Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 52
annarri. Við komum saman hingað og við förum saman héðan.“ Stella segir að þær séu aldrei allar í einhverju þunglyndisskapi á sama tíma. Það er bara ein í einu og þá eru hinar tvær tilbúnar að rífa hana upp. „Ég væri ekki hér nema þær væru hér líka. Þær eru stoð mín og stytta og í raun eins og fjöl- skylda mín,“ segir Kristín. Vestrænu stelpurnar svo hræddar Menningarmunurinn birtist á margan hátt. Þær segja söguna af því þegar þær voru ný- fluttar til Doha og að leita sér að líkams- ræktarstöð. Eftir langa leit fundu þær álit- legan stað í hverfinu sem þær bjuggu í. Þær skelltu sér í æfingagallana og mættu gal- vaskar í jógabuxunum sínum en var snúið við á staðnum með orðunum, „Only for men“. Þeim var hins vegar bent inn í annan sal eða öllu heldur herbergi. „Þetta var kannski 10 fm herbergi með tveimur úr sér gengnum tækjum. Við vorum ekki sáttar,“ segir Kristín með hneykslunarsvip. Þegar vinkonur Sunnu voru hjá henni í heimsókn frá Íslandi og voru að koma úr ævintýraferð úr eyðimörkinni komu þær við á Starbucks- kaffihúsi. „Við vorum alveg í spreng eftir ferðina og spurðum hvar klósettið væri en fengum þá svarið, „It’s only for men.“ Við héldum fyrst að þetta væri eitthvert grín en okkur var ekki hleypt að.“ Lýsing þeirra á heilsuskoðun á ríkisspítalanum Doha er kostuleg. Allir sem fá atvinnu- og dvalarleyfi í Katar þurfa að fara í gegnum stífa lækn- isskoðun. „Við vorum eins og dýr þarna inni. Þetta var eins og á færibandi í einhverri verksmiðju. Allir læknarnir voru kvenkyns og voru sko ekki að leita að æðum þegar verið var að taka blóðprufur. Þær stungu sprautunum bara á kaf í mann. Við heyrðum öskur um alla ganga, vestrænu stelpurnar voru svo hræddar,“ segir Sunna og er mikið niðri fyrir. Kristín segir að hún hafi sjálf lent óvenju illa í þessu og hafi verið sett ítrekað í lungnaröntgen. „Þeir héldu að ég væri með berkla út af því að ég sýndi engin viðbrögð við einhverju bleki sem var spraut- að í mig. Ég var aldrei neitt varin í röntgen- myndatökunum. Aldrei sett á mig nein blý- vörn.“ Þær hugsa greinilega allar með hryllingi til þessarar heimsóknar. Eins og vel þjálfaður hermaður En er flugfreyjustarfið eitthvað sem þær sjá sig í til frambúðar? Stella segir starfið sem slíkt vera miklu skemmtilegra en hún hafi búist við en þær Kristín hrista þó höfuðið. Sunna er á annarri línu. „Ekki spurning. Fyrir mér er þetta upphafið. Ég er tuttugu og þriggja ára og er að byrja hjá fimm stjörnu flugfélagi sem er rosalega strangt. Ef ég stend mig hér þá verð ég viðurkennd alls staðar í þessum bransa,“ segir hún og Stella bætir við að það sé ekkert annað flug- félag með svona stífar reglur og þjálfun. Kristín grípur orðið. „Ef þú endist í vinnu hér í tvo mánuði þá ertu eins og vel þjálf- aður hermaður. Það að við séum hérna ennþá er í raun ótrúlegt. Það hefði enginn trúað því í byrjun að við myndum endast svona lengi. Við eigum fullt af vinum sem hafa verið reknir. Hiklaust.“ Þetta hlýtur þá allavega að vera vel borg- að? Þær hlæja allar. „Fyrir mér snýst þetta bara um að hafa gaman af. Þetta er pása frá Íslandi, pása frá því sem ég er að gera. Maður eyðir bara því sem maður aflar í eitt- hvað skemmtilegt,“ segir Stella og Sunna er sammála. „Það er rosalega dýrt að vera túr- isti. Ef þig langar að fara eitthvað sérstakt og skoða eða upplifa þá eyðir þú bara þeim peningum sem þú þarft. Það eru mjög marg- ir hérna sem eru að vinna til að byggja sér hús í heimalandinu eða að halda uppi stórum fjölskyldum þar. Fyrir okkur er þetta bara ævintýri. Við erum bara að lifa og hafa það gott.“ Kristín segir að þetta sé stopp á lífinu og mikið ævintýri en samt þurfi að borga skuldir. Þær segjast allar hafa þroskast mik- ið á þessu eina ári. „Jákvæðasti punkturinn við þessa vinnu er að vita hvað er að gerast í heiminum. Maður heyrir margt í fréttunum á Íslandi en hér er maður að vinna með fólki sem upplifir þessar fréttir,“ segir Stella. Föst í sápukúlu heima á Íslandi „Stærsti punkturinn fyrir mig að hafa kom- ið hingað er að nú er maður að vinna með fólki alls staðar frá í heiminum, t.d. Sýr- landi og Egyptalandi. Við erum bara föst í einhverri sápukúlu heima á Íslandi. Við er- um svo sjálflæg. Sjáðu með þessa blessuðu Omaggio-vasa. Bilast allt út af einhverjum vasa! Svo kemur maður hingað út þar sem ég var til dæmis að vinna með einum strák um daginn. Hann var búinn að vinna hér í átta ár og hafði náð að safna sér fyrir húsi heima í Sýrlandi. Það var sprengt í tætlur. Hverfið sem hann ólst uppí var þurrkað út. Hann er búinn að missa sex frændsystkini og bróðir hans er búinn að vera týndur í þrjú ár. Þetta er maðurinn sem er að vinna við hliðina á mér og hann hefur ekkert val um að fara aftur til baka.