Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Bækur Per er smiður, hreint afbragðsgóðursmiður. Hann sagar og neglir af mik-illi kostgæfni. Per starfar á dálitlu smíðaverkstæði í bakhúsi við baunalager nokkurn. Í bakhúsi þessu er einnig að finna argentínskan vöfflugerðarskóla og tólf feta langan málmsívalning sem kallar sig Þóri.“ Svo hefst Smiður finnur lúður, sem kom út um síðustu jól, en eins og nafnið gefur til kynna, fjallar bókin um það er smiðurinn Per finnur lúður sem á eftir að hafa töluverð áhrif á smíðalíf hans. Höfundur bókarinnar er Per: Segulsvið, texta- og tónsmiður en ekki smiðurinn Per, heldur standa þeir félagar Ólafur Josepsson, Svanur Magnús og Árni Þór Árnason að Per: Segulsviði. Það er nokkuð á reiki hvenær Per: Segul- svið varð til, Ólafur segir 2001 en Svanur heldur að það sé jafnvel eitthvað lengra síðan þeir félagar fóru að hittast í kjallarakompu og kasta á milli sín skringilegum hug- myndum. „Þetta var um það leyti sem Staf- rænn Hákon varð líka til,“ segir Ólafur og vísar í aukasjálf sitt sem tónlistarmaður, en Stafrænn Hákon hefur gefið út allmargar plötur og víða farið við að kynna þær á tón- leikum. Fyrstu skissurnar af Per: Segulsviði birtast í Ökklum, sem gefnir voru út á Bandcamp- .com 2003, en í því safni er líka að finna upp- tökur frá því er þeir Svanur og Ólafur deildu íbúð í Kaupmannahöfn um tíma. „Svanur stalst í græjurnar mínar einhverntímann og byrjaði að taka upp sjálfur og þá var ekkert hægt að stoppa það,“ segir hann og þeir skella uppúr að minningunni Svanur og Ólaf- ur. Lögin á Ökklum eru mörg sérkennileg og Ólafur og Svanur segja að tilurð þeirra hafi líka oft ekki verið hefðbundin, til að mynda hafi sum laganna byrjað ævina sem titill. Er ég hóran þín, Teddy? sé þannig eitt dæmi um það, „en lögin voru þó ekkert endilega um það sem titillinn benti til,“ segir Svanur. Ekki var þó bara að oft væri ekkert sam- hengi á milli laganna og titilsins, heldur segir Ólafur að þeir hafi lagt talsvert á sig til að vera eins lélegir og hægt væri. „Við vorum ekki góðir, en við reyndum að gera þetta enn lélegra. Svo var Svenni búinn að gera örsögur og okkur datt í hug að gera tónlist við það og lesa sögurnar yfir músíkina. Það varð svo að Kysstu mig, þungi Spánverji. Við prentuðum hann sjálfir heima hjá mér og settum hann svo í 12 Tóna þegar við komum heim um jólin 2004.“ Það er súrrealískur þráður i öllu því sem Per: Segulsvið gerir og þeir segja að svo hafi það verið alla tíð: „Okkar samskipti byrjuðu eiginlega á þeim nótum,“ segir Svanur. „Það var alltaf súrrealískur, galsafenginn vinkill á öllu sem við gerðum.“ Svanur flutti heim til Íslands 2005 og Ólaf- ur varð eftir úti. Nokkru síðar hitti hann þar gamlan kunningja frá Íslandi, Árna Þór Árnason, og þeir tóku að fást við músík sam- an, þá sem Stafrænn Hákon, en þegar þeir voru allir komnir heim til Íslands 2010 urðu Per: Segulsviðsfélagar þrír og eru svo enn. „Þá fórum við að pæla í að gera bók og þá rafræna barnabók fyrir tölvur,“ segir Ólafur, „en fyrsta uppkastið þótti lélegt,“ segir Árni, „og þess vegna tafðist þetta ansi lengi, svo lengi að platan Tónlist fyrir Hana kom út á undan bókinni – Óli var orðinn óþolinmóður,“ segir hann og kímir. Annað sem tafði bókina var að það vildi enginn gefa hana út. „Það vissi enginn i hvaða hillu átti að setja hana í bókabúðinni,“ segir Árni og Ólafur heldur áfram „en svo þegar Karolina fund varð til þá var það snilld og við fórum beint í það. Þetta var náttúrlega stutt ferli, bara þrjátíu dagar, og við vorum stressaðir yfir að þetta myndi ekki nást, en það fór svo vel af stað að allt stress hvarf. Svo vorum við búnir að ákveða að gera þetta samt þó það næðist ekki öll fjármögnunin.