Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 34
Hinn dásamlegi hrís- grjónaréttur Spánverja P aella er frægur hrísgrjónaréttur frá Spáni, sem líklega flestir þekkja og óhætt að útnefna hann þjóðarrétt Spánverja. Paella kemur upprunalega frá Valencia í austurhluta Spánar. Í Val- encia er ein stærsta náttúrulega höfn í Miðjarðarhafinu og hefur Valencia verið mikilvægasta svæði hrísgrjónaræktunar á Spáni í yfir 1200 ár. Það er nánast ómögulegt að nefna nákvæmlega hvað það er sem skilgreinir paella því til eru margs konar gerðir af réttinum, en venjan er að rétturinn innihaldi ýmist sjávarrétti, kjötmeti eða einfaldlega grænmeti. Grunnurinn er þó ávallt hrísgrjón. Paella var upphaflega matur bændanna og vinnumanna þeirra á svæðinu í kringum Valencia. Vinnumennirnir sjálfir elduðu réttinn undir berum himni og gæddu sér á honum í hádeginu. Paella í þá daga samanstóð yfirleitt af hrísgrjónum auk þess sem var næst hendi og til hverju sinni, hvort sem það voru tómatar, laukar, sniglar eða örfáar baunir; engin var eins. Einnig var algengt að nota kanínu og önd í réttinn ásamt því að kjúklingur fékk stundum að fljóta með. Ögn af saffrankryddi var bætt við til þess að fá þetta gómsæta aukabragð. Paellan var síðan snædd beint upp úr pönnunni. Hægt og rólega fóru uppskriftir að paellu að dreifast víða í ljósi þess að hrísgrjónin frá Val- encia urðu eftirsóknarverð. Uppskriftir þróuðust og voru aðlagaðar að ólíkum svæðum. Til dæmis voru paellur nálægt ströndinni uppfullar af sjávarréttum á meðan aðrar innar í landi innihéldu frekar kjötmeti. Paella er í dag einn vinsælasti réttur Spánverja og til eru þrjár gerðir sem eru þekktastar. Fyrst er það Valencia-paella, sem er þessi klassíska og inniheldur hrísgrjón, grænar baunir, kjúkling og kan- ínukjöt, hvítar baunir, snigla og kryddjurtir á borð við saffran og rósmarín. Síðan er það sjávarrétta-paella eða paella de marisco og svo blönduð paella með bæði kjöt- og sjávarréttum. Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir PAELLA ER ÞJÓÐARRÉTTURINN Á SPÁNI UPPHAFLEGA VAR PAELLA MATUR BÆNDA Á SPÁNI EN Í DAG ER RÉTTURINN EINN SÁ VINSÆLASTI. MARGAR ÚTFÆRSLUR ERU Á PAELLA SEM INNIHALDA ÝMIST SJÁVARRÉTTI, KJÖT EÐA GRÆNMETI. EÐA ALLT Í BLAND! Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Matur og drykkir Hin hefðbundna spænska paella KRYDDBLANDA 1 bolli söxuð steinselja ¼ bolli nýkreistur sítrónusafi 1 msk ólífuolía 2 stór hvítlauksrif, rifin PAELLA 1 bolli vatn 1 tsk saffranþræðir 4½ dl kjúklingasoð 8 risarækjur, með skelinni 1 msk ólífuolía 4 kjúklingalæri á beini, skorin til helminga 2 spænskar chorizopylsur, skornar í fremur þykkar sneiðar eða um 2 cm 1 sneið af prosciuttoskinku skorin í litlar sneiðar 2 bollar fínt saxaður laukur 1 bolli fínt söxuð rauð paprika 1 bolli niðursoðnir tómatar í ten- ingum 1 tsk sætpaprikukrydd 3 stórir hvítlauksgeirar, rifnir 3 bollar óelduð Arboriohrísgrjón eða svokölluð risottohrísgrjón 1 bolli grænar baunir, frosnar 8 kræklingar, vel þvegnir ¼ bolli nýkreistur sítrónusafi Aðferð Hrærið saman hráefnunum fjórum í lítilli skál og setjið til hliðar. Þá er komið að paellunni. Blandið vatni og saffranþráðum saman og látið krauma var- lega í stórri pönnu, ekki sjóða. Haldið hita á pönnunni á lágum hita. Plokkið rækjurnar en haldið sporðinum. Hitið 1 msk af olíu (má alveg vera meira) í stórri paellapönnu eða steikarpönnu yfir miðlungsháum hita. Bætið kjúklingnum við og steikið í soðinu í um tvær mínútur á hvorri hlið. Takið kjúklinginn síðan af pönn- unni og leggið í fat á meðan. Setjið rækjurn- ar á pönnuna og steikið í soðinu í tvær mín- útur. Takið þær síðan einnig af pönnunni og leggið í fat. Lækkið hitann og færið lauk, papriku og hvítlauk á pönnuna. Eldið í um fimm mínútur. Bætið hrísgrjónunum við og hrærið vel í um eina mínútu. Bætið við kryddblöndu, saffransoði, kjúklingi, chorizo- pylsum og baunum. Látið malla og sjóða varlega í um tíu mínútur. Athugið að það þarf að hræra stöðugt. Bætið síðan kræklingnum út í og grafið hann vel ofan í hrísgrjónin. Eldið í fimm mín- útur eða þar til skeljarnar opnast, hendið þeim sem ekki opnast. Raðið rækjunum í hrísgrjónin þannig að hausinn snúi niður og eldið í um fimm mínútur eða þar til rækj- urnar eru tilbúnar. Skvettið ¼ bolla af sítrónusafa yfir paell- una og takið síðan af hitanum. Hyljið með viskustykki og látið standa í tíu mínútur. Berið fram með þykkum sítrónusneiðum. … að nafnið paella er dregið af pönnunni sem rétturinn er eldaður í en ekki af rétt- inum sjálfum? Talið er að orðið komi úr valensísku, gömlu máli sem talað er í Valencia og svipar til kata- lónsku, og eigi rætur að rekja til latneska orðsins patella sem þýðir panna. VISSIR ÞÚ …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.