“ Stellu er mikið niðri fyrir. Sunna grípur orðið: „Fólk sem er að vinna með okkur, fær sömu laun og gerir sömu hluti og við en er að byggja hús, halda uppi fjölskyldum og heimilum í öðrum löndum meðan við erum bara að skemmta okkur.“ Kristín jánkar og bætir við. „Jafnvel reka tvö hús meðan ég er rétt að borga af námslánum og gamla yfirdrætt- inum mínum.“ Yfirdrættir elta mann milli heimsálfa. Þær barma sér ekki og segjast kunna að meta allt sitt umhverfi mun betur en áður. Sem dæmi taka þær nálægðina við stríð og eymd. Sunna segir þeirra flugfélag það eina sem fljúgi til Íraks, þvert yfir Persaflóann. „Við ættum að vera einn til tvo tíma að fljúga þangað en vegna stríðs- ins í Sýrlandi þurfum við að fara hring og því er þetta fjögurra tíma flug.“ Kristín segir að farþegar í þeim flugferðum séu að- allega kínverskir verkamenn. „Þetta virðist vera þeirra eini möguleiki í atvinnuleit. Þeir eru skíthræddir við að fara þangað og stressaðir í fluginu. Maður getur í raun ekkert gert til að hjálpa þeim. Þetta er eitthvað sem ég myndi aldrei vita ef ég hefði ekki upplifað það sjálf. Það er það sem þessi vinna færir mér.“ Þær segjast horfa allt öðrum augum á orðið „kreppa“ eftir að hafa horfst í augu við eymdina á stöðum eins og Rúanda, Indlandi og Fil- ippseyjum. Svo þakklát að vera Íslendingur Þær hljóta þó að sakna einhvers frá landinu kalda? „Ég sakna Nóakropps og íslensks nammis!“ segir Kristín hlæjandi en bætir svo við að auðvitað sakni hún helst fjölskyld- unnar, vina og fólksins og hinar jánka. „Eftir að ég flutti út og komst í svona mikla fjar- lægð fann ég hversu mikið ég elska vini mína og fjölskyldu. Ég er svo þakklát Ís- lendingum og að vera Íslendingur.“ Sunna bætir við að hún sakni íslensku stemningarinnar að fara bara niður í bæ, setjast á kaffihús og kjafta. „Það er engin þannig stemning hér. Hvergi svona miðbær þar sem maður sest niður og hittir alla.“ All- ar eru í mjög góðu sambandi við sitt fólk heima á Íslandi. En verður Doha á lista þeirra sem fram- tíðar viðkomustaður þegar þær flytja héðan? „Þetta er staður sem er í fullri uppbyggingu. Eftir fimmtán ár verður þetta kannski orðið eins og Dubai. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist, hvernig þeir þróast og breyta lögunum. Ef þeir þróast í átt að Dubai þá verður þetta frábær staður. Ynd- islegt að vera hér, gott veður og allt,“ segir Kristín og Stella er sammála. „Katar líkir sér svo mikið við Dubai. Þeir eru alltaf að horfa þangað og vilja verða eins, en þeir eru tíu til tuttugu árum á eftir í þeirri þróun. Þeir eru dálítið eins og litli bróðir að horfa upp til stóra bróður. Ég vil koma hingað aft- ur þegar ég er orðin sextug eða sjötug til að sjá turnana og hvað hefur breyst,“ segir Kristín og brosir. En fram að því ferðalagi er heil eilífð og óteljandi ný ævintýr. Eitt markmiða stelpnanna er að sjá sem flest undur veraldrar. Við píramídana miklu í Egyptalandi lenti Kristín þó í það mikilli áreitni fégráðugra heimamanna að hún átti fótum sínum fjör að launa. Sunna við Tanah Lot-hofið sem stendur á sjávarklöpp við strendur Balí. Sjórinn hefur í gegnum tíð- ina kvarnað úr klöppinni og miklu fjármagni verið eytt í að endurbyggja hana. * Þær skelltusér í æfinga-gallana og mættu galvaskar í jóga- buxunum sínum en var snúið við á staðnum með orð- unum, „Only for men“. Vinkonurnar saman í fríi í Tyrklandi þar sem þær höfðu viðkomu á leið heim til Íslands. Ein lengstu stoppin hjá Stellu eru á einum af hennar uppáhalds áfangastöðum, Saigon í Víetnam. Þar er gott að leggjast í hengirúm og súpa á kókossafa í bátsferð um Mekong-ána. Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.