagadeildum um sifjarétt þarf varla að víkja sér- staklega að réttindum samkynhneigðra, þótt af öðr- um ástæðum sé en átti við áður. Þá var enginn réttur til og því þurfti ekki að fjalla um hann. Nú er hann sá sami og um aðra þá sem ganga í hjónaband og því ástæðulaust að fjalla sérstaklega um hann í fræði- ritum. Víðast hefur ekkert breyst Því fer þó fjarri að þessi ótrúlega hraða þróun á Vesturlöndum hafi haft áhrif annars staðar á jarðar- kringlunni. Jafnvel þvert á móti. Því stundum virðist sem hinar hröðu breytingar vestra hafi hert menn í sínum viðhorfum annars staðar. Rússland bannar t.d. ættleiðingu barna til landa þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru leyfð. Á meðan einvörðungu var hægt að amast við sambúð samkynhneigðra var ekkert slíkt bann í gildi. Kín- versk yfirvöld ganga ekki svo langt en augljóst er að þeim líkar ekki þróunin. Ættleiðing til samkyn- hneigðra para er ólögmæt þar. Ekki þarf að nefna heim múslíma í þessu sambandi. Staðan þar er ekki bundin við tryllta ofstækismenn sem fleygja samkynhneigðu fólki fram af húsþökum og grýta þá til bana, sem eru svo ólánsamir að lifa af fallið. Það eru ekki einvörðungu brjálæðingarnir í Ríki íslams sem grýta konur fyrir að hafa verið nauðgað! Yfirvöldin í þessum löndum beita sjálf mjög harð- neskjulegum refsingum. En þegar ríkisvaldið er á ferðinni er framkvæmdin eilítið snyrtilegri. En eðlið er hið sama. Að kunna sér hóf En þótt lagaleg réttindi séu í húsi fyrir samkyn- hneigða þá vilja sumir menn ganga lengra. Ekkert er að því að vilja það. En það er gert með samsvarandi upphrópunum og stimplunum og þegar rætt er um staðsetningu á mosku í Reykjavík. Þeir, sem eru ekki sammála þeim sem hafa höndlað sannleikann, eiga hann og mega einir veifa honum, eru sagðir „for- dómafullir“. Nýleg hróp um að „fordómafrelsi“ felist í „samviskufrelsi“ hvað svo sem slíkir furðufrasar þýða. Eru virkilega til prestar í landinu sem vilja ekki að samviskan sé frjáls? Presturinn, sem nú síðast gaspraði með þetta orð á oddinum, þekkir augljóslega ekki merkingu þess, fremur en svo margir aðrir sem nota það. Presturinn gerir sig því sennilega sjálfur sekan um fordóma, samanber skilgreininguna hér á eftir: „Fordómur (oftast í ft. fordómar) er sú skoðun sem hver og einn kemur með að tilteknu máli án þess að hafa kynnt sér það til hlítar, framlag fólks, jákvætt eða neikvætt, eða hugmyndir sem það gerir sér um einhvern hlut að óreyndu eða lítt reyndu. Samsetning íslenska orðsins skýrir merkingu þess, for- og -dóm- ur (á latínu: praejudicium, ‚fyrirfram dæmt‘) og má einnig nefna fordóma ótímabærar hugmyndir.“ Rétt að gá að sér Þótt einhver hafi skoðun sem kann að stangast á við skoðun þess sem telur sig einan handhafa sannleik- ans og merkisbera réttlætisins, getur sú skoðun verið reist á nákvæmri skoðun og yfirvegun. Hitt er annað að þrátt fyrir vandlega skoðun og yfirlegu geta menn komist að rangri niðurstöðu. En sú niðurstaða á ekk- ert skylt við fordóma. Og þegar samviskunni er blandað í málið og hún ofin í bendu saman við meinta fordóma verður vitleysan óviðráðanleg. Frægt er (og iðulega rangtúlkað) að þingmönnum ber samkvæmt stjórnarskránni að fara einvörðungu eftir samvisku sinni við ákvarðanir, hvað sem tautar og raular. En það hafa ekki allir þetta „samviskufrelsi“. Eftir að svo er komið, sem betur fer, að samkyn- hneigðir hafa sama rétt og aðrir til ákvæða hjú- skaparlaga og annarra laga sem kunna að eiga við, verða allir þeir sem skipaðir eru til að framfylgja þeim lögum að gera það undanbragðalaust. Aldrei hefur eitt einasta dæmi verið nefnt um það að út af hafi verið brugðið. Þar geta samkynhneigðir með ná- kvæmlega sama hætti og aðrir lögformlega tryggt hjúskaparstöðu sína. Málið horfir ekki eins við gagnvart prestum kirkj- unnar. Einstaklingar í þeirri stétt geta beðist