Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 49
31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 verðan glæp á forsíðu dagsblaðs. „Ég held að það langi líklega engan að fara í meið- yrðamál og ég tók mér nokkra mánuði í að hugsa mig um.“ En hvað varð til þess að þú tókst ákvörð- un um að fara í meiðyrðamál gegn blaða- mönnum DV? „Ég ákvað það endanlega eftir samtal við Þóreyju ömmu mína,“ segir Þórey og út- skýrir nánar. „Fólkið í kringum mig, fjöl- skylda og vinir, var mjög reitt yfir þessu. Auðvitað særði lygin mig og það að þessir blaðamenn skyldu ekki kynna sér málið bet- ur, en ég fann það svo sterkt að nær- umhverfið mitt var eiginlega enn reiðara út af þessu en ég sjálf. Ég tók svo ákvörðunina eftir samtal við ömmu mína um haustið. Amma mín er af þeirri kynslóð sem fer ekki á netið að skoða fjölmiðla. Það sem hún heyrði voru fréttirnar á RÚV í heilan morg- un [þann 20. júní 2014, innsk. blm.] þar sem það var fyrsta frétt að ég, barnabarnið henn- ar, væri glæpamaður. Hún heyrði það í frétt- um klukkan 8, klukkan 9, klukkan 10 og í hádeginu. Hún heyrði það kannski í einum fréttatíma síðar um daginn að DV hefði beð- ið mig afsökunar en hún sá aldrei neina af- sökunarbeiðni. Það voru margir sem aldrei sáu þessa afsökunarbeiðni en höfðu hins- vegar fundið fyrir því hvernig blaðið hafði ýjað að minni sekt í marga mánuði.“ Fjarstæðukennt að kalla meiðyrðamálið pólitískt plott Þórey segist hafa verið forviða þegar svo fram komu raddir um að meiðyrðamálið væri einhvers konar pólitískur leikur sem átti að hafa verið stýrt af einhverjum öðrum en henni. „Hugmyndir um að þetta mál við DV hafi verið einhvers konar „plott“ eru svo fjar- stæðukenndar. Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning.“ Fréttir voru sagðar af því að Þórey vildi blaðamenn DV í fangelsi en hún segir að krafan hafi verið hefðbundin refsikrafa í meiðyrðamáli, það hafi aldrei verið sérstök ósk hennar að neinn færi í fangelsi. Málið gegn blaðamönnum DV sem skrifuðu fréttina endaði með dómssátt og allt sem Þórey vildi láta dæma ómerkt var dæmt ómerkt. Spurði Gísla Frey margoft um minnisblaðið En eins og alþjóð fékk síðan að vita var það Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður inn- anríkisráðherra, sem lak títtnefndu minn- isblaði. Hann játaði það í nóvember 2014, heilu ári eftir lekann. Ræddirðu þetta minn- isblað við Gísla Frey þegar fréttirnar komu fyrst í nóvember 2013? „Auðvitað spurði ég hann og Hanna Birna spurði hann ítrekað að mér viðstaddri. Og hann sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki sent þetta minnisblað,“ segir Þórey og er skýr og skorinorð þegar þetta berst í tal. Þannig að þú ræddir málið við hann beint og spurðir hann sjálfan beint um það hvort hann hefði lekið minn- isblaðinu? „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þol- raun vitandi að hann gæti stoppað það – mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði hon- um. Ég er líka þannig gerð að ég stend með vinum mínum og ætla ekki að láta þetta breyta því.“ Sárt að hann skyldi ekki stíga fram fyrr Þórey segist þó hafa náð sátt við þá stað- reynd að hún muni aldrei geta skilið hvað Gísla Frey gekk til með þessu. „Þetta mál er með svo miklum ólíkindum að ég held að ef ég sæi bíómynd um það þá myndi mér finnast hún ótrúleg. Í þessu máli er sannleikurinn ótrúlegri en nokkur lygasaga. Við unnum gríðarlega náið saman á hverjum degi og hann vissi mjög mikið um mitt líf og það sem ég var að ganga í gegnum á þessum tíma – það særði mig mikið að hugsa til þess eftirá að hann skyldi ekki stíga fram fyrr,“ segir Þórey. Hvað tók mest á í málinu? „Það sem mér fannst erfiðast var að horfa upp á það sem Hanna Birna þurfti að ganga í gegnum. Erfitt að sjá hvað var gengið nærri henni í þessu máli bæði pólitískt og persónulega. Á sama tíma og hún sýndi ótrú- legan styrk, ég efast um að margir stjórn- málamenn hefðu staðist slíka þolraun og síð- an haft kjarkinn til að snúa aftur í stjórnmálin eins og hún er að gera. En auð- vitað fannst mér líka mjög erfitt að vera ranglega sökuð um eitthvað sem ég hafði ekki gert. Og fólk sem stóð mér nærri var jafnvel farið að trúa að ég hefði gert þetta vegna þess að það var búið að skrifa þetta svo oft að það hlyti að vera eitthvað til í því.