Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Börnin í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti létu pollagallaveður ekki á sig fá og hituðu upp fyrir 17. júní í gær, bjuggu til fána, fengu andlitsmáln- ingu og fóru í skrúðgöngu um hverfið. Viktoría brosti sínu blíðasta enda á sjálft lýðveldið Ísland afmæli og því ber að fagna með brosi. María, sem er vinstra megin við hana, gat ekki annað en sungið 17. júní lagið „Hæ hó jibbí jei og ...“. Aníta Hrönn, sem stendur fyrir aftan, hummaði með í hljóði. Gleðilega þjóðhátíð M I Ð V I K U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  141. tölublað  103. árgangur  FAGNA HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI GLEÐILEG SUMARDVÖL FJÖLBREYTT HÁTÍÐARDAGSKRÁ UM ALLT LAND REYKJADALUR 10 ÞJÓÐHÁTÍÐ FAGNAÐ 13KOSNINGARÉTTUR 18 „Það er sorg í mannskapnum yfir ástandinu en engan bilbug að finna. Hjúkrunarfræðingar standa fastir á sínu sem aldrei fyrr,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagið hélt upplýsingafund fyrir félagsmenn í gærkvöldi þar sem harmað var að lög hefðu verið sett á verkfallið. Um 90 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum og alls hafa á annað hundrað starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum eftir að lögin voru sett á verkföllin. „Hópurinn er sameinaður sem aldrei fyrr. Ef eitthvað er þá er tónn- inn enn ákveðnari. Nokkrir stóðu upp og sögðu af hverju þeir hefðu sagt upp störfum og aðrir lýstu yfir áhyggjum af heilbrigðiskerfinu, hvert það væri að stefna. En það var að finna á fundinum að hópurinn styður aðgerðirnar heils hugar.“ benedikt@mbl.is Sorg yfir ástandinu en mikil eining  90 hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt upp MHjúkrunarfræðingar líta »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það virðist hafa skapast uppsöfnuð þörf fyrir ráðningar. Fyrirtæki sem biðu með að ráða í sumarstörf virðast vera að ráða fólk núna,“ segir Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningar- stjóri hjá Vinna.is, en nýkynnt áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta virðist hafa aukið bjartsýni í atvinnu- lífinu. Er þess að vænta að jákvæðra áhrifa fari að gæta í auknu framboði starfa á næstunni. Agla Sigríður segir fyrirtæki hafa haldið að sér höndum við ráðningar þegar kjaradeilur og verkfalls- aðgerðir stóðu sem hæst. Segir hún fjölbreytt störf í boði í verslun, þjón- ustu og framleiðslugeiranum. Fýsilegra til fjárfestinga Katrín S. Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, segir ráðn- ingar gefa vísbendingu um að fyrir- tækin séu að snúa vörn í sókn. Þá segir Snorri Jakobsson hjá Capacent að afnám gjaldeyrishafta muni gera fjárfestingarumhverfið hér á landi fýsilegra. Áhrifin á at- vinnulífið séu því jákvæð. »16 Aukin bjartsýni á markaði Morgunblaðið/Styrmir Kári Atvinnulífið Afnám haftanna er tal- ið örva ráðningar á vinnumarkaði.  Áætlun um losun hafta örvar ráðningar  Dagdeild aldraðra í Þorraseli verður flutt á Vesturgötu í sumar þvert á mótmæli notenda þjónust- unnar og íbúa við Þorrasel. „Við kynntum fyrir íbúum að þrátt fyrir mótmæli þeirra hefði sú ákvörðun verið tekin að dagdeild aldraðra í Þorraseli yrði flutt þaðan á Vesturgötu 7,“ segir Sig- þrúður Erla Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar. »4 Flytja dagdeildina þvert á mótmæli Morgunblaðið/Eggert Þorrasel Ákvörðunin kynnt á fundi í gær. Edda Heiðrún Backman hlaut heiðursverðlaun Grím- unnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í gær. Í ræðu sinni, sem sonur hennar Arnmundur Ernst Backman flutti, sagðist hún hafa óttast að Grímunefndin gengi ekki heil til skógar, þar sem hún hefði ekki stigið á svið í 12 ár. Bætti hún við að þrjú atriði væru sér mikið kappsmál. Í fyrsta lagi jafnrétti. „Maður verður að hafa frelsi til að vera eins og maður er og frelsi má aldrei slíta úr samhengi við réttlæti.“ Í öðru lagi íslensk leik- ritun, og sagði Edda Heiðrún að íslensk leikskáld þyrftu meðbyr, „því það er sá hópur sem best er til þess fallinn að fanga íslenskan tíðaranda og koma skila- boðum áleiðis“. Þá nefndi hún baráttuna fyrir því að rannsóknir á heilanum og taugakerfinu yrðu eitt af þróunarmarkmiðum SÞ. „Rúmlega milljarður manna þjáist af veikindum tengdum taugakerfinu.“ »30-31 Morgunblaðið/Styrmir Kári Edda Heiðrún Backman hlaut heiðursverðlaun Grímunnar Frelsi má aldrei slíta úr samhengi við réttlæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.