Fréttablaðið - 07.01.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 07.01.2015, Síða 22
 | 6 7. janúar 2015 | miðvikudagur Fyrirtækið Tulipop var stofnað árið 2010 af vinkonunum Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA, og Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara. Markmið Tulipop-ævintýraheimsins var og er að búa til skapandi og falleg- ar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri. Markmiðið er enn hið sama en með auknum vexti fyrirtæk- isins og umsvifum utan Íslands hafa sífellt fl eiri tækifæri komið á borð fyrirtækisins á öðrum sviðum en vöruframleiðslu, sem hafa meðal annars leitt til þess að Tulipop gaf út leik fyrir snjall- tæki fyrr á árinu í samstarfi við breskan leikjaframleiðanda. Auk þess fi nna þær stöllur fyrir vax- andi áhuga fyrirtækja í leikfanga- og afþreyingargeiranum. Signý: „Okkur fi nnst gífurlega spennandi að stíga frekari skref í átt að því að færa Tulipop-ævin- týraheiminn og persónurnar til lífsins, og var leikurinn sem við gerðum liður í því. “ Helga: „Við erum búnar að reka þetta fyrirtæki í fi mm ár. Signý skapaði ævintýraheiminn þar sem hver persóna hefur sína sögu. Það hefur mikil vinna farið í sköp- unina og alveg frá því við byrj- uðum að kynna Tulipop erlendis höfum við verið spurðar að því hvort við ætluðum ekki að gefa út Tulipop-bækur, fara í sjónvarp og svo framvegis. Það er því gaman að fi nna fyrir vaxandi áhuga alls konar aðila í afþreyingargeir- anum á Tulipop-heiminum sem vilja færa hann til lífs, svo sem í gegnum tölvuleiki eða sjónvarp eða annað. Við erum byrjaðar að vinna í einhverjum slíkum verk- efnum, sem eru þó á algjöru byrj- unarstigi enda geta slík verkefni tekið langan tíma.“ Einbeita sér að einum markaði Tulipop hefur átt mikilli vel- gengni að fagna og selt vörur til yfi r tíu landa. Fyrir einu og hálfu ári síðan tóku þær hins vegar þá ákvörðun að einbeita sér aðeins að markaðnum hérlendis og í Bret- landi. Helga: „Við fórum í smá nafl a- skoðun á þessum tíma þegar við ákváðum að það væri kominn tími til að fá fjárfesta inn í félagið. Við fórum yfi r hvað var að virka og hvað ekki. Við höfðum verið að fara á mjög stórar vörusýning- ar og fá í kjölfarið pantanir frá mörgum löndum, kannski átta og komumst að því að oft var mjög erfi tt að fylgja því almennilega eftir. Við fengum kannski pant- anir frá nokkrum búðum í Hol- landi, Þýskalandi og Frakklandi og sendum vörur þangað. Síðan hafði maður engin tök á því að heimsækja búðirnar, hringja í þær eftir þörfum eða hafa sam- band við þarlenda fjölmiðla. Þann- ig að við ákváðum, af mörgum mismunandi ástæðum, að velja Bretland.“ En hefði komið til greina að stækka fyrirtækið hraðar til að mæta þessari auknu eftirspurn? Helga: „Já. Hin leiðin hefði verið að fara á þessum tíma í risa- stóra hlutafjáraukningu, selja nær allt fyrirtækið og stækka miklu hraðar. En okkur liggur bara ekk- ert svo mikið á. Við erum ekki með þannig vöru, eins og tæknivörur, þar sem skiptir öllu að vera fyrst- ur. Þannig að okkur fannst skipta meira máli að þróa þetta hægar.“ Signý: „Við vildum líka eiga meira í fyrirtækinu. Á þessum tímapunkti hefðum við ekki selt fyrirtækið mjög dýrt, það var ekk- ert hlutafé inni í því og vörurnar voru enn þá takmarkaðar.