Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, sunnudag, í samstarfi við Íslandsdeild ICOM, undir yfirskriftinni: Söfn í þágu sjálf- bærni. Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍ- SOS) heldur utan um kynningu, safnar saman dagskrá safna, gerir hana aðgengilega og dreifir dagskránni til fjölmiðla. Líkt og fyrri ár verður dagskrá aðgengileg á heimasíðu safn- manna, safnmenn.is og safnabokin.is. Markmiðið með deginum er að vekja at- hygli á faglegu innra starfi safna á Íslandi. Fjöl- breytt dagskrá er í boði og landsmenn hvatt- ir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert hinn 18. maí ICOM og eru þátttak- endur um 35.000 söfn í 140 löndum. ÍSLENSKI SAFNADAGURINN SJÁLFBÆR SÖFN Frá sýningu í Hafnarborg. Fjölmörg söfn á land- inu taka þátt í dagskrá Safnadagsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Salurinn og Gerðarsafn í bakgrunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu í dag, laugardag, en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Meðal þess sem hægt er að upplifa er sýn- ingin Birting í Gerðarsafni þar sem samtíma- listamenn vinna út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur, en í tengslum við sýn- inguna mun Dodda Maggý ásamt Kvenna- kórnum Kötlu flytja vídeó- og tónlistargjörn- ing í Kópavogskirkju kl. 16. Í Salnum verður dagskráin Kóp City Bitch undir stjórn Stein- eyjar Skúladóttur kl. 18:30. Allar nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á kopavogur.is. Aðgangur er ókeypis. MENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI IÐAR AF LÍFI „Og þá kom stríðið …“ er yfirskrift sögu- og tónlist- ardagskrár sem sýnd verð- ur í Hernámssetrinu í Hvalfirði í dag, laugardag, og í Hannesarholti í Reykjavík dagana 19., 21., og 24. maí. Með dagskránni munu listamennirnir Guð- rún Ásmundsdóttir sögu- maður, Alexandra Cherny- shova sópransöngkona, Ásgeir Páll Ágústson baritónsöngvari og Kjartan Valdemarsson pí- anóleikari minnast þess að á þessu ári verða 70 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar sem kostaði rúmlega 70 milljónir manna lífið. Í dagskránni segir sögumaðurinn sögur frá stríðstímanum frá Hollandi, Bretlandi, Rúss- landi og Íslandi. Inn í sögurnar fléttast lög á borð við „The White Cliffs of Dover“ og „We will meet again“. Miðasala er á midi.is og við innganginn. OG ÞÁ KOM STRÍÐIÐ … 70 ÁRUM SÍÐAR Alexandra Chernyshova Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach á morgun, sunnudag, kl. 17 í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Kammersveit Langholtskirkju leikur með og konsertmeist- ari er Ari Þór Vilhjálmsson. Einsöngvarar eru Benedikt Kristjáns- son, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins og tenóraríur, og Oddur Arnþór Jónsson, sem syngur Jesú og bassaaríur. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, en einnig syngja sópransöngkonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Solveig Óskarsdóttir og altsöngkonan Silja Elsabet Brynjarsdóttir auk þess sem nokkrir kórfélagar fara með smærri hlutverk, en eftir endurskipulagningu kórsins árið 2009 hefur það verið meginstefna að kórfélagar syngi einsöngshlutverkin enda margir komnir langt í söngnámi. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að Kór Langholts- kirkju flutti verkið fyrst árið 1984 og nokkrum sinnum síðan. „En mikla athygli vakti sviðsetning kórsins á verkinu 1995, en það var í fyrsta sinn sem slíkt var gert í heiminum svo vitað sé.“ Verkið er byggt á frásögn Jóhannesarguðspjalls af síðustu stund- unum í lífi Jesú, píslum hans og krossfestingu. „Bach málar sögusvið atburðanna á einstaklega áhrifaríkan hátt með mögnuðu tónmáli sínu. Kórinn gegnir lykilhlutverki í dramatískri framvindu frásagn- arinnar og í þessu verki er að finna marga af glæsilegustu og áhrifa- mestu kórköflum tónlistarsögunnar,“ segir m.a. um verkið í kynning- artexta á vef tix.is þar sem miðasalan fer fram, en miðar eru einnig seldir við innganginn. Benedikt söng guðspjallamanninn í Mattheusarpassíunni með Kór Langholtskirkju fyrir rúmu ári við góðar viðtökur. Hann hefur fengið afburða dóma víða um Evrópu fyrir túlkun sína á verkum Bachs. Oddur Arnþór er fyrrverandi félagi í Kór Langholtskirkju. