Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Viðtal Ú tsýnið er óvíða betra í þessari borg en á skrifstofu forstjóra Landsvirkjunar á Háaleit- isbrautinni. Á björtum degi má sjá allt frá Reykjanesi upp á Snæfellsnes, Esjuna og auðvitað höfuðborgina í öllum sínum ljóma. Hörður Arnarson hefur setið í stól forstjóra frá árinu 2009 og kann vel við sig þarna uppi á áttundu hæðinni enda ekki amalegt að geta annað veifið litum upp úr krefjandi verkefnum og horft í kringum sig í 360 gráður og út á sundin blá. Tilefni heimsóknar minnar er fimmtíu ára afmæli Landsvirkjunar í sumar og við blasir að spyrja fyrst um stöðu fyrirtækisins á þess- um tímamótum en það er sem kunnugt er í eigu íslensku þjóðarinnar. „Það sem stendur upp úr er sá trausti grunnur sem lagður var að Landsvirkjun á sínum tíma,“ segir Hörður. „Bygging Búr- fellsvirkjunar var umdeild og áhættusöm en um leið afar framsækin ákvörðun. Stigið var stórt skref í tækni uppi á reginfjöllum á Ís- landi. Fleiri slíkar ákvarðanir hafa verið tekn- ar í sögu Landsvirkjunar og allar hafa þessar virkjanir reynst vel. Þá er ekki horft framhjá því að allar hafa þær haft mikil umhverfis- áhrif, þær eru þess eðlis, en vandað hefur verið til verka og reynt að draga úr umhverf- isáhrifum með því að fella byggingar inn í landslag á hverjum stað fyrir sig. Rekstar- öryggið hefur líka verið mjög gott, þessar virkjanir hafa verið reknar án alvarlegra bil- ana. Þegar allt er saman tekið hefur þetta verið farsæl uppbygging við aðstæður á raf- orkumörkuðum og efnahagsumhverfi heimsins sem voru ólíkar því sem við þekkjum í dag. Núna þykir sjálfsagt mál að reisa vatnsafls- virkjanir en fyrir hálfri öld þótti sumum það tímaskekkja og sóun, þar sem kjarnorkan ætti að taka yfir. Það gerðist ekki.“ Farsælt viðskiptasamstarf Hörður nefnir einnig farsælt viðskipta- samstarf við öflug alþjóðleg fyrirtæki. Fyrst Alusuisse, sem í dag nefnist Rio Tinto Alcan, en síðan Elkem, Norðurál, Alcoa og fleiri. „Þessi fyrirtæki gerðu okkur kleift að ráðast í allar þessar framkvæmdir og mörg þeirra hafa stækkað oft, álverið í Straumsvík hefur til dæmis farið gegnum sex stækkanir.“ – Á ársfundi Landsvirkjunar um daginn kom fram að fjárhagsstaðan væri sterk. „Það er rétt. Fjárhagsstaðan er að batna. Það var vitað mál þegar farið var í stór- framkvæmdirnar fyrir austan að það myndi taka tíma að greiða niður lánin en það hefur gengið í samræmi við væntingar að lækka skuldirnar. Jafnvel betur. Við höfum lækkað skuldir um rúma áttatíu milljarða á síðustu fimm árum, samhliða því að byggja nýjar virkjanir eins og Búðarháls. Um leið og skuld- ir lækka verða til meiri peningar í fyr- irtækjum vegna minni vaxtagreiðslna og fjár- hagslega hefur Landsvirkjun verið að þróast vel. Af þeim sökum verður fljótlega hægt að fara að greiða aukinn arð til eigenda fyrirtæk- isins, íslensku þjóðarinnar. Þessar greiðslur hafa numið um einum og hálfum milljarði króna á ári undanfarin fimm ár en eftir tvö til þrjú ár ættu þær að geta aukist og orðið á nokkrum árum tíu til tuttugu milljarðar króna á ári hverju.