undan að framkvæma hjónavígslu með vísun til samvisku sinnar og trúarheits. Þjóðkirkjan er ríkiskirkja, samkvæmt stjórnar- skrá, og meira að segja þegar atlaga var gerð að stjórnarskránni af vinstristjórninni, var andófið hvað mest við að breyta því atriði og kom mörgum á óvart. En þótt Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja geta menn sagt sig úr henni. Þeir geta þó ekki sagt sig úr lögum við samfélagið í heild eða t.d. við einstaka hluta þess, svo sem opinbera skattheimtumenn eða Ríkisútvarpið, svo dæmi séu nefnd. Fyrir liggur að fjöldi presta er tilbúinn til þess að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra. Þannig að í raun er ekki aðeins hinn lögformlegi réttur fyrir hendi, sem mestu skiptir, heldur einnig ríkir kostir til þess að fá blessun kirkjunnar, sækist menn eftir því. Prestar hafa hafnað Það er raunar vitað að fjöldi presta hefur á umliðnum áratugum í raun neitað að gefa saman hjón. Það hef- ur gerst þannig að brúðarparið hefur haft ríkar kröf- ur um athöfnina, t.d. um að skreyta kirkjuna með óvenjulegum hætti, poppa athöfnina upp út að ystu mörkum og jafnvel láta flytja söngva sem presti hafa þótt óviðurkvæmilegir. Hann hefur svo sannarlega boðist til að framkvæma hjónavígsluna, en sett ákveðin mörk. Er hægt í öllum tilvikum að áfellast prest fyrir það? Aldrei hefur verið gert veður út af slíkum málum, heldur fundinn sveigjanlegri prestur, sem jafnvel er tilbúinn í hvað sem er. Þeir sýslunarmenn, sem að lögum hafa rétt og skyldu til að framkvæma hjónavígslu, þurfa ekki að gera það annars staðar en á sinni skráðu skrifstofu. En þeir hafa sumir sýnt ótrúlegan sveigjanleika og elt brúðarpör upp á fjallstinda og kannski hafa þeir hoppað með þeim í fallhlífum eða jafnvel kafað. Slík dæmi eru þekkt frá útlöndum að minnsta kosti. Gervivandamál En dettur nokkrum í hug í fullri alvöru að hjón sem eru að fá vígslu vilji láta trúarlegt yfirvald fram- kvæma hana, ef vitað er eða grunsemdir eru um að það gerði það óljúft, þvingað og með sár í sálinni? Rétt er að hver spyrji sjálfan sig að því. Hjónavígslan er einn af stærstu atburðum í lífi sér- hvers manns. Menn vilja að virðing, gleði, samkennd, hátíðleiki og góðvild séu í öndvegi atburðarins. Og hvort sem menn eru trúaðir í hefðbundnum skilningi orðsins eða ekki, telja þeir örugglega flestir að hjóna- vígsla þeirra verðskuldi blessun, einlæga og ekta. Enginn skuggi má falla á þennan dag. Nú vill svo til að Hæstiréttur Bandaríkjanna er þessa dagana að fjalla um mál af þessum meiði. Dóm- ararnir 9, sem þar sitja, eru taldir í hópi bestu lög- spekinga í þessu stóra landi. Þeir hafa hlustað á málflutning málsins og hafa nú ákveðið að taka sér nokkra mánuði til að gaumgæfa það. Hver svo sem niðurstaða þeirra verður og hvernig svo sem mönnum nær eða fjær mun líka hún, þá liggur fyrir að hún verður ekki byggð á fordómum í réttri merkingu orðsins. Það væri mikið þakkarefni, ef þeir sem hafa mis- notað þetta orð svo ríkulega og af mikilli fávisku (for- dómum) síðustu árin, taki sér nú tak og hætti því. En þú? Ekki getur bréfritari upplýst hvað hann sjálfur myndi gera væri hann prestur og stæði frammi fyrir þessu álitaefni. Hans tal yrði óhjákvæmilega að nokkru leyti byggt á fordómum, því hann hefur ekki lagst í biblíuskýringar eða hlustað á rökræður prest- anna eða á önnur mikilvæg sjónarmið. Hann getur þó leyft sé að giska, án allrar ábyrgðar. Sé það gert má ætla að niðurstaðan myndi verða áhættunnar megin, hvað sem liði siðum og fornum fræðum. Og kæmi í ljós á efsta degi að skransað hefði verið í lausamöl á mjóa veginum yrði vörnin þessi: Ákvörð- unin var ekki illa meint og hún var m.a. tekin með þessi orð skáldsins í huga: „Því glöggt ég veit – þann guð er ekki að finna, sem gerir upp á milli barna sinna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.