Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 07.01.2015, Qupperneq 40
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Viktoríu Hermannsdóttur Breski leikarinn Stephen Fry hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir góðar kveðjur eftir að hann staðfesti að hann ætli að giftast kærasta sínum á þessu ári. Samkvæmt blaðinu The Sun lögðu hinn 57 ára Fry og 27 ára Elliott Spenc- er inn umsókn um giftingu á Þorláksmessu á skráningarstofu í Norfolk á Englandi. Fry staðfesti tíðindin á Twitt- er og skrifaði: „Það virðist sem búið sé að kjafta frá ákveðnu máli. Ég er auðvitað mjög, mjög hamingjusamur en ég var að vonast eftir brúðkaupi í kyrr- þey. Engar líkur á því! Takk kærlega fyrir kveðjurnar ykkar. Þær snertu mig djúpt.“ Fry staðfestir trúlofun sína STEPHEN FRY Ástralskt kebab á gamlárskvöld Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Ástralíu síðan í desember. Í kvöld spilar hann tvívegis í Óperuhús- inu í Sydney. Með á sviðinu verða sjö meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Sydney. Á morgun lýkur síðan ferðalag- inu með giggi í Melbourne. Þrennir tónleikar eru svo fram undan í Japan og að þeim loknum fer Ásgeir í langa tónleikaferð um Bandaríkin. Fréttablaðið fékk sendar nokkrar skemmtilegar myndir frá túrnum um Ástralíu. SKOÐAR TÚRBÓK Friddi hljóðmaður virðir fyrir sér túrbókina og dagskrá næstu daga. Á STRÖNDINNI Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson frá Hvammstanga á ströndinni í Ástralíu. STUND MILLI STRÍÐA Kiddi Hjálmur stelst í smá lúr baksviðs. SPENNTUR Trommarinn Helgi Svavar bíður eftir því að komast á svið. BLESS Bandið kveður tónleikagesti í Marion Bay í Tasmaníu. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN 2014 Ásgeir og félagar áttu þrjú flug á gamlársdag. Þeir lentu rétt fyrir áramótin og fengu sér kebab í kvöldmat. HEITT Hitinn hefur verið mikill í Ástralíu og því mikilvægt að bera á sig góða sólarvörn. BRÆÐUR BAKSVIÐS Ásgeir ásamt bróður sínum Þorsteini Einarssyni, söngvara Hjálma, baksviðs á The Fall Arts & Music Festival í Marion Bay. VIÐ BRYGGJUNA Þorsteinn fyrir fram an lengstu bryggju í Ástralíu. Save the Children á Íslandi Besta hátíð ársins er liðin. Vellystingar jólanna með allri sinni gleði og glans, ljósum og skrauti, hafa siglt sinn veg og nú tekur alvaran við. Jólatrén dauð, jóla- kökurnar orðnar gamlar og bara vondu molarnir eftir í Macintosh-dollunni. Stemmingin er eins og í lélegu eftirpartíi þar sem allt fjörið er búið og því kominn tími til þess að sigla inn í nýtt ár. EFTIR AÐ HAFA belgt sig út af reyktu kjöti, malti&appelsíni og öðru góðgæti eru flestir búnir að fá nóg. Og þá fara allir í átak. Þar á meðal ég. Líkamsræktar - stöðvar fyllast af útbelgdum baráttuboltum með hangikjötstaumana út á kinn. Allir ætla að taka sig á og verða betri á þessu ári en því síðasta. Aldrei er jafn mikið að gera í líkamsræktarstöðvum og í byrjun árs. ÉG HEF áður sagt frá litlum lík- amsræktaráhuga mínum á opin- berum vettvangi pistlaskrifa. Það hefur lítið breyst síðan það var skrifað en viljinn er þó alltaf fyrir hendi, innst inni. Mig dreymir nefnilega um að verða svona líkamsræktartýpa. Þessi sem elskar ræktina, kann á öll tækin og kemst ekki í gegnum daginn án þess að hreyfa sig. Og hefur ekkert fyrir því. ÉG MÆTTI að sjálfsögðu galvösk í ræktina ásamt bróðurparti þjóðarinnar í byrjun vikunnar. Vesalings fólkið sem stundar líkamsrækt allan ársins hring kemst ekki fyrir lengur í stöðinni. Það horfir á mann aumkunaraugum sem segja: „Þú endist ekki út mánuðinn.“ Og hugsanlega er það rétt. Helmingurinn af þeim sem henda sér í janúarátak verður líklega hættur fyrir þann tíma. LÍKAMSRÆKTARÁRANGUR minn hefur ekki verið glæstur í gegnum tíðina. Lík- lega með þeim verri í sögunni, en batnandi mönnum er best að lifa og aldrei að vita nema maður meiki það í gegnum þennan janúarmánuð. Það er reyndar ólíklegt en mikið vona ég að ég nái að sýna þessum líkamsræktarbrjálæðingum í tvo heim- ana þetta árið og verða einn af þeim. Með grænan djús, prótíndrykk og hlaupandi um á hlaupabrettinu eins og það sé tilgangur lífs míns. Það er aldrei að vita nema 2015 sé árið. Gleðilegt nýtt átak ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK siSAM 5, 7, 10, 11 5, 8 10:10 4:50 UNBROKEN KL. 6 – 9 THE HOBBIT 3 3D KL. 6 – 9 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30 – 8 EXODUS KL. 8 MOCKINGJAY– PART 1 KL. 10.15 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30 THE HOBBIT 3 3D KL. 5 - 6 - 8 - 9 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 4 – 7 - 10 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45 - 8 EXODUS KL. 6 - 9.30 MOCKINGJAY - PART 1 KL. 10.20 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 A -1 9 7 C 1 7 7 A -1 8 4 0 1 7 7 A -1 7 0 4 1 7 7 A -1 5 C 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.