Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Menning S egja má að ég hafi allt frá fæðingu verið í tilvistarkrísu um það hverrar þjóðar ég er,“ segir leik- stjórinn Yana Ross þar sem við sitjum í anddyri Borgarleikhúss- ins að lokinni leikæfingu. Ross eyddi tveimur vikum við æfingar á Mávinum eftir Anton Tsjekhov í byrjun maí og lýkur æfingaferlinu í haust en uppfærslan verður frumsýnd á Stóra sviðinu í október. Ross hefur gert það gott í leikhúsum víðs vegar um heiminn á umliðnum árum og leikstýrði m.a. rómaðri uppsetningu á Vanja frænda eftir Tsjekhov í Uppsala í Svíþjóð á síðasta leikári. Sem dæmi töldu tveir leiklistargagnrýnendur sænska fjölmiðilsins Upsala Nya Tidning (UNT) að sýningin væri ein af fimm bestu sýningum leiksársins. Sýningin var einnig valin til að taka þátt í leiklistarhátíðinni Scenkonst- biennalen i Malmö undir lok maímánaðar, en aðeins bestu sýningar ársins rata inn á þá hátíð. „Velgengni sýningarinnar kom mér í opna skjöldu. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að áhorfendur hafi skilið leikhúsmál sýning- arinnar og hrifist af túlkunarleið minni,“ seg- ir Ross og tekur fram að lykilatriðið í nálgun sinni hafi verið að tengja leikritið við sænsk- an samtíma og segist hún munu nálgast Máv- inn á sama hátt, þ.e. finna snertifleti við ís- lenskt þjóðfélag. Mig dreymir á ensku En aftur að upprunanum og sjálfsvitund leik- stjórans. „Síðustu misseri hef ég ásamt manninum mínum búið í heimalandi hans sem er Litháen, enda er auðvelt að ferðast þaðan hvert sem er á meginlandinu til að sinna leikstjórnarverkefnum víðs vegar um Evrópu,“ segir Ross sem á síðasta áratug hefur m.a. leikstýrt í Moskvu, Vilníus, Klaí- peda og Helsinki auk þess að leikstýra við Volksbühne í Berlín og Þjóðleikhúsið í Lithá- en. „Mér finnst gott að búa í Vilníus og ekki spillir fyrir að leiklistarlífið í Litháen er afar blómlegt og í háum gæðaflokki,“ segir Ross og nefnir í því samhengi leikstjórann Rimas Tuminas, sem er Íslendingum að góðu kunn- ugur enda vakti hann mikla athygli hérlendis með uppfærslum sínum á verkum Shake- speare og Tsjekhov, en hann leikstýrði m.a. Mávinum í Þjóðleikhúsinu árið 1993. „Ég fæddist í Lettlandi, en þar á ég enga ættingja. Móðir mín er af úkraínskum gyð- ingaættum, en stór hluti fjölskyldu hennar flúði til Bandaríkjanna í kringum seinna stríð. Faðir minn er af pólskum ættum. Óhætt er að segja að fjölskylda mín hafi tvístrast á óeirðatímum milli heimsstyrjald- anna tveggja. Forfeður föður míns voru í pólsku andspyrnuhreyfingunni sem barðist fyrir sjálfstæði og gegn yfirráðum Rússa í landinu. Í dag yrði þeim lýst sem hryðju- verkamönnum því þeir bjuggu til sprengjur og sprengdu þær. Þeir voru handteknir og sendir norður eftir Evrópu til fangavistar, en þeim tókst að fikra sig aftur suður á bóginn þegar þeir losnuðu úr fangelsi. Fyrstu átta ár ævi minnar bjó ég með for- eldrum mínum í Lettlandi, en þá lá leiðin til Moskvu þar sem við dvöldum líka í átta ár,“ segir Ross og tekur fram að það sé ástæða þess að hún tali reiprennandi rússnesku í dag. „Það kemur mér að góðum notum þegar ég er að leikstýra Tsjekhov, því þá get ég alltaf haft frumtextann til hliðsjónar,“ segir Ross sem fyrir utan enskuna og rússneskuna talar litháísku reiprennandi auk þess sem hún hefur lært nokkuð í lettnesku, pólsku, úkraínsku, þýsku, ítölsku og sænsku. „Fyrir nokkrum mánuðum þurfti ég að fara í smá aðgerð í Litháen. Þegar ég var að vakna til meðvitundar úr svæfingunni talaði læknirinn við mig á litháísku, en ég svaraði á ensku. Mér fannst það mjög athyglisvert og sennilega til merkis um að ég upplifi mig þrátt fyrir allt sem bandaríska – enda dreymir mig á ensku,“ segir Ross sem á tán- ingsaldri flutti til Bandaríkjanna, en þangað voru flestir ættingjar móður hennar flúnir. Í Bandaríkjunum lauk Ross námi í margmiðlun árið 1995 