Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 4
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
UMHVERFISMÁL „Samkvæmt gögn-
um hjá Matvælastofnun tóku
slátur leyfishafar sjálfir ákvörðun
um að innkalla kjöt af gripum af
þessu svæði í varúðarskyni,“ segir
Kjartan Hreinsson, dýralæknir
hjá Matvælastofnun, um fullyrð-
ingar Gísla Halldórs Halldórsson-
ar, bæjar stjóra á Ísafirði, varðandi
díoxínmengun í búpeningi í Engidal
fyrir um fjórum árum.
„Ástæða þess að slátra þurfti
búpeningi í Engidal var bannið
sem MAST hafði sett á kjötið og
uppnámið sem MAST olli með því
að innkalla íslenskt lambakjöt frá
Evrópu,“ sagði Gísli í Fréttablaðinu
í gær.
„Matvælastofnun setti dreif-
ingarbann á afurðir frá svæðinu
meðan unnið var að rannsókn máls-
ins. Þegar niðurstöður sérfræði-
hópsins lágu fyrir tóku bændurn-
ir sjálfir ákvörðun um að slátra
búfénu,“ segir Kjartan. Matvæla-
stofnun beri skylda til að upplýsa
og tilkynna um varasöm matvæli á
markaði. „Einnig í varúðarskyni ef
grunur er um að matvæli uppfylli
ekki skilyrði matvælareglugerða
og séu ekki örugg til neyslu.“
Þá gerir Kjartan athugasemd við
orð Gísla um að dönsk rannsókn
hafi ekki sýnt díoxín yfir viðmið-
unarmörkum úr sýnum úr Engidal.
Vísar Kjartan í skýrslu sérfræð-
ingahóps. Þar segir meðal annars
að sýni bendi „sterklega til þess
að að mjólkurafurðir og nautgripir
frá Efri-Engidal eigi ekki að fara
á markað og hafi ekki átt að fara á
markað“. - gar
Matvælastofnun segir rangt hjá bæjarstjóra Ísafjarðar að stofnunin hafi innkallað kjöt frá Engidal:
Sláturleyfishafar innkölluðu kjötið sjálfir
BITBEIN Enn er deilt vegna magns
díoxíns í kjöti úr Engidal við Skutuls-
fjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
2.954 börn fæddust mæðrum utan
hjónabands árið 2013.
Börn mæðra í hjónabandi voru hins
vegar 1.372 á því ári.
SKEMMTUN Þrettándabrenn-
um höfuðborgarsvæðisins, sem
fara áttu fram í gær, var frest-
að sökum veðurs. Hvasst var í
Reykjavík í gær og tóku aðstand-
endur því þessa ákvörðun.
Athöfn Vesturbæinga mun hefj-
ast klukkan 18.00 þann 9. janúar
við KR-heimilið.
Brennur íbúa Grafarvogs og
Grafarholts fara fram degi síðar.
Grafarvogsbúar munu hittast
við Hlöðuna klukkan 17.15 og
þaðan mun fólk ganga fylktu
liði að brennustæðinu við Gufu-
nesbæinn. Í Grafarholti hefjast
herlegheitin klukkan 18.00 við
Guðríðar kirkju. - jóe
Brennum í borginni frestað:
Veður seinkar
þrettándagleði
ÞRETTÁNDI Frá þrettándagleði við
Ægisíðu fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RÚSSLAND Rússneski stjórnar-
andstæðingurinn Alexei Navalní
skar á mánudag í sundur ökkla-
band, sem sett var á hann til að
fylgjast með ferðum hans.
Honum var skipað í stofufang-
elsi heima hjá sér þrátt fyrir að
fangelsisdómur í desember hafi
verið skilorðsbundinn.
Navalní hefur verið einn helsti
gagnrýnandi Vladímírs Pútín
Rússlandsforseta, og segir mála-
ferlin gegn sér eingöngu til þess
ætluð að refsa honum fyrir gagn-
rýnina.
- gb
Navalní mótmælir enn:
Skar í sundur
ökklabandið
EFNAHAGSMÁL „Mjög mikilvægt er að okkur
takist að verja þann stöðugleika sem náðst
hefur,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA).
Samtökin kynntu á blaðamannafundi í gær sýn
sína á stöðu efnahagsmála.
Stöðugleika efnahagslífsins síðustu misseri
segir Þorsteinn nokkuð sem landsmenn hafi
ekki átt við að búa undanfarna tvo áratugi eða
svo. Hagvöxtur hafi verið með ágætum frá
2011, verðbólga lækkandi og mjög lág á síðasta
ári, jöfnuði náð í ríkisfjármálum, auk þess sem
dregið hafi úr atvinnuleysi og gengi krónunnar
verið stöðugra síðustu fjögur ár en um „all-
langt skeið“ þar á undan.
