Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Um helgina lýkur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýningum um verk og feril Ámunda Sigurðssonar, grafísks hönnuðar, og Helgu Björnsson tískuhönnuðar. Í tilkynningu segir að nú sé síðasta tækifæri til að fræðast um heim hátísku og auglýsinga í safninu. Á morgun, sunnudag klukkan 14, verða Ámundi og Helga með leiðsögn á síðasta sýningardegi. Þau munu ganga um sýning- arnar í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur, sér- fræðings munasafns Hönnunarsafnsins, og rifja upp sögur tengdar ferli sínum, úr heimi hátískunnar í París og ímyndarsköpunar í auglýsingum. ÁMUNDI OG HELGA SPJALLA HÖNNUNARVERK Hluti eins verks Helgu Björnsson á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands, sem lýkur um helgina. Þór Vigfússon hefur sýnt víða um lönd en setur nú upp verk í Höggmyndagarðinum. Morgunblaðið/Ómar Þór Vigfússon myndlistarmaður opnar sýn- inguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a í dag, laugardag, klukkan 16. Undanfarið hefur Þór safnað saman ólíkum hlutum úr stáli, sem fela í sér misljósa notkun og virkni. Úr varð höggmynd sem listamað- urinn teflir á móti litaformfræðilegum flötum sem líta má á sem endurspeglun strúktúrsins. Þór (f. 1956) býr og starfar á Djúpavogi. Hann nam við MHÍ og síðar við Strichting De Vrije Academie í Den Haag. Hann hefur haldið fjöldann allan af sýningum víða um lönd og hef- ur verið meðlimur í Myndhöggvarafélaginu allt frá stofnun.Verkefnastjóri sýningarinnar er Sindri Leifsson. ÞÓR VIGFÚSSON SÝNIR VÍXLVERKUN Listsmiðja fyrir alla fjöl- skylduna verður í Gerðar- safni í dag, laugardag, klukkan 15. Er hún undir stjórn myndlistarkon- unnar Guðrúnar Benónýs- dóttur og í tengslum við sýninguna Birting sem stendur nú yfir í Gerðar- safni. Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Kópavogskirkju og víðar og er sýningunni ætlað að vekja gesti til umhugs- unar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þeim fylgja. Í listsmiðjunni búa þátttakendur til bók eða bókverk með skissum og mynsturteikn- ingum út frá verkum sýningarinnar. Smiðjan er hluti af dagskrá fjölskyldudaga Ormadaga - Barnamenningarhátíðar í Kópavogi. LISTSMIÐJA Í GERÐARSAFNI GERA BÓKVERK Guðrún Benónýsdóttir Menning M ig hefur lengi langað að koma til Íslands og hlakka mikið til. Ég hef ekki einu sinni komið til landsins sem ferðamaður,“ segir hinn kunni sænski djasspíanóleikari Jan Lundgren. Hann kemur til landsins í vikunni ásamt fé- lögum sínum tveimur, bassaleikaranum Matthias Svensson og trommuleikaranum Zoltan Csörsz jr., og saman mynda þeir Jan Lundgren Trio sem hefur nú starfað í tvo áratugi og sent frá sér fjölda margverðlaun- aðra hljómplatna. Þeir halda tónleika í Silf- urbergi í Hörpu á fimmtudagskvöldið kemur og eru tónleikarnir á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Lundgren kemur iðulega einn fram á tón- leikum en leikur líka með öðrum hljóm- sveitum og listamönnum, enda margverðlaun- aður, vinsæll og virtur listamaður með sérstakan tón og hefur margt að segja í sinni list. Hann segir að frá upphafi síns ferils sem tónlistarmaður hafi tríóið þó verið einn af hornsteinum tilverunnar. „Bassaleikarinn hef- ur verið með mér frá upphafi, frá 1995, en trommuleikarinn hefur verið með okkur í átta