“ Lýtur markaðslögmálum – Markaðsumhverfið er líka að breytast, ekki satt? „Já, ekki síst á alþjóðavísu. Raforka er nú skilgreind sem vara sem lýtur markaðs- lögmálum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er verðmæt vara sem samfélög geta alls ekki verið án og með raforkulög- unum sem tóku gildi 2004 var innleitt mark- aðsumhverfi hér á landi sem drifið er áfram af framboði og eftirspurn. Það er mjög ánægjulegt að framboðið sé að aukast enda er raforkan ein af okkar verðmætustu auðlind- um. Lengi vel var erfitt að fá fyrirtæki til að koma til Íslands enda var hægt að fá raforku víða ódýrt. Það hefur breyst og fyrir vikið hefur raforka fengið raunverulegt virði. Þess vegna hafa fleiri og fleiri iðngreinar áhuga á Íslandi, það finnum við vel í dag enda bjóðum við samkeppnishæft raforkuverð, stöðugt verð á samningstímanum. Nokkuð sem sjaldan er í boði á öðrum mörkuðum. Á móti kemur að við megum ekki gleyma því að raforka er tak- mörkuð auðlind og við verðum því að stíga var- lega til jarðar. Þetta er eitt af fjöreggjum þjóð- arinnar.“ – Synd væri að segja að eining ríkti um virkj- anamál á Íslandi. Það hefur sést best á Alþingi að undanförnu. Hvernig snertir umræðan ykkur, bæði pólitíkin og um- ræðan í samfélaginu? „Það sem við höfum lagt áherslu á og skil- greinum sem hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Ein af grunn- forsendum þess að það takist er að það ríki sátt um starfsemi fyrirtækisins og að það hafi góðan stuðning. Við leggjum okkur fram um þetta og skynjum og mælum raunar líka að stuðningur við fyrirtækið er sífellt að aukast. Hafandi sagt það höfum við fullan skilning á því að starfsemi sem hefur í för með sér um- hverfisrask verður alltaf umdeild. Einmitt þess vegna leggjum við mikla vinnu í að kynnast auðlindinni og meta umhverfisáhrifin, jafnvel í áratugi, þannig að lágmarka megi neikvæðu áhrifin. Að því búnu leggjum við okkar tillögur fram og þá kemur til kasta stjórnvalda. Þetta er mjög vandað ferli og þess nýtur orkuiðnaðurinn. Eftir sem áður er mjög mikilvægt að okkur sé veitt aðhald, bæði af almenningi og frjálsum félagasam- tökum, og að mínu mati þyrfti að nást ennþá betri sátt um málaflokkinn, ekki síst í pólitík- inni. Samt hygg ég að skoðanamunurinn sé minni en mætti ætla. Þetta er meira áherslu- munur en skoðanamunur og umræðan þessa dagana virðist snúast meira um málsmeðferð- ina frekar en ekki efnislega um hvað eigi að virkja og hvað eigi að vernda. Efnislega um- ræðan er ekki mikið breytt, verið er að tala um sömu virkjanakosti og voru til umræðu hjá síðustu ríkisstjórn. Þetta er hins vegar mikið tilfinningamál og hefur verið valið sem átakamál. Að mínu viti er engin þörf fyrir að fara í skotgrafirnar og Landsvirkjun reynir að leggja sitt af mörkum með stöðugri upplýs- ingagjöf og varfærni í öllum okkar störfum.“ Vantar skýrari leikreglur – Hvers vegna er þetta valið sem átakamál? „Ég held að það sé sögulegt. Víða erlendis, eins og til dæmis í Noregi, er þetta ekki eins mikið hitamál. Þá er ég ekki að segja að virkjanakostir séu ekki gagnrýndir, þeir eiga að fá mikið aðhald og gagnrýni. Hér eru okk- ar stóru stjórnmálaflokkar hins vegar að ríf- ast um leikreglurnar. Hvers vegna komum við okkur ekki saman um þær? Sumir vonuðu að Rammaáætlun væri þessar skýru leikreglur og hún er góð á margan hátt. Samt er ennþá margt óljóst í lögunum sem gerir það af verk- um að hægt er að túlka þau á mismunandi hátt.