Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 V ið mælum okkur mót á 101 hót- elinu í Ingólfsstrætinu. Sá stað- ur reynist hentugur því þar er enginn gestur. Við höfum stað- inn því fyrir okkur og getum rætt saman í friði. Blaðamaður pantar kaffi en Þórey er skynsamari – fær sér pip- armyntute. Þórey réðst til starfa sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, að loknum þingkosningum 2013. Starf aðstoðarmanns ráðherra er krefjandi – en sá ólgusjór sem lekamálið hafði í för með sér var þó líklega ekki í upphaflegu starfslýsing- unni. Líkt og alþjóð veit óskaði Hanna Birna lausnar sem ráðherra eftir að samstarfs- maður hennar og Þóreyjar, Gísli Freyr Val- dórsson, játaði í nóvember 2014 að það hefði verið hann sem lak trúnaðarskjölum með persónuupplýsingum um skjólstæðinga ráðu- neytisins til fjölmiðla. Þórey hefur fram til þessa ekki rætt um þessa reynslu sína við fjölmiðla. Hún segist einfaldlega hafa þurft tíma. Endurnærð eftir hjólaferðir „Eftir stormasamt ár ákvað ég að ég þyrfti að gefa mér tíma til að ná mér, endurnæra mig og finna gleðina aftur. Ég setti það sem áramótaheit: gleði,“ segir hún og brosir. Síðustu áramót voru ákveðinn vendipunkt- ur fyrir Þóreyju. Daginn fyrir gamlárskvöld bauð hún til sín konum sem á einhvern hátt hafa stutt hana og veitt henni innblástur. Hún hélt þeim veislu og ákvað að sprengja árið 2014 upp – bókstaflega – og segja skilið við erfiðleikana sem einkenndu árið. „Þegar maður finnur að í marga mánuði hefur gleðistundunum fækkað skuggalega mikið með hverjum deginum sem líður þá veit maður að það er eitthvað virkilega að. Ég tók meðvitaða ákvörðun um áramótin um að hleypa gleði inn í líf mitt að nýju. Það hefur virkað nokkuð vel og ég er búin að vera á góðu tímabili síðustu mánuði þar sem ég hef einbeitt mér að því að gera eingöngu það sem veitir mér innblástur. Ég hef einnig stundað hugleiðslu og lík- amsrækt markvisst, átt góðan tíma með þeim sem eru mér kærastir og svo er ég komin með nýtt áhugamál; að hjóla. Ég byrj- aði í febrúar og fékk algjöra dellu, að hjóla er líka ákveðin hugleiðsla og ég kem alltaf endurnærð úr hjólaferðunum. Þannig að mér hefur með markvissu átaki sem betur fer tekist að finna gleðina og neistann aftur!“ Það er gaman að dvelja í gleðinni og nú- tíðinni. Við ræðum fyrst um verkefnin sem standa fyrir dyrum núna hjá Þóreyju. Hún tók við sem formaður Ferðamálaráðs í apríl síðastliðnum. „Það er mikill heiður að fá þetta hlutverk að vera formaður Ferðamálaráðs á þessu mikla vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar. Ég er þarna með afar reynslumikla einstaklinga með mér og fæ að taka þátt í að móta um- hverfi fyrir atvinnugrein í mikilli sókn.“ Þórey tekur verkefni sem henni eru falin alvarlega og byrjar strax að þylja upp fyrir blaðamann tölur um ferðamennsku og mögu- leika Íslands á þessu sviði. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé orðin stærsta gjaldeyr- isskapandi atvinnugreinin á landinu en talið er að greinin muni velta 340 milljörðum á þessu ári sem eru 30% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Fjölgun ferðamanna hafi verið 20% síðustu þrjú árin og á þessu ári munum við taka við milljón ferðamönnum. „Straum- ur ferðamanna hingað til lands mun því aukast enn á næstu árum og það er nauð- synlegt að styrkja innviðina, huga að nátt- úrunni og búa í haginn fyrir framtíðina,“ bendir Þórey á. Stjórnmálin eru karlavettvangur Úr ferðamálum færist talið yfir í jafnrétt- ismál, en jafnrétti kynjanna hefur verið Þór- eyju mikið baráttumál gegnum tíðina. Hún var einn af stofnendum V-dagssamtakanna hér á landi, hefur setið í stjórn UN Women og gegnir nú formennsku hjá Lands- sambandi sjálfstæðiskvenna. Hún fer á flug þegar talið berst að konum í stjórnmálum. „Ég var mjög hugsi eftir prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík 2013 þegar ég sá að hæfar og reynslumiklar konur fengu slæma útreið en þrír karlar röðuðu sér í efstu sætin. Þá var um tvennt að velja; vera fúla konan, sitja heim og röfla yfir þessu eða beita mér og gera eitthvað.“ Þórey valdi síðari kostinn og bauð sig fram sem formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna og segir að umbóta sé þörf í Sjálfstæðisflokknum og í stjórnmálunum al- mennt. „Við verðum að endurskoða allt. Stjórn- málin eru svo mikill karlavettvangur. Konur hafa lítið komið að því að móta þennan vett- vang á nokkurn hátt enda ekki langt síðan að þær urðu virkar á vettvangi stjórnmál- anna. Við erum, eins og staðan er í dag, þátttakendur á einhverju sviði þar sem karl- ar hafa fyrir löngu samið allar reglurnar.