Fréttablaðið - 07.01.2015, Síða 27

Fréttablaðið - 07.01.2015, Síða 27
 7 | 7. janúar 2015 | miðvikudagur iPhone Aukahlutir bær viðbrögð og margir þekkja vörumerkið. Svo eru vörurnar til sölu í svo fl ottum verslunum. Þetta skiptir allt miklu máli og ég held að maður hafi kannski vanmetið það örlítið í upphafi hvað góður árangur á þessum litla heima- markaði, að hafa trausta fótfestu þar, getur skipt miklu máli.“ Mikilvægt að hitta fólk Á síðasta ári seldi Tulipop vörur sínar í hátt í tuttugu verslunum í Bretlandi. Þær stöllur hafa feng- ið mikið af fjölmiðlaumfjöllun þar í landi og í lok síðasta árs fengu þær viðurkenningar frá Junior Awards, fremstu hönnunarverð- launum á sviði barnavara. Þá hafa þær ráðið sér sölufulltrúa í Lond- on sem sér um að sinna viðskipta- vinum þeirra þar, sýna vörur og taka við pöntunum. Helga: „Þetta gengur vel. Það eru alltaf fleiri og fleiri búðir farnar að hafa samband að fyrra bragði við okkur og maður veit ekki alltaf alveg af hverju það stafar. Sérstaklega í lok síð- asta árs. Signý: „Það er alltaf miklu skemmtilegra þannig heldur en að við séum að hafa sam- band með vörurnar okkar. Til dæmis seld- um við til eistneskrar keðju fullt af vörum, þá hafði kona þaðan komið á vörusýn- ingu þar sem við sýndum. Stundum dettur bara eitthvað inn þótt maður sé ekkert að reyna. Þær segja vörusýn- ingarnar skila miklu, þar myndi þær tengsl og fá tækifæri til að sýna vörulínurnar í sínu rétta umhverfi . Helga: „Fyrst vorum við ekki vissar hverju þetta myndi skila. Veltum því fyrir okkur hvort þetta væri kannski svo- lítið „gamla leiðin“ sem virkaði best fyrir tíma internetsins. En þær eru mjög mikilvægar. Flest- ir innkaupastjórar verslana fara á svona sýningar að skoða. Þótt þeir panti kannski ekki endilega á sýningunni sjálfri þá myndast þar tengsl sem eru dýrmæt. Signý: „Það skiptir líka máli að hitta fólk af holdi og blóði. Það gildir greinilega enn þá að það er dýrmætt að hitta manneskjur aug- liti til auglitis og taka í hendurnar á þeim í stað þess að vera bara í rafrænum samskiptum.“ Vilja vera alls staðar En hver er draumastaðan hjá Tuli- pop? Signý: „Markmiðið hjá okkur í upp- hafi var að framleiða vörur sem allir væru ánægð- i r me ð ; mömmur og pabbar og börnin. Að það séu allir glað- ir þegar heim er komið með vör- una. Foreldrarnir eru glaðir af því að vörurnar eru smekklegar og þeir eru til í að hafa þær heima hjá sér. Börnin eru líka glöð. Það hefur sýnt sig á vörusýningun- um að þau sogast að þessu, sem er gott.“ Helga: „Svo hafa fullorðnir líka verið að kaupa vörurnar okkar. Við höfum heyrt af fólki sem hefur sett matarstellin okkar á brúðkaupsgjafalistana sína. Það er skemmtilegt.“ Signý: „En draumastaðan er sífellt að breytast. Fyrir rúmu ári síðan var það bara að geta lifað af þessu á sæmilegum launum. Nú hefur það ræst og þá verð- ur draumurinn annar og maður gleymir hinu. Svo breytist þetta enn aftur þegar sá rætist. Helga: „Draumastaðan í upphafi var bara að búa til vörur utan um karaktera sem gætu náð árangri á heimsvísu.“ Signý: „Ætli draumurinn sé ekki að vera á endanum komnar með teiknimyndir, bíómyndir, leik- föng, tölvuleiki og vera bara alls staðar.“ Markmiðið hjá okkur var að framleiða vörur sem allir væru ánægðir með, mömmur, pabb- ar og börnin. Að það séu allir glaðir þegar heim er komið með vöruna. TULIPOP-HEIMURINN Í Tulipop búa krúttlegar og heillandi persónur eins og sveppastrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 A -4 5 E C 1 7 7 A -4 4 B 0 1 7 7 A -4 3 7 4 1 7 7 A -4 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.