Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 16
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR
TÍMAMÓT
„Mér er efnið hugleikið. Það tengist
æskuminningum mínum því ég var
fimm ára þegar ég missti föður minn í
sjóslysi. Sjö heimilisfeður fórust frá Dal-
vík sama dag. Það var mikil blóðtaka,“
segir Haukur Sigvaldason smiður um
dagskrá Íslenska vitafélagsins um sjó-
slys við Íslandsstrendur sem fram fer í
Víkinni, sjóminjasafni við Grandagarð, í
kvöld, miðvikudag, og hefst klukkan 20.
Sigvaldi, faðir Hauks, fór í róður með
bróður sínum, Gunnari, á Val EA 9. apríl
1963. Þeir voru á línu fram af Hval-
vatnsfirði þegar ofsaveður brast á mjög
snögglega. Báturinn fórst og Gunnar fór
niður með honum en Sigvaldi náðist um
borð í Esjuna, án lífsmarks, hann var
úrskurðaður látinn á Sjúkrahúsi Akur-
eyrar undir kvöld. Sama dag fórst Haf-
þór EA frá Dalvík. Þrettán börn urðu
föðurlaus í plássinu í einu vetfangi.
„Ég man þegar mömmu var tilkynnt
andlát pabba. Bróðir hennar kom með
lækninum heim og dró sig svo í hlé
meðan læknirinn talaði við mömmu
en ég var dinglandi við lærið á henni,
auðvitað talinn óviti. Ég veit að lækn-
irinn bauð henni sprautu til að deyfa
sársaukann og hún gæti sofið, en hún
afþakkaði með þeim orðum að hún
þyrfti að vakna upp til barnanna sinna.
Ég var yngstur af þremur systkinum.
Hin voru níu og tólf ára,“ lýsir Haukur
sem segir líf sitt vissulega hafa breyst
við slysið. „Mamma fór fljótlega að
vinna utan heimilis en mínar aðstæður
voru góðar miðað við margra því móðir
hennar og þrjú systkini bjuggu á hæð-
inni fyrir ofan okkur og mikill samgang-
ur var á milli. Ég hafði öruggt skjól en
samt var engin tilfinningaúrvinnsla og
pabba vantaði alltaf. Ég byrjaði ungur að
gera ýmsa hluti sjálfur og fullorðnaðist
snemma.“
Sama ár og Haukur missti föður sinn,
1963, fórust 55 íslenskir sjómenn. Fyrstu
þrír fjórðungar tuttugustu aldarinnar
voru varðaðir sjóslysum. Steinar J. Lúð-
víksson, blaðamaður og rithöfundur,
skrifaði margar bækur um þá atburði
undir heitinu Þrautgóðir á raunastund.
Björgunar- og sjóslysasaga Íslands.
Hann verður líka með fyrirlestur í kvöld
í Víkinni. Allir eru velkomnir og aðgang-
ur er ókeypis. gun@frettabladid.is
Pabba vantaði alltaf
Íslenska vitafélagið er með fræðsludagskrá um sjóslys við Íslandsstrendur í Víkinni,
Grandagarði, í kvöld. Meðal þeirra sem þar miðla sögum er Haukur Sigvaldason smiður.
SMIÐURINN „Ég byrjaði ungur að gera ýmsa hluti sjálfur og fullorðnaðist snemma,“ segir
Haukur, sem verður meðal þeirra sem taka til máls í Víkinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
bóndi og veðurathugunarmaður,
Garði, Kelduhverfi,
sem lést þann 28. desember, verður
jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 10. janúar
kl. 11. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Jóhanna Ólafsdóttir
Ólafur Brynjar Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Sigurgeir Sigurðsson
og fjölskyldur.
Yndisleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Norðfirði,
er látin.
Rúna Sæmundsdóttir
Kolbrún Sæmundsdóttir Björn Árdal
Auður Stefanía Sæmundsdóttir
Sigurður Rúnar Sæmundsson Nanna Hákonardóttir
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT MATTHILDUR
ÁRNADÓTTIR
Flúðabakka 4, Blönduósi,
lést þann 22. desember sl.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Signý Magnúsdóttir
Ingi Einar Sigurbjörnsson S. Marzibil Lúthersdóttir
Erna Hallfríður Sigurbjörnsdóttir Þorvaldur Skaftason
Sigurður Agnar Sigurbjörnsson Ármey Óskarsdóttir
Dóra Sigurbjörnsdóttir Björn Ragnarsson
Erla Sigurbjörnsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS H. MAGNÚSSON
bifvélavirki,
lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn
4. janúar.