“ – Oft er náttúruvernd og nýtingu á endurnýj- anlegum orkugjöfum stillt upp sem and- stæðum. Þú ert vænt- anlega ósammála því? „Já, í mínum huga eru þetta ekki and- stæður. Þvert á móti getur þetta tvennt farið mjög vel saman ef vilj- inn er fyrir hendi. Sögu- lega hefur gengið vel að samræma þetta og ég hef fulla trú á því að svo verði áfram. Það er líka ákveðin tilhneiging að stilla ferðaþjónustu upp á móti orkuvinnslu. Það er heldur ekki rétt, að mínu mati. Sagan sýnir að samstarfið hef- ur gengið vel og að þessar greinar styðja mjög vel hvor við aðra. Ferðamenn sem hing- að koma eru almennt mjög jákvæðir í garð orkuvinnslu á Íslandi og telja hana með því merkilegra sem þeir sjá hér, það er að 70% af orkunotkun þjóðarinnar sé endurnýjanleg orka. Í löndunum sem þeir koma frá verður það mesta verkefni næstu áratuga að ná tök- um á orkuframleiðslunni. Það er jafnvel óyf- irstíganlegt á sumum stöðum. Þess vegna er endurnýjanleg orka án efa aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.“ Mörgu þarf að svara – Þið eruð að skoða vaxtartækifæri fyrir fyr- irtækið, eitt af þeim er að leggja sæstreng yf- ir á önnur markaðssvæði. Er það forgangsmál hjá Landsvirkjun? „Megináhersla okkar er að fá fjölbreyttan iðnað til Íslands og styðja við vöxt hans og viðgang. Í því vinnum við alla daga. Við höf- um hins vegar bent á að ástæða sé til að skoða hvernig við getum bætt nýtingu auð- lindarinnar enda er umframorka í kerfinu flest ár vegna þess að alltaf er miðað við lág- marksúrkomu. Einn af þessum möguleikum gæti verið lagning sæstrengs, sem er í reynd bara ein tegund viðskiptavinar, vegna að- stæðna á raforkumarkaði, sérstaklega í Bret- landi. Það sem hvetur okkur til að skoða sæ- streng er að þjóðir með sambærilega stöðu og við hafa verið að stíga stór skref í þeim efn- um, eins og Norðmenn, sem hafa áratuga- reynslu af svona framkvæmdum. Ég legg samt áherslu á að þetta er bara á skoð- unarstigi og mörgu þarf að svara áður en lagt yrði út í framkvæmd af þessu tagi.“ – Yrði lengd strengsins ekki með því mesta sem þekkist? „Jú, þetta yrðu trúlega rúmir þúsund kíló- metrar. Það er hins vegar ekkert einsdæmi, Norðmenn eru til dæmis að fara af stað með sæstreng núna sem er 800 km og lengri strengir eru í skoðun annars staðar í heim- inum.“ Orkuöryggi Breta ógnað – Því hefur verið haldið fram að þessi fram- kvæmd geti aldrei orðið arðbær og mögulega þyrfti að koma til niðurgreiðsla frá Bretum. „Þetta hefur bæði kosti og galla. Það er al- veg ljóst. Það eru atriði sem huga þarf að, einkum raforkuverð til heimilanna, að tryggja iðnaði samkeppnishæft umhverfi og umhverf- ismál. Komi í ljós að framkvæmdin beri sig ekki verður að sjálfsögðu ekki farið út í hana. Að mínu mati hvetur aukin arðsemi Lands- virkjunar heldur ekki til frekari virkjana en þetta verkefni myndi kalla á það. Eftir því sem velmegun þjóðarinnar eykst verða vernd- unarsjónarmið sterkari. Þetta höfum við séð víða erlendis, viðmiðið hækkar.“ – Eru Bretar mjög áhugasamir? Erum að vinna með eilífðarvélar LANDSVIRKJUN FAGNAR HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI SÍNU Í SUMAR. AÐ DÓMI FORSTJÓRANS, HARÐAR ARNARSONAR, ER AFMÆLISBARNIÐ VEL Á SIG KOMIÐ OG HEFUR ALLA BURÐI TIL AÐ VAXA OG DAFNA Á KOMANDI ÁRUM. HANN SEGIR ÞAÐ HAFA FORGANG AÐ STUÐLA AÐ BREIÐRI SÁTT UM STARFSEMI FYRIRTÆKISINS ENDA GETI ÞAÐ VEL FARIÐ SAMAN, VINNSLA Á ENDURNÝJANLEGRI ORKU OG NÁTTÚRUVERND. AÐ SÖGN HARÐAR ÆTTI EKKI RÁÐIST Í LAGNINGU SÆSTRENGS TIL BRETLANDS HAFI ÞAÐ Í FÖR MEÐ SÉR FJÁRHAGSLEGA ÁHÆTTU FYRIR ÍSLENSKU ÞJÓÐINA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Ferðamenn semhingað koma erualmennt mjög jákvæðir í garð orkuvinnslu á Íslandi og telja hana með því merkilegra sem þeir sjá hér, það er að 70% af orkunotkun þjóðarinnar sé end- urnýjanleg orka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.