frá Quinnipiac-háskólanum. „Að námi loknu vann ég í New York við að leikstýra fyrir bæði sjónvarp og hvíta tjaldið í átta mjög gjöful ár. Ég vann m.a. fyrir HBO og CNN, en sú vinna krafðist mikilla ferðalaga, oft til Evrópu. Ætli ég hafi ekki smitast af nokkurs konar ferðabakteríu á þessum tíma,“ segir Ross og tekur fram að sér finnist þessi tími í dag hafa átt sér stað í öðru lífi, svo margt hafi breyst hjá henni síð- an. „Ég var himinlifandi með starf mitt á þessum tíma og gaf allt í það, en skyndilega missti ég áhugann. Dag einn leið mér eins og ekkert gæti lengur komið mér á óvart í þess- um bransa. Mér líður hins vegar aldrei þann- ig í leikhúsinu. Eftir að ég fór að vinna í leik- húsinu vakna ég áhugasöm og full eftir- væntingar á hverjum einasta degi og bíð spennt eftir því hvað dagurinn og leikhús- vinnan beri í skauti sér,“ segir Ross og bend- ir á að upplifun hennar af hryðjuverkunum í New York 11. september 2001 hafi neytt hana til þess að endurskoða líf sitt og skipta um starfsvettvang. Valdi að mynda Tvíburaturnana þegar þeir féllu 11. september „Ég var ásamt tökuliði mínu stödd í næstu byggingu við Tvíburaturnana þegar flugvél- unum tveimur var flogið á þá örlagadaginn 11. september 2001,“ segir Ross sem var stödd í New York á þessum tíma til að undir- búa upptökur á Tískuviku eða Fashion Week. „Skrifstofa okkar sneri beint að turnunum og við vorum einmitt að funda þegar hryðju- verkin voru framin. Þegar fyrri vélin flaug á annan turninn þurfti að taka stóra ákvörðun. Áttum við að hlaupa út og reyna að hjálpa slösuðum eða áttum við að beina myndavél- inni að því sem var að gerast og fanga það á filmu fyrir komandi kynslóðir? Við völdum seinni kostinn, en myndefni frá okkur fór í framhaldinu víða um heim,“ segir Ross og fer ekki dult með að lífsreynslan hafi markað djúp spor í lífi hennar. „Ég lenti í ákveðinni lífskrísu á eftir. Ég sá ekki lengur neinn tilgang með því sem ég var að gera. Ég sagði því starfi mínu lausu og þurfti dágóðan tíma til að ná áttum,“ segir Ross sem nokkrum misserum seinna settist aftur á skólabekk. Að þessu sinni lá leiðin í Yale-háskóla þar sem Ross menntaði sig í leikstjórn og lauk námi 2006. Þar kynntist hún m.a. leikmyndahönnuðinum Zane Phil- strom sem hún hefur starfað mikið með síð- an, en hann hannar leikmyndina fyrir Máv- inn. „Markmið skólans er að skapa listafólk en ekki fræðimenn. Meðal kennara þar voru Bob Wilson, Robert Woodruff og Elizabeth LeCompte sem öll lögðu höfuðáherslu á að kenna okkur að hugsa sjálfstætt og skoða heiminn í nýju ljósi,“ segir Ross og tekur fram að leikhúsvinnan gefi sér ótrúlega mik- ið. „Leikhúsvinnan er heilandi og þetta vissi leikskáldið Tsjekhov sem sjálfur var læknir. Leikhúsið getur fært áhorfendum og þátttak- endum nauðsynleg verkfæri til að bæta líf sitt. Leikhúsið getur líka haft hreinsandi áhrif á samfélagið. Í mínum huga er markmið leikhússins – og raunar allra lista – að bæta manneskjuna og samfélagið,“ segir Ross og tekur fram að þó leikhúsið sé oft notað til að vekja hlátur og skemmta, þá eigi fólk ekki að vera hrætt við að láta koma sér á óvart, láta ögra sér og láta spyrja sig óþægilegra og hættulegra spurninga. Leiklistaráhuginn kviknaði á unglingsárunum í Moskvu Þó að Ross hafi ekki snúið sér að leikhúsleik- stjórn fyrr en á fertugsaldri tekur hún fram að hún hafi ung heillast af leikhúsinu, en á táningsárum sínum sótti hún um nokkurra mánaða skeið undirbúningsnám í leiklist við Rússneska leiklistarháskólann (GITIS) í Moskvu. „Lærimeistari minn á þessum tíma var leikstjórinn Kama Ginkas. Hann fæddist í Kaunas í Litháen árið 1941 og bjó á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar í gettói, en lifði vistina af. Hann nam leiklist hjá Georgy Tov- stonogov í St. Pétursborg, en átti mjög erfitt uppdráttar í gömlu Sovétríkjunum sökum þess að hann