Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþingi í hnút eftir tillöguna  Ný breytingartillaga við makrílfrumvarpið mætir mikilli andstöðu á Alþingi Mikið uppnám varð á Alþingi í gær eftir að breyt- ingartillaga var lögð fram við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um stjórn veiða á Norðaustur-- Atlantshafsmakríl. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segist telja að kröf- um stjórnarandstöðunnar hafi verið mætt með til- lögunni, en þar er mælt fyrir um úthlutun makríl- kvóta til eins árs í senn og framsalsbann kvótans til næstu þriggja ára. „Hér er verið að leggja til að þau skilyrði sem Umboðsmaður Alþingis mælti fyrir um í sínu áliti verði uppfyllt og að sama skapi verið að nálgast þau sjónarmið sem hafa verið eitt helsta ágrein- ingsefnið í fiskveiðistjórnunarmálunum, sem er framsalið á aflaheimildum,“ sagði Jón. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tillöguna ekki vera breytingu heldur að hún væri „gjörsamlega ný tillaga“. Afleitt væri að leggja fram slíkar breytingar þegar komið væri tveimur vikum fram yfir ætluð starfslok þingsins. Næsti þingfundur með hefðbundnu sniði verður ekki fyrr en eftir helgi, að sögn Einars K. Guð- finnssonar, forseta Alþingis. „Á föstudag verður hátíðarfundur í tilefni af 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna. Hefðbundinn þingfundur verður því ekki fyrr en eftir helgi,“ sagði Einar, en hann gat ekki sagt til um hvenær þingloka mætti vænta. Þá eru umræður um breytingar á rammaáætlun um orkunýtingu enn í sömu skorðunum, að sögn Jóns Gunnarssonar. „Í mínum huga virðist vera sem margir í minnihlutanum kæri sig ekki um áframhaldandi uppbyggingu í orkufrekum iðnaði í landinu, eins mikilvægt og við teljum að það sé gagnvart verðmætasköpun í samfélaginu og til að hægt sé að standa undir velferðarsamfélagi.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, gat ekki sagt hvenær vænta mætti þingloka. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur lokið rannsókn á mjög umfangs- miklu fíkniefna- máli sem teygði anga sína til Sví- þjóðar, Hollands, Frakklands og Brasilíu. Við rannsókn- ina, sem hófst í júlí 2014, var lagt hald á tæplega 700 grömm af kók- aíni, um 4 kíló af amfetamíni og rúm- lega 7 kg af sterum, auk 150 kannabisplantna og 500 gramma af kannabisefnum. Framkvæmdar voru níu húsleitir í þágu rannsóknarinnar, þar af ein á veitingastað. Á fjórða tug manna var yfirheyrður og sátu tíu þeirra í gæsluvarðhaldi síðastliðið haust. Málið verður sent til embættis ríkissaksóknara á næstu dögum, en sakborningarnir eru á aldrinum 20- 44 ára. Meintir skipuleggjendur hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu. Rannsóknin var unnin í samvinnu við lögregluna á Suður- nesjum, tollgæsluna og tengslaskrif- stofu Íslands hjá Europol. Þá naut lögreglan aðstoðar lög- regluyfirvalda í Svíþjóð, Frakklandi og Brasilíu. Var innflutningur stöðv- aður á kókaíni til Íslands frá bæði Hollandi og Brasilíu, sem og inn- flutningur á amfetamíni til Íslands frá Svíþjóð, auk innflutnings á ster- um til Íslands frá Kína og fram- leiðslu á kannabisefnum hér á landi. Stöðvuðu innflutning fíkniefna Kannabis Ræktun þess var stöðvuð.  Mikill að umfangi Verzlunarskóli Íslands hafnaði 60 nemendum með 9 eða hærra í meðal- einkunn í ár. Benda forráðamenn skólans á að einkunnir hafi hækkað mikið undanfarin ár og þannig hafi meðaleinkunn nýnema í stærðfræði hækkað úr 7,8 árið 2004 í 9,2 árið 2014. Af þeim sem völdu skólann í fyrsta vali voru 322 með hærri meðal- einkunn en 9. Meðaleinkunn umsækj- enda var 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem teknir voru inn var 9,4. Frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafa einkunnir hækkað til muna og velta forráðamenn skólans því fyrir sér hvert þetta stefni. Hafnað með einkunn yfir 9 Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands sendu út rafrænan spurn- ingalista til um 2.000 bænda fyrir helgi vegna fjárdauðans og höfðu 109 svör borist strax í gærmorgun. „Við sendum rafrænan spurn- ingalista sem við erum að byrja að vinna úr. Ég geri ráð fyrir því að þessir 109 hafi orðið fyrir ærdauð- anum, eða semsagt meiri afföllum en eðlilegt er. Það þarf lengri tíma í að skoða þetta og fá svör, þetta fór á föstudagskvöldið,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Svavar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda, tekur í svipaðan streng og segir að bændur á bæjum þar sem eitthvað er að, séu miklu dug- legri að svara. „Spurningalistinn er ítarlegur þannig að það tekur smá tíma að svara þessu. Við sjáum samt líka að það eru alveg hundrað bændur sem eru byrjaðir að svara, það er nefni- lega hægt að byrja að svara og taka svo pásu,“ segir Svavar. Þarf meiri svörun Hann er nú að fara yfir tilkynn- ingar sem hafa borist samtökunum og bera saman við þær sem hafa borist Matvælastofnun. Þeirri vinnu er ekki lokið. „Það þarf meiri svörun en það sem við erum komin með, en við höf- um samt nú þegar fengið staðfest- ingu á því að þessar dauðu kindur skipta þúsundum.“ Sigurborg segir ærdauðann virð- ast hafa byrjað upp úr áramótun þó að borið hafi mest á þessu í apríl og maímánuði . brynjadogg@mbl.is Spurningalisti sendur til bænda vegna fjárdauðans Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Sauðfé Fjárdauði virðist hvorki bundinn við aldur né kyn sauðfjár.  109 svör hafa borist af 2.000 Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær voru ein- göngu kvenkyns bæjarfulltrúar, í fyrsta skipti í sögu bæjarins. Var þessi háttur hafður á í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Ellefu bæjarfulltrúar gærdagsins voru Sigríður Huld Jónsdóttir, sem gegndi embætti forseta bæjarstjórnar, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Bergþóra Þórhalls- dóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Ingi- björg Ólöf Isaksen, Margrét Kristín Helgadóttir, Silja Dögg Baldursdóttir, Sóley Björk Stefáns- dóttir og Þórunn Sif Harðardóttir. Tíu fyrrver- andi kvenbæjarfulltrúar voru viðstaddir fundinn og er hópurinn allur á myndinni að ofan. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fundinn að vanda og fékk að vera með á þessari sögulegu mynd; liggjandi fyrir framan hópinn! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tímamótum fagnað í höfuðstað Norðurlands Konur tóku völdin í bæjarstjórn Akureyrar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu á borgarstjórnarfundi í gær gegn hugmyndum um flutning á starfsemi Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Nokkuð heitar umræður sköpuð- ust um málið en meirihlutinn ákvað að vísa málinu til borgarráðs. „Það fannst mér snautlegt og Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá því að við vildum fá umræðuna á fundinum. Það er opinn vettvangur en borgar- ráð er lokaður,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. „Það er algengt þegar tillögur koma sem meirihlutanum finnst óþægilegar og hann treystir sér ekki til að fella þær þar að þeim sé vísað í borgarráð, þar sem tillögurnar eru afgreiddar eftir dúk og disk, ef nokk- urn tímann. Það eru fjölmörg dæmi um að tillögur gufi upp í borgarráði,“ segir Kjartan. Sjálfstæðismenn lögðu fram bók- un um málið þar sem kemur fram að það sé athyglisvert að fulltrúar kjósi að vísa tillögunni til nefndar í stað þess að afgreiða hana í borgarstjórn. „Slík afgreiðsla vekur spurningar um raunverulegan vilja borgar- stjórnarmeirihlutans fyrir því að Landhelgisgæslan verði áfram í Reykjavík og að búið verði þannig að starfsemi hennar í borginni, jafnt flugdeild sem skiparekstri stofnunarinnar, að hún nái að þróast og eflast.“ Tillaga um Gæsl- una send í nefnd  Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.