Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 51
17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 langan brunch og skemmtun plönuð fram á kvöld. „Ég elska Katar! Við erum búnar að skemmta okkur svo konunglega síðan við komum hingað,“ segir Sunna svo skín af henni. Hinar taka strax undir það. Frídag- arnir eru vel nýttir til skemmtunar. Flest stóru hótelin í Doha mega selja áfengi og í þeim hótelbyggingum eru skemmtistaðir borg- arinnar. Þeim er þó yfirleitt lokað milli eitt og tvö á nóttinni sem kemur þó ekki mikið að sök fyrir flugfreyjurnar því þær mega aldrei koma seinna heim til sín en klukkan fjögur að nóttu. Það er greinilegt á þessu spjalli okkar að djammið er tekið föstum tökum á frídög- um. „Auðvitað þykir manni rosalega vænt um þennan stað. Þetta er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Stella. „Ef þú átt góða vini hérna og hefur þín áhugamál þá er gott að vera hér.“ Þær eru allar sammála um að þá daga sem sé gaman, sé óendanlega gaman. Svefninn verður tekinn seinna Þó að þær eyði miklum tíma saman vinna þær nánast aldrei saman. Qatar Airways er stórt flugfélag og í farþegarými vinna um 8.500 manns og því eru mjög litlar líkur á að þær lendi oft með sömu vinnufélögunum í flugi. Stella og Kristín flugu þó saman í eitt sinn. „Maður er bara þjálfaður á ákveðið margar flugvélar í einu. Þær eru á sömu vél en ég er á allt annarri vél. Ég mun örugg- lega aldrei fljúga með þeim,“ segir Sunna pínu sár en heldur áfram. „Ég er að fara til Asíu, Ástralíu og Ameríku á meðan þær eru meira í Evrópu, Afríku, Japan og svoleiðis.“ Þær segja áfangastaðina misspennandi og þær standi sig jafnvel að því að vorkenna sjálfum sér að þurfa að fara til Moskvu eða Jóhannesarborgar sem sé í raun hálf fyndið. Allar ná þær þó að sjá stóran part af heim- inum sem þær annars myndu aldrei komast í kynni við. Stoppin eru frá einum til þriggja daga og því oft góður tími til að skoða sig um. „Svefninn verður bara tekinn seinna. Það er ekkert sofið fyrr en þetta ævintýri er búið,“ segir Kristín brosandi. „Fyrst fannst mér þessi óreglulegi svefn og svefnleysið erf- itt. Flugið til Balí er til dæmis 10 klukku- tímar. Svo er stoppað þar í 24 tíma. Þá er það spurningin, ætlarðu að sofa eða ætlarðu að upplifa Balí? Síðan er 10 tíma flug heim.“ Hinar brosa dreymandi á svip og það er auð- skilið að frítíminn í Doha er ekki það sem heldur þeim í þessari vinnu heldur hoppið og stoppin um allan heim. Of ólíkar og úr ólíkum áttum En þetta ár hefur ekki verið neinn dans á rósum. Af þeim íslenska hóp sem kom út fyrir ári eru þau fimm eftir. „Við gengum í gegnum erfitt ævintýri fyrstu tvo mánuðina. Hvern einasta dag vorum við nánast að gef- ast upp. Við erum allar með ólíkan bakgrunn og á ólíkum aldri en við vorum allar í sjokki fyrstu mánuðina,“ segir Sunna. En hafa þær allar brotnað niður á einhverjum tímapunkti og ætlað aftur heim? „Já, já, já, já!“ svara þær í kór. „Oft. Þess vegna erum við hérna saman. Það er alltaf einhver til að grípa þig. Við erum búnar að vera stoð og stytta fyrir hver aðra.“ En er þetta eitthvað sem þær myndu mæla með fyrir samheldinn íslenskan vinkvennahóp að gera? „Ég er ekki viss um að t.d. vinkvennahópurinn minn myndi geta þetta,“ segir Stella og hinar taka undir. „Við erum svo ólíkar þegar kemur að persónu- leikum en styrkleikar einnar vega upp veik- leika annarrar. Við erum búnar að þróast saman inn í þetta. En eins og við erum ótrú- lega ólíkar þá náum við alveg fáránlega vel saman.“ Þær eru sammála um að þessi þétti vinkvennahópur hefði aldrei náð saman í ís- lensku umhverfi. Til þess séu þær of ólíkar og úr ólíkum áttum. Alveg að deyja inni í okkur Þær keppast um að segja frá þeim stöðum sem þær hafa náð að skoða á ferðum sínum í vinnunni, vinnuandanum um borð og hvernig lífið sé í Doha. „Góðu stundirnar er rosalega góðar en erfiðu stundirnar rosalega erfiðar. En maður lifir svo mikið fyrir góðu stund- irnar. Ef maður nær einum góðum degi í viku þá er maður bara í skýjunum. Maður lifir svo á þeim degi næstu vikuna. Það skiptir bara öllu máli að vera með jákvætt hugafar. Við erum búnar að ákveða að vera hérna og lifum eftir því,“ segir Sunna og Stella bætir við að góðu dagarnir séu bara algerlega þess virði. Kristín er sammála og segir að þolinmæðisþröskuldur þeirra sé orð- inn svo hár að það geti nánast hver sem er sagt hvað sem er við þær og þær hlusti á al- veg pollrólegar. Sunna jánkar. „Við erum allar þrjár að díla við eitthvað hér sem við myndum aldrei gera heima. Við látum það ekki stöðva okkur þó að við séum stundum alveg að deyja inni í okkur. Þá peppum við stöðugt hver aðra upp. Þess vegna er svo gott að vera hérna saman, við stöndum alltaf við bakið á hver Íslenskar flugfreyjur í Doha, Sunna Dögg, Stella Andrea og Kristín Eva sem allar vinna hjá Qatar airways. Morgunblaðið/Golli * Ef það er eitthvaðsem ég sakna aðheiman þá er það sam- staðan ef einhverjum er misboðið. Þá standa allir upp og eitthvað er gert. Stella við hið gullhúðaða Shwegadong padon í Búrma. Það er heilagasta hof búddista í landinu.  Sunna segir það ótrúlega upplifun að ganga eftir Kínamúrnum og engan veginn hægt að átta sig á stærð hans nema upplifa það sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.