“ Konur efnilegar lengi – svo búnar Hún bendir einnig á að karlar hafi mun lengri starfstíma í stjórnmálum en konur. „Það virðist vera þannig að konur séu efnilegar í langan tíma og svo eru þær ein- faldlega búnar. Starfstími kvenna í pólitík er eitthvað sem ég hef verulegar áhyggjur af. Karlar eru í áratugi í stjórnmálum en konur staldra því miður allt of stutt við – þessu þarf að breyta. Svo eru það allar óskrifuðu reglurnar eins og spjallið í bakherbergjum, fundurinn fyrir fundinn og fleira. Leikreglurnar sem eru hreinlega mjög óspennandi og hafa fælandi áhrif fyrir konur,“ segir Þórey. Konur skila sér síður á kjörstað Á síðasta flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins var samþykkt að næsti landsfundur, haustið 2015 yrði tileinkaður konum, tillaga sem kom frá Þóreyju og stjórnarkonum í Landssambandi sjálfstæðiskvenna. Hún segir þetta klárlega skref í rétta átt. „Landsfundurinn verður tileinkaður kon- um í fyrsta sinn og í því felst skýr vilji fram- varðarsveitar flokksins til að auka hlut kvenna í flokksstarfinu. En á endanum er það þó ekki eingöngu forystan sem kýs í prófkjöri. Einhvern tímann sá ég tölur um að það hefðu verið 70% karlar sem tóku þátt í síðasta prófkjöri í Reykjavík. Konur verða líka að skila sér á kjörstað.“ Þórey segir að konur sem stefni inn í stjórnmál fái oft önnur skilaboð en karlar. Þeim sé ráðlagt að stefna á öruggt sæti en taka ekki slagi í prófkjörum. Eitt af því sem stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hafi gert til að stuðla að breyttum viðhorfum er útgáfa á skopmyndum með þekktum frös- um sem konur í stjórnmálum heyra gjarnan, eins og til dæmis spurningunni um „hvort þær eigi ekki of mörg börn til að setjast á þing?“ Teikningar eftir Halldór Baldursson setja frasana í skoplegt samhengi. „Þetta hljómar eins og lítil hugmynd. En þetta getur breytt miklu. Við erum að reyna að gera lítið úr þessum frösum. Ef það er búið að gera mikið grín að einhverjum frasa þá er ólíklegra að einhver þori að segja hann við konur. Við viljum breyta viðhorfi til kvenna í stjórnmálum.“ Stjórnmálamennirnir gera stjórnmálin óspennandi Þórey vill horfa á málið í stærra samhengi. „Við þurfum líka almennt að breyta því hvernig við hugsum og tölum um stjórnmál. Mér finnst alltaf jafn skrýtið þegar fólk seg- ist ekki hafa áhuga á stjórnmálum. Auðvitað hafa allir áhuga á stjórnmálum enda er um að ræða málefni sem varða okkur öll. Ef við tökum bara orðið pólitík og setjum það til hliðar þá hafa allir áhuga á því hvernig nær- umhverfið er, í hvað skattarnir fara, hvernig heilbrigðiskerfið er og hvort samgöngurnar virka og svo framvegis. Það eru því miður bara stjórnmálamennirnir sjálfir sem hafa gert þetta óspennandi. Ég held að almenn- ingur vilji ekkert þessar úreltu reglur og hefðir sem gilda í stjórnmálum og því er brýn þörf á hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora að breyta, hugsa hlutina upp á nýtt og fara nýjar leiðir.“ Rak módelskrifstofu í Síberíu Aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum sé klárlega eitt af mikilvægari skrefunum til að bæta menningu stjórmálanna. Þórey hefur alltaf beitt sér fyrir jafnrétti. En hvernig byrjaði þessi áhugi á jafnréttismálum? „Ég hef alltaf haft sterka réttlætiskennd. Ég held að þessi mikli áhugi á að berjast fyrir auknu jafnrétti hafi kviknað þegar ég rak módelskrifstofur í Síberíu nokkur ár, þó það hljómi kannski eins og þversögn. Á þess- um árum, þetta er í kringum 1998-9, var kreppa í Rússlandi og ég kynntist samfélagi sem var mjög ósanngjarnt gagnvart konum. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif en svo Ákvað að hleypa gleði inn í lífið ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR BÆTTI HRESSILEGA Í REYNSLUBANKANN Á ÁRINU 2014 ÞEGAR VINNUSTAÐUR HENNAR, INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, FÓR Á HVOLF VEGNA LEKAMÁLSINS OG HÚN GEKK Í GEGNUM SKILNAÐ Á SAMA TÍMA. ÞÓREY TÓK ÁKVÖRÐUN UM AÐ KOMA STERKARI FRÁ ÞESSUM STORMI. ÞAÐ VAR HENNI MIKIÐ ÁFALL ÞEGAR NÁINN SAMSTARFSMAÐUR, GÍSLI FREYR VALDÓRSSON, JÁTAÐI AÐ HAFA LEKIÐ MINNISBLAÐI MEÐ TRÚNAÐARUPPLÝSINGUM ÚR RÁÐUNEYTINU. ÞÓREY STENDUR Á TÍMAMÓTUM Í STARFI OG EINKALÍFI EN UM ÁRAMÓTIN SETTI HÚN SÉR ÞAÐ MARKMIÐ AÐ HLEYPA GLEÐI INN Í LÍF SITT AÐ NÝJU. Í BYRJUN ÁRS VAR HÚN SKIPUÐ FORMAÐUR FERÐAMÁLARÁÐS AUK ÞESS SEM HÚN TÓK ÞÁTT Í SINNI FYRSTU HJÓLAKEPPNI NÚ Í MAÍ. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.