“ Í lok ársins 2013 fékk Tulipop fjárfesta til liðs við sig. Signý leiddi í kjölfarið þróun á breikkun vörulínu fyrirtækisins sem hefur stækkað mikið. Signý: „Þetta er heimurinn minn. Það skipti mig þess vegna máli að hann væri útfærður á fal- legan máta en ekki í einhverri fl ýtimeðferð.“ Helga: „En þetta er alltaf spurn- ing, hversu hratt maður á að stækka. Okkur fannst ekki liggja neitt á, það væri betra að taka minna skref og síðan þegar að því kæmi að fjármagna teiknimynda- seríu eða leikföng eða eitthvað annað þá þyrftum við kannski að stækka hraðar. Ef við síðan náum árangri í Bretlandi þá verður auð- veldara að ná árangri annars stað- ar. Næsta skref verður hagkvæm- ara. Ná árangri á einum markaði og byggja svo á því annars staðar í stað þess að fara í sama átakið á mörgum mörkuðum í einu.“ Þær segja báðar að það sé mikil áskorun að skerpa fókusinn og kunna að segja nei. Helga: „Á þessum fi mm árum höfum við fengið alls konar spennandi fyrirspurnir, til dæmis frá Japan eða Suður-Ameríku, frá einhverjum sem hafa áhuga á Tulipop. En til að slíkt geti yfi r- leitt farið af stað þarf svo mörg skref. Það þarf að þýða upplýsing- ar yfi r á annað tungumál, afl a sér upplýsinga um innfl utning í landið og svo framvegis. Þetta er fl jótt að vinda upp á sig og síðan veit maður ekkert hvað verður úr því. Þannig að til að halda fókus og sinna þeim stöðum sem við erum á þá þarf að kunna að segja nei.“ Heimamarkaðurinn skiptir máli Fyrirtækið sprengdi af sér hús- næði sem það var í á Hverfis- götu og hefur komið sér þægilega fyrir á góðum stað á Fiskislóð með útsýni yfi r hafi ð. En er það hindrun að vera á litla markaðn- um Íslandi? Signý: „Nei, það hefur ekki reynst neitt voðalega erfi tt. Stund- um er fjarlægðin erfi ð, að vera á þessari eyju. En þess vegna erum við að herja á Bretland, þangað er stutt að fara, fl ogið oft í viku og þægilegur tímamismunur. Helga: „Ég hefði ekki trúað því fyrr en á reyndi hvað tíma- mismunurinn skiptir miklu máli. Framleiðendurnir okkar eru í Asíu og maður þyrfti helst að hringja í þá heiman frá, áður en maður mætir til vinnu á morgn- ana til að ná þeim á skrifstofu- tíma. Signý: „Þó að markaðurinn hérna heima sé lítill þá skipt- ir hann líka máli. Grunnurinn að öllu öðru er að það gangi vel hérna. Helga: „Já, það kemur oft fram á sýningunum að þetta sé íslenskt merki. Þá er spurt hvernig okkur gangi á Íslandi. Þá er gaman að segja frá hversu vel þetta hefur gengið hér. Við höfum fengið frá- Mikill áhugi á ævintýraheimi Tulipop frá leikfanga- og afþreyingariðnaði Þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingar- geiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi. ÆVINTÝRALEGUR HEIMUR TULIPOP Vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir standa að fyrirtækinu Tulipop sem hefur vaxið hratt. Með auknum vexti fyrirtækisins og umsvifum utan Íslands hafa sífellt fleiri tækifæri komið á borð fyrirtækisins á öðrum sviðum en vöruframleiðslu. Fréttablaðið/Stefán Það er því gaman að finna fyrir vaxandi áhuga alls konar aðila í afþreyingar- geiranum á Tulipop- heiminum sem vilja færa hann til lífs, svo sem í gegnum tölvu- leiki eða sjónvarp eða annað. VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 A -4 5 E C 1 7 7 A -4 4 B 0 1 7 7 A -4 3 7 4 1 7 7 A -4 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.