ár,“ segir hann þegar við ræðum saman þar sem hann ekur greitt á hraðbraut í Suður- Svíþjóð. „Það er svo margt áhugavert sem gerist þegar menn leika lengi saman í svona lítilli hljómsveit,“ segir Lundgren. „Það má finna fyrir hverju skrefi sem félagarnir taka, jafnvel áður en þeir taka það! Það má gera ráð fyrir svo mörgu, búast við viðbrögðunum, við þekkjum svo afskaplega vel hver inn á annan, jafnvel hvernig hinir hugsa. Við getum brugð- ist hratt og umhugsunarlaust við frumkvæði hinna,“ segir hann. Þegar Lundgren er spurður út í verklag tríósins, hvort hann sem leiðtoginn og tón- skáldið kjósi fyrir hverja tónleika að leggja fram ný verk eða ákveði hvort þeir leiki frum- samið, þjóðlög eða standarda, segir hann það gerast á ýmsan hátt. „Eftir að hafa starfað þetta lengi saman höfum við gríðarmikla efnisskrá að velja úr en á tónleikum leikum við venjulega eitthvað af nýjustu plötum okkar. Flowers of Sendai er sú nýjasta og þar á undan var I Love Jan Lundgren Trio en hún kom bara út á vínyl og til niðurhals, á Spotify og svo framvegis. Það er þróunin í útgáfunni í dag.“ Þegar spurt er hvað þeir félagar leiki á tón- leikunum í Gamla bíói segir hann að þeir muni takast á við lög af þessum fyrrnefndu nýjustu plötum. „Venjulega leikum við líka eitthvað af sænskri þjóðlagatónlist auk eins eða tveggja standarda. En megináherslan er á frumsamin verk.“ Mikilvæg þjóðlagahefð Talið berst að rómaðri úrvinnslu sænskra djasstónlistarmanna undangenginna áratuga á þjóðlagaarfi sínum. Þekktasta dæmið er hin dáða plata Jans Johanssons (1931-1968), Jazz på svenska frá árinu 1964, en fjölmargir hafa sótt í þessa sjóði og Lundgren er svo sann- arlega einn þeirra. „Það er ekki auðvelt að útskýra þessa þró- un og þessa hefð, en sá fyrsti til að vinna á þennan hátt með sænska þjóðlagatónlist var líklega Bengt Hallberg, sænski píanóleikarinn. Hann kynnti lagið „Ack Värmeland du sköna“, einnig þekkt sem „Dear Old Stock- holm“, fyrir saxófónleikaranum Stan Getz og þeir hljóðrituðu það árið 1951 við miklar vin- sældir. Tíu árum síðar tók Jan Johansson upp Jazz på svenska og platan varð gríðarlega vinsæl. Sænsk þjóðlagatónlist er afar mikilvægur þáttur sænskrar menningararfleifðar og sænskum djasstónlistarmönnum hefur þótt mjög eðlilegt að vinna með þessi lög og þróa þau frekar, á persónulegan hátt. Og kanna ræturnar um leið. Sjálfur hef ég sent frá mér tvær plötur með þjóðlagatónlist. Önnur kallast Svenska lands- kap en hin Swedish Standards. Þar var í raun fyrsta platan sem ég tók upp með tríóinu mínu árið 1997.“ Þegar spurt er hvort raunverulega sé til eitthvað sem kalla má norrænan djass segir Lundgren að sú sé svo sannarlega raunin. „Einfaldlega vegna rótanna sem við höfum í norrænni tónlist,“ segir hann. „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þessi arfleifð birt- ist, sumir tónlistarmenn kjósa til dæmis að vera ekkert að viðurkenna þessar rætur, þess- ar uppsprettur, og vilja leika á allt annan hátt. Leita kannski að öðrum rótum, en það hlýtur að vera einstaklingsbundið … Sjálfur hika ég ekki við að gangast við þessum áhrifum, þessum grunni í tónlistinni minni. Ég hafði reyndar engan áhuga á þessu þegar ég var unglingur eða jafnvel snemma á þrítugsaldri. Þá vildi ég bara hljóma eins og einhver gaur frá New York,“ segir hann og