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir Árni Guðnason
Hildur Magnúsdóttir Þorsteinn Einarsson
Sigríður Magnúsdóttir Sturla Jónsson
Magnús Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Glósölum 7, Kópavogi,
lést á jóladag, 25. desember. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðmundur Gíslason
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
GUÐJÓN EINARSSON
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
25. desember. Jarðarförin fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edda G. Ólafsdóttir
Eiríkur Guðjónsson
Anna Þ. Guðjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
EINHILDUR ÞÓRA PÁLMADÓTTIR
Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi
sunnu daginn 1. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
mánudaginn 12. janúar kl. 13.00.
Þór Pálmi Magnússon Hulda Guðmundsdóttir
Oddný Magnúsdóttir Þórhallur Steinarsson
Jón Kr. Magnússon Linda Gunnarsdóttir
Halldóra Magnúsdóttir Ívar Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AGLA TULINIUS
læknaritari,
Ásholti 38, Reykjavík,
lést 22. desember. Útförin fer fram frá
Hjallakirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Guðmundur Karl Sigurðsson Auður Guðjónsdóttir
Þóra Sigurðardóttir Jóhann Eysteinsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR MARKÚS JÓNSSON
flugvirki,
Bugðutanga 5, Mosfellsbæ,
lést að morgni 4. janúar á Landspítalanum
við Hringbraut.
María Marta Sigurðardóttir
Davíð Ásgeirsson
Rakel Ásgeirsdóttir Einar Gunnarsson
Samúel Ásgeirsson Lovísa Snorradóttir
Ólafur Jón Ásgeirsson
Gerður Rós Ásgeirsdóttir Sigurður Wiium
barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
frá Steinsstöðum,
Espigrund 9, Akranesi,
sem lést 24. desember, verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju föstudaginn 9. janúar
kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi.
Guðríður Guðmundsdóttir Þórir Bergmundsson
Gunnar Guðmundsson Sesselja Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
NANNA JÓNSDÓTTIR
Sunnubraut 41, Kópavogi,
sem lést á Vífilstöðum 23. desember
sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.
Óskar Guðmundsson
Bjarni Þór Óskarsson Sigurbjörg U. Guðmundsdóttir
Helga Óskarsdóttir Snorri Traustason
Anna Kristín Óskarsdóttir
Oddný N. Óskarsdóttir Patrich Wennergren
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON
Brávallagötu 44, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans á jólanótt.
Jarðarförin fer fram 9. janúar kl. 13.00
í Fossvogskirkju.
F.h. ættingja og vina,
Tómas Óskar Guðjónsson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN BRÍET TORFADÓTTIR
(DÚNNA)
Krókamýri 78, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
26. desember. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
fimmtudaginn 8. janúar, kl. 13.00.
Andrés Ingi Magnússon
Torfi Helgi Leifsson Margrét Sigurðardóttir
Magnús Andrésson Rósa Þórarinsdóttir
Andrés Andrésson Elfa Sif Jónsdóttir
Margrét Sif Andrésdóttir Einar Þór Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN INGIMUNDARSON
Álfaskeiði 43, Hafnarfirði,
áður bóndi á Yzta-Bæli,
Austur-Eyjafjöllum,
lést þriðjudaginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Örn Sveinbjarnarson Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir
Sigurður Ingi Sveinbjarnarson
Markús G. Sveinbjarnarson Selma Filippusdóttir
Ingimundur Sveinbjarnarson
Hrafn Sveinbjarnarson Anna Dóra Pálsdóttir
Ester Sveinbjarnardóttir Magnús Sigurðsson
Helga Sif Sveinbjarnardóttir Haukur Örn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
A
-7
7
4
C
1
7
7
A
-7
6
1
0
1
7
7
A
-7
4
D
4
1
7
7
A
-7
3
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K