„Það er mjög mikilvægt að okkur takist að
verja þennan stöðugleika,“ segir Þorsteinn, en
í kynningu SA eru allar forsendur sagðar fyrir
því að árið geti orðið farsælt og að einstakt
tækifæri sé til að bæta lífskjör landsmanna
á grundvelli nýfengins stöðugleika. Ein for-
senda þess sé þó að launahækkanir í komandi
kjarasamningum verði ekki umfram það sem
framleiðni í landinu standi undir. Framleiðni-
aukning hafi hins vegar verið ónóg síðustu ár,
eða um eitt prósent á ári, og hámarkssvigrúm
til launahækkana í heild því 3,5 til 4,0 prósent.
Hækkanir umfram það með miklum sveiflum
í kaupmætti séu ávísun á verðbólgu sem að
lokum leiði til falls krónunnar.
„Í aðdraganda samninganna er mikil ólga,
mun meiri en á síðasta ári og þrátt fyrir fimm
prósenta kaupmáttaraukningu á árinu sem var
að líða eru uppi kröfur um stórkostlegar launa-
leiðréttingar sem erfitt er að skilja hvað liggur
að baki.“
Þorsteinn telur viðbúið að veturinn verði
snúinn en ekki sé sjálfgefið að koma þurfi
til harðra átaka. Leiðin til árangurs sé að ná
saman milli almenna vinnumarkaðarins og
þess opinbera um vinnubrögðin sem styðjast
eigi við til lengri tíma litið. „Við verðum að
brjótast út úr þessari hringekju sem við höfum
verið í þar sem ekki er sátt og nægilegt sam-
ráð milli aðila á vinnumarkaði og við upplifun
þróunar eins og varð á síðasta ári þar sem stór
hluti opinbera vinnumarkaðarins sleit sig frá
samræmdri launaþróun og olli þeirri ólgu sem
við sjáum nú.“
Þá segir Þorsteinn flækja komandi viðræð-
ur að engin samræmd lína sé frá Alþýðusam-
bandinu heldur komi hvert verkalýðsfélag
fram með sína kröfugerð. „Það gerir það að
verkum að fram undan eru mjög snúnar og
flóknar viðræður.“
Í komandi samningum segir Þorsteinn tíma-
bært að horfa til þess að auka kaupmátt allra,
lægstu launin hafi síðustu ár hækkað langt
umfram meðaltekjuhækkun og samfellt átak
til hækkunar á þeim undanfarin átta ár.
„Ljóst er að ekki verður gengið lengra í
hækkun lægstu launa,“ segir Þorsteinn og
bendir á að uppi sé krafa allra hópa, ekki síst
lækna, um umtalsverðar hækkanir. Kröfugerð
í þá veru beri þess merki að ekki sé lengur sátt
um áherslu á hækkun launa. „Ég held að verk-
efnið næstu misserin sé fyrst og fremst að
auka kaupmátt allra launa.“ olikr@frettabladid.is
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í gær verkefnin fram undan auk „flugeldavísitölu“
þar sem kom fram að fylgni er á milli hagvaxtar og innflutnings skotelda. Í fyrra voru flutt inn 1,5 kíló á mann, aðeins
meira en 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Áherslan nú á kaupmátt allra
Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár.
Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir áratugareynslu á íslenskum vinnumarkaði sýna að
sátt verði aldrei um misskiptingu þar sem einstakir hópar eða atvinnugreinar fái launahækkanir um-
fram aðra. „Það verður þá alltaf grunnurinn að kröfum annarra,“ segir hann. Kröfur lækna nú séu svo
aftur úr öllu samhengi við verðmætasköpun í þjóðfélaginu. „Þarna er hópur sem vill leiðrétta alþjóð-
lega samkeppnisstöðu sína í einu stökki og ef það á að ganga eftir, eins og flest virðist benda til, þá
mun reyna á hvort sátt sé um það í samfélaginu að þeir verði teknir fram fyrir með þessum hætti.“
Sá tónn hafi verið áberandi umræðunni.
Kröfur úr takti við verðmætasköpun
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson
hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010
eða í tölvupósti á sala@advania.is
* Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast.
á nýju ári
Nýjar vélar
JANÚAR
TILBOÐ*
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
KÓLNAR Í VEÐRI Áfram víða strekkingur á landinu í dag og sums staðar hvassviðri
syðra og skúrir eða él sunnan og vestan til. Suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri
til morguns og má búast við hörkufrosti um helgina.
0°
12
m/s
3°
13
m/s
4°
15
m/s
5°
20
m/s
10-18 m/s.
5-13 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
-4°
19°
3°
6°
17°
2°
5°
4°
4°
19°
10°
15°
15°
5°
5°
4°
5°
5°
4°
16
m/s
3°
15
m/s
2°
12
m/s
1°
9
m/s
2°
10
m/s
2°
15
m/s
-1°
17
m/s
1°
-2°
0°
-3°
0°
-3°
-2°
-6°
-2°
-6°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
A
-1
9
7
C
1
7
7
A
-1
8
4
0
1
7
7
A
-1
7
0
4
1
7
7
A
-1
5
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K