“ „Við vitum alveg hvað við viljum gera við afganginn, vakumpakka þeim og selja sem álegg við hliðina á pepperóníinu,“ segir Árni, „að selja bókina í kjötborðinu, láta hana hanga á kjötkrókum,“ segir Ólafur. „Verk- efnið er eiginlega búið fyrir okkur núna,“ segir Svanur, „en þetta eru náttúrlega fyr- irtaks fermingargjafir, hver þarf vélsleða?“ Þeir segjast í raun aldrei hafa búist við því að bókin myndi koma út, en nú langi þá að gera meira, það sé nóg af hugmyndum. „Við höfum lengi verið með í pípunum að gera dansverk,“ segir Svanir en tekur fram að þeir myndu ekki dansa í því sjálfir. „Svo höfum við talað um að setja saman meiri texta, en það heitasta er að gera styttu, fallega styttu og koma henni fyrir á góðum stað, en aðal- málið er kannski hvar við myndum koma henni fyrir,“ segir Ólafur og Árni bætir við: „Og svo verður hún að vera þung að það sé ekki hægt að færa hana, annars verður hún strax fjarlægð.“ SÚRREALÍSKUR VINKILL Smiður finnur lúður Texta- og tónsmiðirnir sem skipa Per: Segulsvið; Ólafur Josepsson, Svanur Magnús og Árni Þór Árnason. SMIÐUR FINNUR LÚÐUR, TÆKI- FÆRISBÓK EFTIR PER: SEGULSVIÐ HEITIR BÓK SEM FJÁRMÖGNUÐ ER Í GEGNUM KAROLINA FUND OG HELST MÁ LÝSA SEM SÚRREALÍSKRI BARNABÓK FYRIR FULLORÐNA. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tónlist fyrir Hana Kysstu mig þungi SpánverjiÖkklar Smiður finnur lúður * Það er súr-realískurþráður í öllu því sem Per: Segul- svið gerir og þeir segja að svo hafi það verið alla tíð. Við eigum nú eiginlega of mikið af bókum, var eiginlega minntur á það um daginn þegar við fluttum, hver níðþungi kassinn á fætur öðrum merktur „bækur“ þannig að það er nú um nokkuð auð- ugan garð að gresja. Ég safna gömlum ljóðabókum, Einar Ben, Davíð Stefánsson og Jónas Hallgrímsson eru í sérstöku uppáhaldi og hillan ber merki þess. Þó eru þar margir fleiri auðvitað en ég hef aldrei spurt konuna hvort þetta sé í lagi en hún væri væntanlega búin að henda þessu inn í geymslu ef þetta væri ekki lagi. Svo eigum við nokkuð af allskonar sam- tímabókum tengdum því sem við erum að bardúsa í, samanber viðskipti, listir, almanna- tengsl, markaðsmál, og ævisögur skemmtilegra persóna frá poppi yfir í pólítík. Sem og bækur um strauma og stefnur sam- félagsins almennt og allt eru þetta fínustu bækur. Þó verð ég að segja að ævisaga dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar frá Hafnarfirði skráð af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Dr. Benjamín var langömmubróðir minn og hafði mikil áhrif á sinn samtíma. Hann braust til mennta við erfiðar aðstæður og meira en það í raun, hann bjó og nam bæði í Rússlandi og í Bandaríkjunum á umbrotatíma í heimsög- unni og titillinn „Í stormum sinna tíða“ er engin ofsaga. Mér þyk- ir mikið til þessa frænda míns koma. Ég las bókina alla þegar ég var yngri og ég les kafla hér og þar í bókinni öðru hverju ennþá í dag. Hún er ágætis áminning um hvar við vorum og hvar við er- um sem bæði sem þjóð og samfélag. Lífshlaup hans var vægast sagt áhugavert, sama hvort menn aðhyllast skoðanir hans eða ekki. Mér hafa svo áskotnast bækurnar hans ein af annarri þó þær séu löngu ófáanlegar í venjulegum bókabúðum. Bragi Kristjóns- son hjálpaði mér eitthvað og Kolfinna Baldursdóttir man ég að kom einni á mig þannig að þetta hefur borist mér úr öllum átt- um. Þessar bækur eru þarna upp í hillu við hliðina á nokkrum góðum bókum um Kennedy, Reagan, Clinton, Blair og fleiri minni spámenn. BÆKUR Í UPPÁHALDI EINAR BÁRÐARSON Einar Bárðarson heldur mikið upp á ævisögu frænda síns úr Hafnarfirði, merkismannsins Benjamíns H.J. Eiríkssonar. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.