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Hann vakti verðskuldaða athygli í hlutverki sínu sem Rodrigo í uppfærslu Ís- lensku óperunnar á Don Carlo sl. haust. JÓHANNESARPASSÍAN EFTIR BACH Áhrifamiklir kórkaflar Benedikt Kristjánsson tenór syngur hlutverk guðspjallamannsins. Morgunblaðið/Eggert KÓR LANGHOLTSKIRKJU FLYTUR JÓHANNESAR- PASSÍUNA UNDIR STJÓRN JÓNS STEFÁNSSONAR. Menning Ég heillast ótrúlega mikið af eldfjalla-eyjum á borð við Ísland, Japan ogHavaí. Orkan hér er einfaldlega meiri en annars staðar, sem stafar örugglega af hættunni sem fylgir eldsumbrotum. Sam- tímis finnst mér greinilegt að íbúar landsins tengjast náttúrunni með sterkum hætti og sýna henni ákveðna auðmýkt,“ segir Damien Jalet sem er höfundur þriggja dansverka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir hérlendis undir yfirskriftinni Blæði: obsidian pieces á Stóra sviði Borgarleikhússins 19. maí, en uppfærslan er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Verkin þrjú sem um ræðir eru kventríóið Les Médusées sem Damien Jalet samdi upp- haflega fyrir Louvre-listasafnið í París; tvö brot úr verkinu Babel (words) sem Damien Jalet samdi í samvinnu við Sidi Larbi Cherkaoui og loks Black Marrow sem Dam- ien Jalet samdi í samvinnu við Ernu Ómars- dóttur, listrænan ráðgjafa Íd. Óhætt er að segja að Black Marrow sé lykilverk kvöldsins, enda tekur það um 50 mínútur í flutningi. Verkið sömdu Jalet og Erna við frumsamda tónlist Bens Frosts fyr- ir Chunky Move, einn helsta nútímadans- flokk Ástralíu, sem sýndi það á Alþjóðlegri Listahátíð í Melbourne 2009. Verkið birtist hér í nýrri mynd, sérstaklega útfært fyrir og í samvinnu við Íd. „Við Erna ákváðum að búa til nýja útgáfu af verkinu. Bætt hefur verið við nýjum senum meðan leikurum, sem voru í upphaflegu sýningunni, hefur verið sleppt. Þannig hefur verkið fengið meira ab- strakt yfirbragð,“ segir Jalet og tekur fram að sköpunar- og aðlögunarferlið hérlendis hafi verið mjög spennandi og gjöfult. „Dans- verki má líkja við ný föt. Þegar maður fær nýjan hóp til að dansa verk sem annar hópur hefur flutt þá geta fötin verið of víð eða of þröng. Þess vegna þarf að aðlaga flíkina eða verkið að nýjum flytjendum. Í höndum dans- ara Íd hefur verkið þroskast og er orðið marglagaðra en það var áður. Við höfum fundið nýja leið til að vinna með leikmynd- ina, sem er spennandi. Ég er afskaplega ánægður með dansara Íd, enda gefa þeir sig allir í sköpunina. Hóp- urinn hefur aldrei verið betri og ég er mjög þakklátur fyrir það. Þau koma mér ánægju- lega á óvart á hverjum einasta degi í einbeit- ingu sinni og áhuga á verkinu, en það er ekki eitthvað sem hægt er að stjórna eða panta,“ segir Jalet, en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur með Íd. Árið 2010 frum- flutti Íd á Stóra sviði Borgarleikhússins Transaquania – Into Thin Air sem Jalet samdi í samvinnu við Ernu og Gabríelu Frið- riksdóttur, en verkið var sjálfstætt framhald verksins þeirra Transaquania – Out of the Blue sem Íd sýndi í Bláa lóninu árið 2009. Krefst 300% einbeitingar Aðspurður hvað honum þyki mikilvægast í fari dansara segir Jalet sannfæringuna vera lykilatriði. „Því markmið dansarans á sviðinu er að sannfæra áhorfendur um það sem markmiðið er að miðla. Auðvitað er mikil- vægt að dansarar búi að góðri tækni,“ segir Jalet og fer ekki dult með að hann geri miklar tæknilegar kröfur til dansara sinna. „Dansararnir þurfa að hafa mjög mikið út- hald auk þess sem þeir verða að geta hafið ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR BLÆÐI: OBSIDIAN PIECES Í BORGARLEIKHÚSINU „Dans leið til að tengja við guðlegan kraft“ BLACK MARROW EFTIR DAMIEN JALET OG ERNU ÓMARSDÓTTUR ER LYKILVERK Í DANSDAGSKRÁ SEM ÍD FRUM- SÝNIR 19. MAÍ UNDIR YFIRSKRIFTINNI BLÆÐI: OBSIDIAN PIECES. JALET RÆÐIR HÉR UM TILURÐ VERKSINS. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Okkur Ernu [Ómarsdóttur] finnst spennandi þegar dansaranir ná að vera líkt og í leiðslu, en slíkt er aðeins hægt með mikilli sannfæringu og ótrúlegu úthaldi,“ segir Damien Jalet. Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.