hlær. „Það var markmiðið þá, að hljóma eins og Bandaríkjamaður. En í fyrstu ferð minni sem tónlistarmaður til Bandaríkjanna árið 1995 eyddi ég þremur vikum í New York spil- andi með þarlendum listamönnum, og aldrei, fyrr né síðar, hefur mér fundist ég vera eins sænskur og þær vikur! Þá fór ég að skilja á hverju ég byggi og að ég hef á vissan hátt mitt eigið tungumál, þótt ég hafi á þeim tíma ekki enn viljað gangast við þessu. En upp frá því fékk ég síaukinn áhuga á að kanna fortíðina í gegnum sænska þjóðlaga- tónlist.“ Lundgren segir að vissulega þróist tónlistin síðan sífellt og geri það alls staðar á Norð- urlöndunum, hjá færum tónlistarmönnum, og hann viti að margir fínir djassmenn séu á Ís- landi og þeir taki arfleifðina líka sínum tök- um. „Bestu djassleikararnir í hverju landi munu án efa alltaf hafa mikil áhrif á það hvernig tónlistin þróast,“ segir hann. Plata með Peterson breytti öllu Þegar Lundgren er spurður út í sína nálgun við hljóðfærið er hann hikandi við að svara, segir aðra betri í því. Segir síðan: „Fyrir mér er best að líkja tónlist við tungumál. Ólíkar tegundir tónlistar eru á vissan hátt eins og ólík tungumál. Þegar ég var fimmtán ára þekkti ég hvorki haus né sporð á djassi. Þá fór gamli píanókennarinn minn, sem var afar hefðbundinn og kenndi klassíska tónlist, í fæð- ingarorlof og sá nýi mælti með því að ég keypti mér djassplötu. Ég gerði eins og hann sagði og keypti plötu með leik Oscars Pet- ersons. Ég var bara að hlýða kennaranum, setti plötuna á spilarann og skildi ekkert af því sem streymdi út úr hátölurunum. En ég féll fyrir tónlistinni og fór að eyða miklum tíma í að reyna að læra tungumál djassins. Þetta eru allt ólík tungumál. Það mætti líkja því við að ég færi í ferðalag til Tyrklands og yrði ástfanginn af þarlendri stúlku sem kynni ekki ensku. Þá yrði ég að spyrja mig hvort ég vildi leggja á mig að læra tyrknesku eða bara gleyma stúlkunni. Markmið mitt er alltaf að tjá mig á eins einlægan hátt í gegnum tónlistina og mér er unnt, og spinna í augnablikinu. Ég vonast til að geta átt samtal við mína sýn á tónlistina, og þar með sýnt áhorfendum og áheyrendum hver ég er.“ Sumir rýnar segja bakgrunn Lundgrens í klassískri tónlist hafa áhrif á leik hans, til að mynda hvað nákvæmni og fraseringar varðar. Hann segir að sú sé mögulega raunin, tækni sín hafi þegar þróast mikið á unga aldri. „Fyrir öllum tónlistarmönnum hlýtur það að vera markmið að „núansarnir“ í leiknum, og hvernig menn nálgast tónlistina, endurspegli á einhvern hátt hverjir þeir eru.“ Hann bætir við að það sé sér afar mikil- vægt að leika fyrir framan áhorfendur, annað væri eins og, svo gripið sé aftur til líking- JAN LUNDGREN-TRÍÓIÐ LEIKUR Á LISTAHÁTÍÐ Djassinn hefur gefið mér margt „ÞAÐ ER SVO MARGT ÁHUGAVERT SEM GERIST ÞEGAR MENN LEIKA SVONA LENGI SAMAN Í LÍTILLI HLJÓMSVEIT,“ SEGIR JAN LUNDGREN UM RÓMAÐ DJASSTRÍÓIÐ SEM HEFUR STARFAÐ Í TVO ÁRATUGI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við getum brugðist hratt og umhugsunarlaust við frumkvæði hinna,“ segir Lundgren um sam- leikinn með Matthias Svensson og Zoltan Csörsz í tríóinu. * Ég var bara aðhlýða kennaran-um, setti plötuna á spil- arann og skildi ekkert af því sem streymdi út úr hátölurunum. En ég féll fyrir tónlistinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.