var gyðingur. Að námi loknu hélt hann því til Finnlands þar sem hann skapaði sér nafn sem leikstjóri áður en hann sneri aftur til Rússlands,“ segir Ross og tek- ur fram að hún hafi orðið fyrir miklum áhrif- um þegar hún aðeins 13 ára gömul sá upp- færslu Ginkas á Glæp og refsingu eftir Fjodor Dostojevskíj. „Sýningin var leikin í stóru leikhúsi, en leikmyndin samanstóð af litlum skjannahvít- um ferningi sem afmarkaði leikrýmið. Finnskur leikari fór með hlutverk Ra- skolnikovs sem var nakinn mestalla sýn- inguna og mjög ofbeldisfullur og trylltur. Á sama tíma dansaði gömul leikkona um sviðið með öxi. Ég heillaðist algjörlega upp úr skón- um og þar með var ákveðnum fræjum sáð. Um svipað leyti sá ég líka áhrifamikla og fal- lega ítalska uppfærslu á Die Hamletmaschine eftir Heiner Müller þar sem höfundurinn af- byggir Hamlet eftir Shakespeare, en afbygg- ingin nær einnig til leikhússins sem miðils.“ Tsjekhov er vægðarlaus höfundur Að sögn Ross hafði hana lengi langað að vinna með leikrit Tsjekhov þegar tækifæri gafst loks til þess í Svíþjóð í fyrra. „Mig hafði lengi langað til að takast á við verk hans, en það var ekki fyrr en í fyrra sem mér fannst ég vera tilbúin til þess. Það kom mér þægilega á óvart hversu auðveldlega verkið opnaðist fyrir mér. Ég fann strax lyk- ilinn að tungumáli og mannskilningi Tsjekhov sem gerði það að verkum að vinnan við upp- setninguna reyndist mjög auðveld. Vissulega voru margar áskoranir, en meginskilning- urinn á verkinu kom algjörlega áreynslulaust til mín. Tsjekhov hefur alltaf komið mér fyrir sjón- ir sem vægðarlaus höfundur. Hann er al- gjörlega miskunnarlaus í skrifum sínum og óhræddur við að kryfja bæði samfélag sitt og manneskjuna. Hann þorir að pota í okkur á sársaukafyllstu stöðunum. Hann hefur ein- staka hæfileika til að greina vanda manneskj- unnar og neyðir okkur til að horfast í augu við veikleika okkar, en aðeins þannig er hægt að ná framförum og bata. Ég heillast af grimmdinni sem birtist í hreinskilni hans. Ég hef litla þolinmæði fyrir tilfinningasemi og í mínum huga er ekkert væmið við verk Tsjek- hov,“ segir Ross og tekur fram að mikilvægt sé að halda í húmorinn sem birtist í verkum skáldsins. „Mávurinn er í mínum huga ekki tragíkómedía heldur kómedíutragedía. Að- stæðurnar sem hann býður leikpersónum sín- um í Mávinum upp á eru hlægilegar en um leið sársaukafullar. Þetta minnir um margt á farsa, enda er algjörlega fjarstæðukennt að flestar persónur verksins reyni að skemmta sér á sama tíma og önnur manneskja hrein- lega þjáist fyrir augum þeirra,“ segir Ross og tekur fram að það hafi verið hugmynd Krist- ínar Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleik- hússins, að hún kæmi til Íslands að leikstýra. „Þegar vinnunni við Vanja frænda lauk sá ég ekki fyrir mér að ég myndi leikstýra öðru Tsjekhov-leikriti á næstunni, en svo hafði Kristín samband við mig og bauð mér þetta verkefni. Hún sá uppfærsluna í Uppsala og sá strax spennandi flöt á því að ég héldi sam- tali mínu við Tsjekhov áfram,“ segir Ross og lætur vel af veru sinni hérlendis og samstarf- inu við Borgarleikhúsið. „Ég ferðast mikið og vinn víða um heim, en Ísland er það land sem hefur heillað mig mest enn sem komið er. Náttúran hér er kynngimögnuð og full af orku sem aftur mót- ar fólkið sem hér býr. Íslendingar koma mér fyrir sjónir sem kraftmikið og áræðið fólk. Þið búið yfir góðri kímnigáfu – en sennilega YANA ROSS LEIKSTÝRIR MÁVINUM EFTIR ANTON TSJEKHOV Í BORGARLEIKHÚSINU Í HAUST „Leikhúsið er heilandi“ YANA ROSS HORFÐI ÁSAMT TÖKULIÐI SÍNU Á TVÍBURATURNANA HRYNJA ÚR FUNDARHERBERGI Í NÆSTA HÚSI. Í FRAMHALDINU HÆTTI HÚN AÐ SJÁ TILGANG MEÐ VINNU SINNI FYRIR SJÓNVARP OG SNERI SÉR AÐ LEIKHÚS- INU SEM HENNI FINNST HAFA LÆKNANDI MÁTT HVORT HELDUR FYRIR EINSTAKLINGINN EÐA SAMFÉLAGIÐ. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.