“ Vill ekki hætta að treysta fólki Þórey var viðstödd þegar Gísli Freyr játaði fyrir Hönnu Birnu að hafa lekið minn- isblaðinu. Hún segir engan bera ábyrgð á gjörðum Gísla Freys nema hann sjálfan, líkt og hann hefur sjálfur sagt. „Ég var við hliðina á Hönnu Birnu allan tímann, veit að hún trúði og treysti Gísla Frey líkt og ég. Þeir sem þekkja Hönnu Birnu vita líka að hún leggur alla áherslu á að gera það sem er rétt. Hún hefði ekki, frek- ar en ég, varið eitthvað sem hún taldi rangt. Það er auðvelt fyrir fólk að segja eftir á „auðvitað vissu þær þetta“ en það var ekki þannig. Það var gríðarlegt áfall fyrir okkur báðar þegar Gísli játaði. Ég vissi þann dag að Hanna Birna myndi líklega hvorki leggja meira á sig, fjölskyldu sína eða okkur fólkið sem næst henni stóð og við myndum líklega ekki geta haldið áfram í ráðuneytinu. Þá nýtti ég orkuna síðustu metrana í að reyna að klára með reisn.“ Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys fyrst eftir játninguna. Hún segist þó ekki vilja halda í reiðina og efast ekki um að hann þurfi að gjalda dýru verði það sem hann gerði. „Þetta eru svo mikil svik, en á sama tíma þá er eins og maður skamm- ist sín aðeins. Átti ég ekki að fatta þetta? En þegar ég hugsa það betur þá vil ég heldur ekki vera manneskjan sem trúir ekki sínum nánustu vin- um og samstarfsmönnum. Það er ekki heldur í boði. Ég vil treysta fólki,“ seg- ir Þórey, reisir sig ögn við í sætinu og leggur aftur áherslu á orð sín. „Gísli Freyr sagði allt- af við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um, og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi,“ segir hún. Skilnaðurinn miklu erfiðari Á sama tíma og lekamálið var í hámæli, lög- reglurannsóknin stóð yfir og mikið álag var á Þóreyju vegna umfjöllunar um málið stóð Þórey í skilnaði við sambýlismann sinn til 12 ára, Ríkharð Daðason. Saman eiga þau dótt- urina Ragnheiði sem er níu ára en Þórey á einnig soninn Vilhjálm Kaldal sem er 16 ára. „Ég fann það bara um vorið á þessum erf- iðasta tíma, þegar ég var í radarnum hjá DV, í yfirheyrslum vegna lögreglurann- sóknar og um leið að skilja, þá hugsaði ég að ég ætlaði ekki að bugast. Ég ætlaði að koma sterkari frá þessu, það var það eina sem var í boði. Með góðri hjálp yndislegrar fjölskyldu og vina tókst mér það. Einn lærdómurinn er sá að ég er miklu sterkari en ég hélt að ég væri. Maður þrosk- ast svo mikið í mótlæti. Þegar maður tekst á við erfiðleika þá lærir maður gríðarlega mikið. Skilnaðurinn var auðvitað miklu erfiðari fyrir mig persónulega en lekamálið. Skiln- aður er eitthvað sem hefur áhrif á alla fjöl- skylduna, ekki síst börnin og það er erfitt þegar undirstöðurnar bresta. En þótt öll þessi reynsla frá síðasta ári hafi verið sárs- aukafull þá er ég búin að dýpka mjög margt í mínu lífi sem ég hefði annars ekki gert. Ég hef leitað í ýmislegt sem hefur vonandi gert mig að betri manneskju.“ Þórey Vilhjálmsdóttir er nú að hefja nýjan kafla í lífinu. Hún er nýbúin að festa kaup á íbúð og ætlar að nota sumarið til að koma sér þar fyrir ásamt börnunum sínum. Hún er ákveðin í að nýta gleðina sem drifkraft í lífinu. „Þetta var greinilega lífsreynsla sem ég átti að fara í gegnum. Stundum kemur bara allt til manns í einu og árið 2014 var mitt erfiða ár. Ég er ótrúlega bjartsýn á framtíð- ina og sátt við að vera komin á svona góðan stað eftir að hafa gengið í gegnum þetta stormasama ár.“ „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórey Vilhjálmsdóttir var einn stofnenda V-dagsins hér á landi. Björn Ingi Hilmarsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þórey, Logi Unnarsson Jónsson, Birta Ósk Gunnarsdóttir og Edda Jónsdóttir voru mynduð fyrir viðtal í Morgunblaðinu í tilefni af undirbúningi fyrir fyrsta V-daginn árið 2002. Morgunblaðið/Þorkell * Gísli Freyr sagðialltaf við okkurað hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um, og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.