Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Menning H vað er hægt að fá út úr því að sjá leik- sýningar á tungu- málum sem maður skilur ekki? Þess- arar spurningar hefur undirrituð reglulega verið spurð þegar hún hefur lagt leið sína út fyrir land- steinana til að horfa á erlendar leik- sýningar, nú seinast þegar leiðin lá til Berlínar í maíbyrjun. Svarið er hins vegar alltaf það sama: Það víkkar sjóndeildarhringinn. Þekki maður söguþráðinn fyrirfram hvort heldur er af sviði eða úr handriti þá er spennandi að beina sjónum sín- um fremur að sviðsumgjörðinni, leikmynd og búningum, en ekki síst leiknum. Þannig verður aldrei aug- ljósara hvort leikur er góður eða vondur þegar maður skilur ekki það sem sagt er, því þá skiptir tjáningin ein máli eins og hún birtist í radd- og líkamsbeitingu. Á sl. tveimur áratugum hefur greinarhöfundur reglulega lagt leið sína til meginlandsins með það eitt að markmiði að horfa á erlendar leiksýningar frá öllum heimsins hornum og telja sýningarnar nú vel á annað hundraðið. Þegar kom að því að velja sýningar í Berlín var horft til orðspors leikstjóranna og leikhúsanna, umsagna sem og kunn- ugleika verkanna. Þrjú leikhús voru sótt heim að þessu sinni; Schau- bühne, Deutsches Theater og Maxim Gorki Theater, en samtals náðist að sjá sex sýningar á einni viku. Eðli málsins samkvæmt voru sýningarnar mislangar, flestar voru í kringum 120 mínútur, sú stysta var 90 mín- útur og lengsta 165 mínútur. Allar áttu það hins vegar sameiginlegt að vera leiknar án hlés, sem getur oft verið til mikilla bóta þar sem betra tempó næst fyrir vikið, og mættu ís- lensk leikhús horfa til þessa í auknu mæli. Schaubühne og Deutsches Theater eiga hrós skilið fyrir efnis- miklar leikskrár prýddar fjölda mynda í aðeins A6-broti sem fóru vel í vasa í lestarferðum. Blóði drifin ástarsaga Leikhúsvikan hófst í Deutsches Theater þar sem harmleikurinn Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í þýðingu Thomasar Brasch og leikstjórn Christophers Rüping var frumsýndur 28. mars 2015. Kraftmikil sýning og að mörgu leyti áhugaverð, ef áhorf- endur létu það ekki trufla sig að leikritið hafði farið í gegnum hakka- vél, verið raðað saman upp á nýtt og senur iðulega leiknar í öfugri tímaröð. Í upphafi skyldi endinn skoða virtist leiðarstef leikstjórans, því sýningin hófst í grafhvelfingunni þar sem allar þær persónur verks- ins sem áttu eftir að deyja í átökum ættanna tveggja birtust blóði drifn- ar. Blóðið flaut, en átök og dráp voru útfærð með þeim hætti að leikarar supu á blóðlitum vökva úr flösku og frussuðum honum síðan yfir andstæðing sinn, sem virkaði áhrifamikið til að byrja með en varð leiðigjarnt til lengdar. Sama verður einnig að segja um nánast látlausa notkun á hringsviðinu, sem virtist vera gegnumgangandi þema hjá bæði Deutsches Theater og Maxim Gorki Theater. Sviðið var berangurslegt en mikið fór fyrir fimm líkkistum sem óspart voru notaðar með áhrifaríkum hætti. Svalaatriðið var útfært með hjálp vinnulyftu, sem hefði getað virkað sem smellin hugmynd en reyndist heldur þunglamalegt í út- færslu. Leikstjórinn braut mark- visst upp allar innilegar og ást- úðlegar senur elskendanna tveggja með háði sem hafði að lokum þau áhrif að áhorfendum stóð á sama um grimm örlög þeirra. Tilþrifalítill Tsjekhov Maxim Gorki Theater bauð upp á tvær uppfærslur á verkum Antons Tsjekhov, báðar í leikstjórn Nur- kans Erpulat. Annars vegar var um að ræða Kirsuberjagarðinn sem frumsýndur var 15. nóvember 2013 og hins vegar Vanja frænda sem frumsýndur var 2. maí 2015. Leik- hópurinn í báðum uppfærslum var fjölþjóðlegur og lítið fór fyrir hvers kyns raunsæi þegar kom að aldri eða uppruna leikara. Greinarhöfundur sá aðalæfinguna á Vanja frænda og var hún óhemju dauf og uppfærslan lítilfjörleg. Aug- ljóst var að mikið hafði verið lagt í þrívíddarskjá sem huldi bakvegg- Lars Eidinger var hættulega heillandi í hlutverki sínu sem Ríkarður þriðji í leikriti Williams Shakespeare sem Thomas Ostermeier leikstýrði hjá Schaubühne. Ljósmynd/Arno Declair FJÖLBREYTTAR OG FORVITNILEGAR LEIKSÝNINGAR TIL SKOÐUNAR Í BERLÍN Vit fremur en tilfinningar AUGLJÓST ER AÐ ANDI BERTOLTS BRECHT SVÍFUR ENN YFIR VÖTNUM Í ÞÝSKU LEIKHÚSLÍFI. Í FIMM AF SEX LEIKSÝNINGUM SEM LEIKLISTARRÝNIR MORG- UNBLAÐSINS SÁ Í BERLÍN Í MAÍBYRJUN VAR MARKVISST UNNIÐ GEGN HVERS KYNS INNLIFUN ÁHORFENDA EÐA SAMÚÐ MEÐ LEIKPERSÓNUM. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Í löngu vídeóinnslagi í uppfærslu Schaubühne á Ödipusi konungi þjáðist leik- stjórinn Romeo Castellucci mikið þegar piparúða var úðað í augu hans. Ljósmynd/Arno Declair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.